Herinn í viðbragðsstöðu fyrir umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 17:19 Hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa lengi barist fyrir bættum kjörum. Getty/Hesther Ng Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraflutningamenn eru meðal þeirra sem hafa boðað umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum í desember vegna launamála. Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna málsins. Verkalýðsfélög innan annarra geira hafa sömuleiðis boðað verkfall. Allt að hundrað þúsund hjúkrunarfræðingar stefna á verkfall í næsta mánuði til að mótmæla launamálum en meðlimir Royal College of Nursing, samtök hjúkrunarfræðinga á Englandi, í Wales og Norður-Írlandi, samþykktu í vikunni í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall fimmtánda og tuttugasta desember. Um er að ræða stærsta verkfall hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum frá upphafi að því er kemur fram í frétt Sky News um málið en verkfallið nær til um helmings allra vinnustaða á Englandi, allra vinnustaða fyrir utan eins í Wales og nokkra í Norður-Írlandi. We're striking for fair pay. We're striking to protect our patients. The UK government isn't listening, and we've been forced to take strike action. Find full details here: https://t.co/tj0wNb2vYi#FairPayForNursing pic.twitter.com/6woj7nVdBL— The RCN (@theRCN) November 29, 2022 Að sögn Pat Cullen, framkvæmdastjóra samtakanna, hafa þau ítrekað krafist þess við bresk stjórnvöld að viðræður fari fram um launakjör en ekki hafi verið hlustað á þær kröfur. Samtökin hafa varað við að verkföllin verði umfangsmeiri í janúar ef kjaraviðræður fara ekki fram. Þau krefjast fimm prósentustiga launahækkunar umfram vísitölu smásöluverðs, sem er mælikvarði á verðlagsþróun í Bretlandi. Dagsetning og staðsetning verkfalla hefur ekki enn verið ákveðin. Sjúkraflutningamenn og aðrir boða verkfall Sjúkraflutningamenn og fleiri starfsmenn hafa einnig boðað verkfall en stærsta stéttarfélag þeirra, Unison, boðaði gær verkfall fyrir jól vegna launamála og slæmrar mönnunar. Britain's government on Wednesday rejected union pay demands after ambulance workers joined nurses in voting to go on strike.https://t.co/POpIfwZ5Bz— AFP News Agency (@AFP) November 30, 2022 Í dag var síðan greint frá því að ríflega tíu þúsund sjúkraflutningamenn, sjúkraliðar og fleiri, hefðu samþykkt verkfall við atkvæðagreiðslu í dag og nær það verkfall til níu samsteypna (e. trusts) á Englandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verkfall fari fram fyrir utan að það muni eiga sér stað fyrir jól að því er kemur fram í frétt Sky News. Samtök sjúkraflutningamanna munu funda með verkalýðsfélögum á næstu dögum til að ákveða dagsetningu. Herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu fyrir verkföllin ef ske kynni að það þyrfti að fylla í störf heilbrigðisstarfmanna. Auk heilbrigðisstarfsmanna hafa verkalýðsfélög í öðrum geirum boðað verkföll á næstu vikum. Bretland England Wales Norður-Írland Stéttarfélög Heilbrigðismál Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Allt að hundrað þúsund hjúkrunarfræðingar stefna á verkfall í næsta mánuði til að mótmæla launamálum en meðlimir Royal College of Nursing, samtök hjúkrunarfræðinga á Englandi, í Wales og Norður-Írlandi, samþykktu í vikunni í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall fimmtánda og tuttugasta desember. Um er að ræða stærsta verkfall hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum frá upphafi að því er kemur fram í frétt Sky News um málið en verkfallið nær til um helmings allra vinnustaða á Englandi, allra vinnustaða fyrir utan eins í Wales og nokkra í Norður-Írlandi. We're striking for fair pay. We're striking to protect our patients. The UK government isn't listening, and we've been forced to take strike action. Find full details here: https://t.co/tj0wNb2vYi#FairPayForNursing pic.twitter.com/6woj7nVdBL— The RCN (@theRCN) November 29, 2022 Að sögn Pat Cullen, framkvæmdastjóra samtakanna, hafa þau ítrekað krafist þess við bresk stjórnvöld að viðræður fari fram um launakjör en ekki hafi verið hlustað á þær kröfur. Samtökin hafa varað við að verkföllin verði umfangsmeiri í janúar ef kjaraviðræður fara ekki fram. Þau krefjast fimm prósentustiga launahækkunar umfram vísitölu smásöluverðs, sem er mælikvarði á verðlagsþróun í Bretlandi. Dagsetning og staðsetning verkfalla hefur ekki enn verið ákveðin. Sjúkraflutningamenn og aðrir boða verkfall Sjúkraflutningamenn og fleiri starfsmenn hafa einnig boðað verkfall en stærsta stéttarfélag þeirra, Unison, boðaði gær verkfall fyrir jól vegna launamála og slæmrar mönnunar. Britain's government on Wednesday rejected union pay demands after ambulance workers joined nurses in voting to go on strike.https://t.co/POpIfwZ5Bz— AFP News Agency (@AFP) November 30, 2022 Í dag var síðan greint frá því að ríflega tíu þúsund sjúkraflutningamenn, sjúkraliðar og fleiri, hefðu samþykkt verkfall við atkvæðagreiðslu í dag og nær það verkfall til níu samsteypna (e. trusts) á Englandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verkfall fari fram fyrir utan að það muni eiga sér stað fyrir jól að því er kemur fram í frétt Sky News. Samtök sjúkraflutningamanna munu funda með verkalýðsfélögum á næstu dögum til að ákveða dagsetningu. Herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu fyrir verkföllin ef ske kynni að það þyrfti að fylla í störf heilbrigðisstarfmanna. Auk heilbrigðisstarfsmanna hafa verkalýðsfélög í öðrum geirum boðað verkföll á næstu vikum.
Bretland England Wales Norður-Írland Stéttarfélög Heilbrigðismál Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira