Bjarni hafi mætt með bensínbrúsa inn í erfiðar kjaraviðræður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 12:01 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir orð fjármálaráðherra um verkalýðinn í kjaraviðræðum hafa verið ógætileg. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ummæli fjármálaráðherra um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið í kjaraviðræðum vera óheppileg. Á sama tíma og forsætisráðherra reyni að slökkva elda helli fjármálaráðherra bensíni á eldinn. Greint var frá því á Innherja fyrr í vikunni að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi sagt í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs að vinnumarkaðurinn væri vandamálið í kjaraviðræðum. Kröfur verkalýðsfélaganna um krónutöluhækkanir og prósentutöluhækkanir væru óraunhæfar. Ráðherrann sagði í samtali við fréttastofu í gær að þessi ummæli hafi verið sanngjörn. „Já, mér finnst það , að það sé sanngjarnt. Af því það er enginn samhljómur hjá hinum ólíku stéttarfélögum á vinnumarkaði. Viðer um ekki með neitt samkomulag um það að kjaralotan eigi að hefjast á því að finna hvert svigrúmið er og láta lotuna svo snúast um það hvernig við spilum því svigrúmi út,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ummælin óheppileg. „Og sýnir kannski að fjármálaráðherra virðist ekki hafa skilning á samhengi hlutanna. Þarna erum við að vinna með mjög flókið samspil, sem snýst um ríkisfjármál, rekstrarumhverfi fyrirtkæja og svo blákaldan veruleika almennings. Það er auðvitað ekkert hægt að slíta þetta úr samhengi eins og hann gerði,“ segir Logi. Kjaraviðræður framundan séu greinilega flóknar en þar séu augljósar ástæður að baki. „Við höfum verið að sjá fjárlög eftir fjárlög þar sem húsnæðismarkaðurinn er brotinn, heilbrigðiskerfið undirfjármagnað og velferðarkerfið veikt. Í þeim aðstæðum skilur maður raunveruleika launafólks en það held ég að fjármálaráðherra geri því miður ekki.“ Samkomulag verði að nást milli atvinnulífs, verkalýðs og ríkis og allir þurfi að gæta sín í samskiptum í þeim viðræðum. „Á sama tíma og forsætisráðherra kallar aðila til sín og virðist ætla að slökkva elda kemur hann með bensínbrúsann,“ segir Logi. Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21 Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01 Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. 25. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Greint var frá því á Innherja fyrr í vikunni að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi sagt í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs að vinnumarkaðurinn væri vandamálið í kjaraviðræðum. Kröfur verkalýðsfélaganna um krónutöluhækkanir og prósentutöluhækkanir væru óraunhæfar. Ráðherrann sagði í samtali við fréttastofu í gær að þessi ummæli hafi verið sanngjörn. „Já, mér finnst það , að það sé sanngjarnt. Af því það er enginn samhljómur hjá hinum ólíku stéttarfélögum á vinnumarkaði. Viðer um ekki með neitt samkomulag um það að kjaralotan eigi að hefjast á því að finna hvert svigrúmið er og láta lotuna svo snúast um það hvernig við spilum því svigrúmi út,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ummælin óheppileg. „Og sýnir kannski að fjármálaráðherra virðist ekki hafa skilning á samhengi hlutanna. Þarna erum við að vinna með mjög flókið samspil, sem snýst um ríkisfjármál, rekstrarumhverfi fyrirtkæja og svo blákaldan veruleika almennings. Það er auðvitað ekkert hægt að slíta þetta úr samhengi eins og hann gerði,“ segir Logi. Kjaraviðræður framundan séu greinilega flóknar en þar séu augljósar ástæður að baki. „Við höfum verið að sjá fjárlög eftir fjárlög þar sem húsnæðismarkaðurinn er brotinn, heilbrigðiskerfið undirfjármagnað og velferðarkerfið veikt. Í þeim aðstæðum skilur maður raunveruleika launafólks en það held ég að fjármálaráðherra geri því miður ekki.“ Samkomulag verði að nást milli atvinnulífs, verkalýðs og ríkis og allir þurfi að gæta sín í samskiptum í þeim viðræðum. „Á sama tíma og forsætisráðherra kallar aðila til sín og virðist ætla að slökkva elda kemur hann með bensínbrúsann,“ segir Logi.
Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21 Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01 Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. 25. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21
Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01
Var verðbólgan fundin upp á Tenerife? Í vikunni tilkynnti Seðlabankinn um hækkun vaxta. Það var í tíunda sinn síðan í maí í fyrra sem hann hækkaði stýrivexti, sem standa nú í 6% og hafa ekki verið hærri síðan 2010. Verðbólga er 9,4%. Ofan á þetta er komin upp alvarleg staða í kjaraviðræðum. Horfur eru dökkar. 25. nóvember 2022 12:31