Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2022 07:01 Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007-2013. Hún segist hafa heyrt skelfilegar frásagnir af illri meðferð barna á einkaheimilum á þeim tíma. Það þurfi að rannsaka. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. Þjóðina setti hljóða þegar Breiðavíkurmálið kom upp í fjölmiðlum árið 2007 þar sem kom í ljós að fjöldi drengja hafði sætt illri meðferð og eða ofbeldi. Sama ár samþykkti Alþingi lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Nefndin starfaði með hléum til ársins 2020 og skilaði fjölda skýrslna um vist-eða meðferðarheimili. Fram kom að á þeim öllum höfðu börn sætti illri meðferð og eða ofbeldi. Fólk sem hafði dvalið á þessum stofnunum gat svo síðar sótt um sanngirnisbætur en um tólf hundruð manns hafa fengið um þrjá milljarða greidda í bætur. Skelfilegar frásagnir Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007 til 2013. Hún segir að mörg hundruð manns hafi rætt við nefndina þegar hún starfaði þar. Þó nokkur hluti þeirra sem hitti nefndina hafi greint greindi frá illri meðferð í barnæsku á einkaheimilum sem barnaverndarnefndir notuðu. „Í öllum tilvikum sem fólk kom með þessum hætti til okkar buðum við viðtal sem ég tók flest sjálf .Þær frásagnir voru skelfilegar margar hverjar. Það sem situr efst í huga mínum er að börnin á þessum einkaheimilum voru nýtt mikið sem vinnuafl, þau þurftu að sæta illri meðferð og ofbeldi og í sumum tilvikum alveg skelfilegu ofbeldi. Andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og tilfinningalegu. Við heyrðum allt nánast undir sólinni sem hægt er að gera við barn í formi ofbeldis,“ segir hún. Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: vistheimili@stod2.is. Telur þurfa að rannsaka einkaheimilin Þuríður segir hins vegar að nefndin hafi ekki haft heimild til að rannsaka einkaheimilin. „Ég tel að í raun og veru við Íslendingar getum ekki klárað þessar rannsóknir okkar án þess að kanna þetta og koma þessu öllu upp á yfirborðið,“ segir hún. Við það tækifæri þurfi líka kanna vel með hvaða hætti eftirlitinu með heimilunum var háttað. „Það var var svo sláandi í öllum þessum rannsóknum var hvað eftirlitið var lítið. Bara eftirlitið í hnotskurn,“ segir Þuríður að lokum. Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Alþingi Tengdar fréttir „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þjóðina setti hljóða þegar Breiðavíkurmálið kom upp í fjölmiðlum árið 2007 þar sem kom í ljós að fjöldi drengja hafði sætt illri meðferð og eða ofbeldi. Sama ár samþykkti Alþingi lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Nefndin starfaði með hléum til ársins 2020 og skilaði fjölda skýrslna um vist-eða meðferðarheimili. Fram kom að á þeim öllum höfðu börn sætti illri meðferð og eða ofbeldi. Fólk sem hafði dvalið á þessum stofnunum gat svo síðar sótt um sanngirnisbætur en um tólf hundruð manns hafa fengið um þrjá milljarða greidda í bætur. Skelfilegar frásagnir Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007 til 2013. Hún segir að mörg hundruð manns hafi rætt við nefndina þegar hún starfaði þar. Þó nokkur hluti þeirra sem hitti nefndina hafi greint greindi frá illri meðferð í barnæsku á einkaheimilum sem barnaverndarnefndir notuðu. „Í öllum tilvikum sem fólk kom með þessum hætti til okkar buðum við viðtal sem ég tók flest sjálf .Þær frásagnir voru skelfilegar margar hverjar. Það sem situr efst í huga mínum er að börnin á þessum einkaheimilum voru nýtt mikið sem vinnuafl, þau þurftu að sæta illri meðferð og ofbeldi og í sumum tilvikum alveg skelfilegu ofbeldi. Andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og tilfinningalegu. Við heyrðum allt nánast undir sólinni sem hægt er að gera við barn í formi ofbeldis,“ segir hún. Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: vistheimili@stod2.is. Telur þurfa að rannsaka einkaheimilin Þuríður segir hins vegar að nefndin hafi ekki haft heimild til að rannsaka einkaheimilin. „Ég tel að í raun og veru við Íslendingar getum ekki klárað þessar rannsóknir okkar án þess að kanna þetta og koma þessu öllu upp á yfirborðið,“ segir hún. Við það tækifæri þurfi líka kanna vel með hvaða hætti eftirlitinu með heimilunum var háttað. „Það var var svo sláandi í öllum þessum rannsóknum var hvað eftirlitið var lítið. Bara eftirlitið í hnotskurn,“ segir Þuríður að lokum.
Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: vistheimili@stod2.is.
Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Alþingi Tengdar fréttir „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02