„Góð lexía að fylgja hjartanu og láta ekki gagnrýnisraddir hafa áhrif á sig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2022 10:30 Nökkvi Fjalar hefur komið sér vel fyrir í London þar sem hann rekur fyrirtækið Swipe. Áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar ákvað að fara með fyrirtækið Swipe Media í útrás fyrir ári síðan. 30 milljón manns fylgja áhrifavöldum á skrá fyrirtækisins sem fer ört stækkandi. Elísabet Inga hitti Nökkva í Lundúnum á dögunum og ræddi við hann um ævintýrið og umtalið. Nökkvi er eigandi Swipe ásamt Gunnari Birgissyni og Alexöndru Sól Ingvarsdóttur en fyrirtækið er umboðsskrifstofa fyrir áhrifavalda. „Þetta byrjaði sem skemmtilegt verkefni fyrir sex árum síðan að aðstoða áhrifavalda á Íslandi að mæta þörfum þeirra og aðstoða þá að gera viðskiptatækifæri út úr þeirra áhrifum. Núna erum við komin út til London og farin að vinna með áhrifavöldum út um allan heim,“ segir Nökkvi og heldur áfram. „Okkar helsti fókus er að aðstoða fólk við að semja við fyrirtæki, aðstoða við markmið þeirra og að ná til sem flestra.“ Heimsþekktir áhrifavaldar eru á skrá hjá þessu íslenska fyrirtæki. Nökkvi hefur verið áberandi allt frá því að hann var í 12:00 hópnum í Verslunarskólanum sem framleiðir skemmtiefni gefið út af skólanum. Hann var landsþekktur þegar hann stofnaði hópinn Áttuna 2014 ásamt félögum sínum úr Versló. Hópurinn framleiddi afþreyingarefni af ýmsu tagi. „Það sem ég tók svona þokkalega snemma í Áttunni er að mér þótti mun skemmtilegra að aðstoða fólk við það sem því langaði að gera. Það þróaðist út í það að hjálpa öðrum áhrifavöldum við það sem þeim langaði að gera. Swipe varð í rauninni til út frá því. Ég held að það sé bara mjög góð lexía að fylgja hjartanu og láta ekki gagnrýnisraddir hafa áhrif á sig,“ segir Nökkvi sem hefur sjálfur fengið sinn skerf af umtali t.d. þegar hann ákvað að þiggja ekki bólusetningu gegn Covid-19. „Greinar sem voru skrifaður og athugasemdir um mig, það var frábært fyrir mig að fara í gegnum þennan skóla sjálfur. Þetta hjálpaði mér í raun að verða enn betri rekstraraðili eða umboðsaðili eða hvað sem maður getur kallað þetta.“ Nökkvi segir að það séu gríðarlega miklir peningar í heimi áhrifavalda. „Þetta er rosalega stór markaður. Það er hægt að gera gott úr þessu og rúmlega það fyrir einstaklinga sem gera þetta vel.“ Swipe hefur að undanförnu landað samningum við stór fyrirtæki á borð við Netflix, Amazon og Fortnite en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Nökkvi er eigandi Swipe ásamt Gunnari Birgissyni og Alexöndru Sól Ingvarsdóttur en fyrirtækið er umboðsskrifstofa fyrir áhrifavalda. „Þetta byrjaði sem skemmtilegt verkefni fyrir sex árum síðan að aðstoða áhrifavalda á Íslandi að mæta þörfum þeirra og aðstoða þá að gera viðskiptatækifæri út úr þeirra áhrifum. Núna erum við komin út til London og farin að vinna með áhrifavöldum út um allan heim,“ segir Nökkvi og heldur áfram. „Okkar helsti fókus er að aðstoða fólk við að semja við fyrirtæki, aðstoða við markmið þeirra og að ná til sem flestra.“ Heimsþekktir áhrifavaldar eru á skrá hjá þessu íslenska fyrirtæki. Nökkvi hefur verið áberandi allt frá því að hann var í 12:00 hópnum í Verslunarskólanum sem framleiðir skemmtiefni gefið út af skólanum. Hann var landsþekktur þegar hann stofnaði hópinn Áttuna 2014 ásamt félögum sínum úr Versló. Hópurinn framleiddi afþreyingarefni af ýmsu tagi. „Það sem ég tók svona þokkalega snemma í Áttunni er að mér þótti mun skemmtilegra að aðstoða fólk við það sem því langaði að gera. Það þróaðist út í það að hjálpa öðrum áhrifavöldum við það sem þeim langaði að gera. Swipe varð í rauninni til út frá því. Ég held að það sé bara mjög góð lexía að fylgja hjartanu og láta ekki gagnrýnisraddir hafa áhrif á sig,“ segir Nökkvi sem hefur sjálfur fengið sinn skerf af umtali t.d. þegar hann ákvað að þiggja ekki bólusetningu gegn Covid-19. „Greinar sem voru skrifaður og athugasemdir um mig, það var frábært fyrir mig að fara í gegnum þennan skóla sjálfur. Þetta hjálpaði mér í raun að verða enn betri rekstraraðili eða umboðsaðili eða hvað sem maður getur kallað þetta.“ Nökkvi segir að það séu gríðarlega miklir peningar í heimi áhrifavalda. „Þetta er rosalega stór markaður. Það er hægt að gera gott úr þessu og rúmlega það fyrir einstaklinga sem gera þetta vel.“ Swipe hefur að undanförnu landað samningum við stór fyrirtæki á borð við Netflix, Amazon og Fortnite en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira