„Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2022 15:00 Helena Sverrisdóttir stefnir aftur á völlinn áður en árið er úti. Mynd/Vísir Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir úr Haukum vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót en hún jafnar sig eftir liðþófaaðgerð. Hún segir taka á að vera utan vallar en hlakkar mikið til að komast aftur á parketið. Helena hefur þurft að sætta sig við að vera á hliðarlínunni það sem af er vetri en hún neyddist í aðra liðþófaaðgerðina á innan við tólf mánaða tímabili í haust. Hún stefnir á endurkomu fyrir áramót. „[Staðan] er bara ágæt held ég. Ég fór í aðgerð í lok september til að laga rifu í liðþófanum - aftur - sem að ég gerði líka í nóvember í fyrra. Ég held að þetta sé allt að koma, þetta er þolinmæðisvinna sérstaklega af því að þetta var önnur aðgerðin á stuttum tíma,“ „Eins leiðinlegt og það er þarf maður bara að vera þolinmóður, hlusta á sjúkraþjálfarann og lækninn og leyfa þeim svolítið að ráða ferðinni. Ég verð vonandi búin að spila einn leik allavega, á þessu ári,“ Klippa: Helena Sverris um meiðslin Einblínir á tilhlökkunina fram yfir erfiðleikana Líkt og fram kemur eru þetta önnur meiðsli Helenu á skömmum tíma en þá hefur hún einnig þurft að vera á hliðarlínunni vegna meðgöngu. En hvernig tekst hún á við leiðindin sem fylgja því að komast ekki á völlinn? „Ég er náttúrulega líka búinn að ganga í gegnum tvær meðgöngur þar sem ég hef þurft að horfa á liðið mitt spila, þannig að maður er kannski orðinn aðeins sjóaðri í þessu núna. Við búum sem betur fer vel að því á Ásvöllum að það er nóg pláss í kringum völlinn þannig að maður reynir bara að nýta tímann meðan þær æfa í sína eigin endurhæfingu,“ „Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega en maður hlakkar bara svo mikið til að komast aftur á völlinn að maður horfir bara svolítið á það og einblínir á það,“ segir Helena. Þrátt fyrir fjarveru Helenu í vetur, sem og Lovísu Henningsdóttur, sem ekkert hefur heldur spilað, er Haukaliðið samt sem áður í 2. sæti Subway-deildarinnar með 16 stig, fjórum á eftir toppliði Keflavíkur sem er með fullt hús stiga. Viðtalið við Helenu má sjá í spilaranum að ofan. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Helena hefur þurft að sætta sig við að vera á hliðarlínunni það sem af er vetri en hún neyddist í aðra liðþófaaðgerðina á innan við tólf mánaða tímabili í haust. Hún stefnir á endurkomu fyrir áramót. „[Staðan] er bara ágæt held ég. Ég fór í aðgerð í lok september til að laga rifu í liðþófanum - aftur - sem að ég gerði líka í nóvember í fyrra. Ég held að þetta sé allt að koma, þetta er þolinmæðisvinna sérstaklega af því að þetta var önnur aðgerðin á stuttum tíma,“ „Eins leiðinlegt og það er þarf maður bara að vera þolinmóður, hlusta á sjúkraþjálfarann og lækninn og leyfa þeim svolítið að ráða ferðinni. Ég verð vonandi búin að spila einn leik allavega, á þessu ári,“ Klippa: Helena Sverris um meiðslin Einblínir á tilhlökkunina fram yfir erfiðleikana Líkt og fram kemur eru þetta önnur meiðsli Helenu á skömmum tíma en þá hefur hún einnig þurft að vera á hliðarlínunni vegna meðgöngu. En hvernig tekst hún á við leiðindin sem fylgja því að komast ekki á völlinn? „Ég er náttúrulega líka búinn að ganga í gegnum tvær meðgöngur þar sem ég hef þurft að horfa á liðið mitt spila, þannig að maður er kannski orðinn aðeins sjóaðri í þessu núna. Við búum sem betur fer vel að því á Ásvöllum að það er nóg pláss í kringum völlinn þannig að maður reynir bara að nýta tímann meðan þær æfa í sína eigin endurhæfingu,“ „Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega en maður hlakkar bara svo mikið til að komast aftur á völlinn að maður horfir bara svolítið á það og einblínir á það,“ segir Helena. Þrátt fyrir fjarveru Helenu í vetur, sem og Lovísu Henningsdóttur, sem ekkert hefur heldur spilað, er Haukaliðið samt sem áður í 2. sæti Subway-deildarinnar með 16 stig, fjórum á eftir toppliði Keflavíkur sem er með fullt hús stiga. Viðtalið við Helenu má sjá í spilaranum að ofan.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira