Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2022 07:01 Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007-2013. Hún segist hafa heyrt skelfilegar frásagnir af illri meðferð barna á einkaheimilum á þeim tíma. Það þurfi að rannsaka. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. Þjóðina setti hljóða þegar Breiðavíkurmálið kom upp í fjölmiðlum árið 2007 þar sem kom í ljós að fjöldi drengja hafði sætt illri meðferð og eða ofbeldi. Sama ár samþykkti Alþingi lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Nefndin starfaði með hléum til ársins 2020 og skilaði fjölda skýrslna um vist-eða meðferðarheimili. Fram kom að á þeim öllum höfðu börn sætti illri meðferð og eða ofbeldi. Fólk sem hafði dvalið á þessum stofnunum gat svo síðar sótt um sanngirnisbætur en um tólf hundruð manns hafa fengið um þrjá milljarða greidda í bætur. Skelfilegar frásagnir Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007 til 2013. Hún segir að mörg hundruð manns hafi rætt við nefndina þegar hún starfaði þar. Þó nokkur hluti þeirra sem hitti nefndina hafi greint greindi frá illri meðferð í barnæsku á einkaheimilum sem barnaverndarnefndir notuðu. „Í öllum tilvikum sem fólk kom með þessum hætti til okkar buðum við viðtal sem ég tók flest sjálf .Þær frásagnir voru skelfilegar margar hverjar. Það sem situr efst í huga mínum er að börnin á þessum einkaheimilum voru nýtt mikið sem vinnuafl, þau þurftu að sæta illri meðferð og ofbeldi og í sumum tilvikum alveg skelfilegu ofbeldi. Andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og tilfinningalegu. Við heyrðum allt nánast undir sólinni sem hægt er að gera við barn í formi ofbeldis,“ segir hún. Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: vistheimili@stod2.is. Telur þurfa að rannsaka einkaheimilin Þuríður segir hins vegar að nefndin hafi ekki haft heimild til að rannsaka einkaheimilin. „Ég tel að í raun og veru við Íslendingar getum ekki klárað þessar rannsóknir okkar án þess að kanna þetta og koma þessu öllu upp á yfirborðið,“ segir hún. Við það tækifæri þurfi líka kanna vel með hvaða hætti eftirlitinu með heimilunum var háttað. „Það var var svo sláandi í öllum þessum rannsóknum var hvað eftirlitið var lítið. Bara eftirlitið í hnotskurn,“ segir Þuríður að lokum. Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Alþingi Tengdar fréttir „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Þjóðina setti hljóða þegar Breiðavíkurmálið kom upp í fjölmiðlum árið 2007 þar sem kom í ljós að fjöldi drengja hafði sætt illri meðferð og eða ofbeldi. Sama ár samþykkti Alþingi lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Nefndin starfaði með hléum til ársins 2020 og skilaði fjölda skýrslna um vist-eða meðferðarheimili. Fram kom að á þeim öllum höfðu börn sætti illri meðferð og eða ofbeldi. Fólk sem hafði dvalið á þessum stofnunum gat svo síðar sótt um sanngirnisbætur en um tólf hundruð manns hafa fengið um þrjá milljarða greidda í bætur. Skelfilegar frásagnir Þuríður Sigurjónsdóttir var framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndar frá 2007 til 2013. Hún segir að mörg hundruð manns hafi rætt við nefndina þegar hún starfaði þar. Þó nokkur hluti þeirra sem hitti nefndina hafi greint greindi frá illri meðferð í barnæsku á einkaheimilum sem barnaverndarnefndir notuðu. „Í öllum tilvikum sem fólk kom með þessum hætti til okkar buðum við viðtal sem ég tók flest sjálf .Þær frásagnir voru skelfilegar margar hverjar. Það sem situr efst í huga mínum er að börnin á þessum einkaheimilum voru nýtt mikið sem vinnuafl, þau þurftu að sæta illri meðferð og ofbeldi og í sumum tilvikum alveg skelfilegu ofbeldi. Andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og tilfinningalegu. Við heyrðum allt nánast undir sólinni sem hægt er að gera við barn í formi ofbeldis,“ segir hún. Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: vistheimili@stod2.is. Telur þurfa að rannsaka einkaheimilin Þuríður segir hins vegar að nefndin hafi ekki haft heimild til að rannsaka einkaheimilin. „Ég tel að í raun og veru við Íslendingar getum ekki klárað þessar rannsóknir okkar án þess að kanna þetta og koma þessu öllu upp á yfirborðið,“ segir hún. Við það tækifæri þurfi líka kanna vel með hvaða hætti eftirlitinu með heimilunum var háttað. „Það var var svo sláandi í öllum þessum rannsóknum var hvað eftirlitið var lítið. Bara eftirlitið í hnotskurn,“ segir Þuríður að lokum.
Stöð 2 vinnur nú að gerða heimildarþátta um vistheimili á Íslandi. Ef þú hefur frásögn frá vist-eða fósturheimili og vilt koma upplýsingum á framfæri við okkur vinsamlega sendu á: vistheimili@stod2.is.
Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Alþingi Tengdar fréttir „Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Þetta varð alltaf verra og verra“ Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 27. september 2022 07:02