Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 10:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar vísir/vilhelm Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. Með þessu kemur Efling til móts við kröfur um skammtíma kjarasamning sem komið hafa frá öðrum verkalýðsfélögum, ríkisstjórninni og SA. Hækkanir í tilboðinu eru áþekkar því sem gera hefði mátt ráð fyrir á fyrsta ári í þriggja ára samningi, sem krafist var í upphaflegri kröfugerð. Að mati samninganefndar Eflingar þurfa umsamdar hækkanir að verja heimili láglauna- og meðaltekjufólks fyrir áhrifum verðbólgunnar og tryggja þeim eðlilega hlutdeild í hagvexti og fádæma góðri afkomu fyrirtækjanna. Gildir þar einu hvort samið er til skamms eða langs tíma. Stefán Ólafsson sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu var til viðtals í Bítinu í morgun. Samninganefnd Eflingar telur önnur stéttarfélög hafa gert mistök með því að fallast á aðferðafræði prósentuhækkana í viðræðum við SA. Tillögur hafa verið til umræðu þar sem gert er ráð fyrir tvöfalt meiri hækkunum til hátekjuhópa en til láglaunafólks. „Allir eru sammála um að ofþensla og ofneysla í hærri helmingi launastigans eru eitt helsta vandamálið í íslensku efnahagslífi. Seðlabankinn hefur gripið til hóprefsinga gegn allri þjóðinni í formi stýrivaxtahækkana með vísan til þessarar stöðu. Í þessu samhengi er það augljós fjarstæða að ræða um að hálaunafólk eigi að fá tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk,” sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. „Það er hins vegar mögulegt að laga sig að kröfum um skammtímasamning. Tilboð okkar er skammtíma útfærsla á skynsamri og vel rökstuddri kröfugerð samninganefndar Eflingar,“ sagði Sólveig Anna jafnframt. Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR mætir á fund hjá sáttasemjara þrátt fyrir viðræðuslit Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og VR funda með Samtökum atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. 29. nóvember 2022 07:25 Óvenju mikið svigrúm til launahækkana Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. 26. nóvember 2022 15:01 Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Með þessu kemur Efling til móts við kröfur um skammtíma kjarasamning sem komið hafa frá öðrum verkalýðsfélögum, ríkisstjórninni og SA. Hækkanir í tilboðinu eru áþekkar því sem gera hefði mátt ráð fyrir á fyrsta ári í þriggja ára samningi, sem krafist var í upphaflegri kröfugerð. Að mati samninganefndar Eflingar þurfa umsamdar hækkanir að verja heimili láglauna- og meðaltekjufólks fyrir áhrifum verðbólgunnar og tryggja þeim eðlilega hlutdeild í hagvexti og fádæma góðri afkomu fyrirtækjanna. Gildir þar einu hvort samið er til skamms eða langs tíma. Stefán Ólafsson sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu var til viðtals í Bítinu í morgun. Samninganefnd Eflingar telur önnur stéttarfélög hafa gert mistök með því að fallast á aðferðafræði prósentuhækkana í viðræðum við SA. Tillögur hafa verið til umræðu þar sem gert er ráð fyrir tvöfalt meiri hækkunum til hátekjuhópa en til láglaunafólks. „Allir eru sammála um að ofþensla og ofneysla í hærri helmingi launastigans eru eitt helsta vandamálið í íslensku efnahagslífi. Seðlabankinn hefur gripið til hóprefsinga gegn allri þjóðinni í formi stýrivaxtahækkana með vísan til þessarar stöðu. Í þessu samhengi er það augljós fjarstæða að ræða um að hálaunafólk eigi að fá tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk,” sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. „Það er hins vegar mögulegt að laga sig að kröfum um skammtímasamning. Tilboð okkar er skammtíma útfærsla á skynsamri og vel rökstuddri kröfugerð samninganefndar Eflingar,“ sagði Sólveig Anna jafnframt.
Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR mætir á fund hjá sáttasemjara þrátt fyrir viðræðuslit Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og VR funda með Samtökum atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. 29. nóvember 2022 07:25 Óvenju mikið svigrúm til launahækkana Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. 26. nóvember 2022 15:01 Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
VR mætir á fund hjá sáttasemjara þrátt fyrir viðræðuslit Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og VR funda með Samtökum atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. 29. nóvember 2022 07:25
Óvenju mikið svigrúm til launahækkana Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. 26. nóvember 2022 15:01
Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16