Kallar forseta Suður-Kóreu fávita Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 16:33 Kim Jong Un, einsræðisherra Norður-Kóreu, og systir hans Kim Yo Jong árið 2018. Getty Ráðamenn í Suður-Kóreu eru „fávitar“ sem haga sér eins og „villtir hundar“ nagandi bein sem þeir fengu frá Bandaríkjunum. Þetta segir Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en reiði hennar og annarra má rekja til þess að yfirvöld í Suður-Kóreu eru að íhuga hertar refsiaðgerðir gegn nágrönnum sínum í norðri. Kim sakar ráðamenn í Suður-Kóreu um að skapa hættulegt ástand á Kóreuskaga en fyrr í vikunni opinberaði utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu að verið væri að skoða að beita Norður-Kóreu frekari refsiaðgerðum. „Ég velti fyrir mér af hverju íbúar Suður-Kóreu sitja hjá þegar ríkisstjórn Yoon Suk Yeol [forseti Suður-Kóreu] og annarra fávita heldur áfram að skapa þetta hættulega ástand,“ sagði Kim í yfirlýsingu sem birt var í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu. Hún sakaði nágranna sína í suðri um að vera lítið annan að hliðhollur hundur Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Yonahap, fréttaveitu frá Suður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim Yo Jong er harðorð í garð ráðamanna í Suður-Kóreu. Fyrr á þessu ári kallaði hún forseta Suður-Kóreu til að mynda „einfaldan“ og sagði honum að halda kjafti. Í frétt Sky News er haft eftir sameiningarráðherra Suður-Kóreu að orðræða Kim sé ekki við hæfi. Ríkisstjórnin fordæmir barnalegar tilraunir hennar til að hvetja til illdeilna og grafa undan stjórnarkerfi Suður-Kóreu. Mikil spenna ríkir á Kóreuskaganum þar sem ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar á undanförnum vikum. Tilraunirnar hafa bæði snúið að skammdrægum og langdrægum eldflaugum. Þá eru vangaveltur uppi um að til standi að gera tilraun með kjarnorkusprengju á næstunni. Sjá einnig: Segir kjarnorkuárás jafngilda endalokum stjórnartíðar Kim Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum um mögulega afvopnun einræðisríkisins áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Óvænt birting mynda af Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og dóttur hans saman hafa staðfest raunverulega tilvist hennar. Þetta er í fyrsta skipti sem myndir af henni eru birtar opinberlega. 19. nóvember 2022 08:44 Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Geri Suður-Kórea nokkurs konar árás á Norður-Kóreu, verður henni svarað með kjarnorkuvopnum. Þetta sagði Kim Yo Jong, systir einræðisherrans Kim Jong Un, samkvæmt ríkismiðli Norður-Kóreu. 4. apríl 2022 23:43 Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Kim sakar ráðamenn í Suður-Kóreu um að skapa hættulegt ástand á Kóreuskaga en fyrr í vikunni opinberaði utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu að verið væri að skoða að beita Norður-Kóreu frekari refsiaðgerðum. „Ég velti fyrir mér af hverju íbúar Suður-Kóreu sitja hjá þegar ríkisstjórn Yoon Suk Yeol [forseti Suður-Kóreu] og annarra fávita heldur áfram að skapa þetta hættulega ástand,“ sagði Kim í yfirlýsingu sem birt var í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu. Hún sakaði nágranna sína í suðri um að vera lítið annan að hliðhollur hundur Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Yonahap, fréttaveitu frá Suður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kim Yo Jong er harðorð í garð ráðamanna í Suður-Kóreu. Fyrr á þessu ári kallaði hún forseta Suður-Kóreu til að mynda „einfaldan“ og sagði honum að halda kjafti. Í frétt Sky News er haft eftir sameiningarráðherra Suður-Kóreu að orðræða Kim sé ekki við hæfi. Ríkisstjórnin fordæmir barnalegar tilraunir hennar til að hvetja til illdeilna og grafa undan stjórnarkerfi Suður-Kóreu. Mikil spenna ríkir á Kóreuskaganum þar sem ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar á undanförnum vikum. Tilraunirnar hafa bæði snúið að skammdrægum og langdrægum eldflaugum. Þá eru vangaveltur uppi um að til standi að gera tilraun með kjarnorkusprengju á næstunni. Sjá einnig: Segir kjarnorkuárás jafngilda endalokum stjórnartíðar Kim Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum um mögulega afvopnun einræðisríkisins áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Óvænt birting mynda af Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og dóttur hans saman hafa staðfest raunverulega tilvist hennar. Þetta er í fyrsta skipti sem myndir af henni eru birtar opinberlega. 19. nóvember 2022 08:44 Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Geri Suður-Kórea nokkurs konar árás á Norður-Kóreu, verður henni svarað með kjarnorkuvopnum. Þetta sagði Kim Yo Jong, systir einræðisherrans Kim Jong Un, samkvæmt ríkismiðli Norður-Kóreu. 4. apríl 2022 23:43 Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Óvænt birting mynda af Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og dóttur hans saman hafa staðfest raunverulega tilvist hennar. Þetta er í fyrsta skipti sem myndir af henni eru birtar opinberlega. 19. nóvember 2022 08:44
Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Geri Suður-Kórea nokkurs konar árás á Norður-Kóreu, verður henni svarað með kjarnorkuvopnum. Þetta sagði Kim Yo Jong, systir einræðisherrans Kim Jong Un, samkvæmt ríkismiðli Norður-Kóreu. 4. apríl 2022 23:43
Þyngdartap Kim vekur upp spurningar um heilsu hans Nýlegar myndir benda til þess að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi grennst töluvert að undanförnu. Þær hafa vakið miklar vangaveltur um heilsufar leiðtogans. 16. júní 2021 14:32
Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51
Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00