Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2022 14:04 Hraun í öskju Mauna Loa sést á vefmyndavél Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna í nótt. AP/Eldfjallaeftirlit bandarísku jarðfræðistofnunarinnar á Havaí Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. Þetta er í fyrsta skipti sem Mauna Loa á Stóru eyju gýs í tæplega fjörutíu ár. Aska og lausagrjót hefur fallið í nágrenni tindsins en íbúar í bænum Kona geta séð glóandi hraunið á fjallinu. Engar vísbendingar eru enn um að gossprunga sé við það að myndast. Ómögulegt er sagt að spá fyrir um þróun gossins á þessari stundu. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna brýndi fyrir íbúum sem gætu verið í hættu af völdum hrauns fá Mauna Loa að fara yfir viðbúnað sinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Gefin var út viðvörun vegna mögulegs öskufalls fyrir hluta eyjarinnar. Allt að sextíu millímetrar af ösku gætu safnast fyrir á sumum stöðum. Mauna Loa er eitt fimm eldfjalla sem mynda Stóru eyju, syðstu og stærstu eyju Havaíeyjaklasans. Það trónir 4.167 metra yfir sjávarmáli og er mun stærra en Kilauea-eldfjallið sem grandaði 700 íbúðarhúsum þegar það gaus árið 2018. Sumar hlíðar Mauna Loa eru mun brattari en Kilauea og hraun getur því runnið mun hraðar þar. Þegar gaus í fjallinu árið 1950 rann hraunið tuttugu og fjóra kílómetra til sjávar á innan við þremur klukkustundum. Thermal image of Mauna Loa eruption acquired at midnight HST.Information statement at https://t.co/o5T7dc62Ls. pic.twitter.com/lV1cdOKPqm— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 28, 2022 Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Mauna Loa á Stóru eyju gýs í tæplega fjörutíu ár. Aska og lausagrjót hefur fallið í nágrenni tindsins en íbúar í bænum Kona geta séð glóandi hraunið á fjallinu. Engar vísbendingar eru enn um að gossprunga sé við það að myndast. Ómögulegt er sagt að spá fyrir um þróun gossins á þessari stundu. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna brýndi fyrir íbúum sem gætu verið í hættu af völdum hrauns fá Mauna Loa að fara yfir viðbúnað sinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Gefin var út viðvörun vegna mögulegs öskufalls fyrir hluta eyjarinnar. Allt að sextíu millímetrar af ösku gætu safnast fyrir á sumum stöðum. Mauna Loa er eitt fimm eldfjalla sem mynda Stóru eyju, syðstu og stærstu eyju Havaíeyjaklasans. Það trónir 4.167 metra yfir sjávarmáli og er mun stærra en Kilauea-eldfjallið sem grandaði 700 íbúðarhúsum þegar það gaus árið 2018. Sumar hlíðar Mauna Loa eru mun brattari en Kilauea og hraun getur því runnið mun hraðar þar. Þegar gaus í fjallinu árið 1950 rann hraunið tuttugu og fjóra kílómetra til sjávar á innan við þremur klukkustundum. Thermal image of Mauna Loa eruption acquired at midnight HST.Information statement at https://t.co/o5T7dc62Ls. pic.twitter.com/lV1cdOKPqm— USGS Volcanoes (@USGSVolcanoes) November 28, 2022
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Sjá meira