Óttist að einungis áhrifavaldar á nærbuxunum komist áfram í Eurovision Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2022 13:31 Blaðamaður ræddi meðal annars við Kristínu Kristjáns hjá FÁSES og söngvarann Friðrik Ómar um viðbrögð þeirra við breytingum á stigakerfi Eurovision. Friðrik Ómar Hjörleifsson, tónlistarmaður og Eurovision spekingur, segir að breytingar á stigakerfi Eurovision valdi usla hjá fólki. Hann telur þetta þó vera skref í rétta átt. Friðrik Ómar er reynslubolti í Eurovision heiminum en hann fór meðal annars út fyrir Íslands hönd árið 2008 ásamt Regínu Ósk. Saman mynduðu þau Eurobandið og höfnuðu 14. sæti í lokakeppninni með lagið This is my life. Lífið á Vísi greindi frá þessum nýtilkomnu stigabreytingum í gær en þær fela meðal annars í sér að áhorfendur munu einir ráða því hverjir komast áfram í undanúrslitunum og munu dómarar ekki hafa neitt um málið að segja fyrr en á lokakvöldinu. Fólk heima í stofu ekki svo einfalt Á undanúrslitakvöldinu munu dómnefndir landanna þó greiða atkvæði en niðurstöður þeirra verða ekki notaðar nema ef til þess kemur að eitthvað fari úrskeiðis í símaatkvæðagreiðslunni. „Menn óttast mest að þetta komi niður á gæðum laga. Að þetta verði bara áhrifavaldar á nærbuxunum sem komast áfram,“ segir Friðrik í samtali við Vísi og bætir við: „Ég held hins vegar að fólk heima í stofu sé ekki svona einfalt. Það veit alveg hvenær lag er gott og hvenær ekki.“ Þá segir hann að það séu aðallega lagahöfundarnir sem eru ósammála þessu. „Og ekki síst þeir sem taka aldrei þátt í keppninni. Keppnin er að þróast og ég held að þetta sé skref í rétta átt.“ View this post on Instagram A post shared by Eurovision Song Contest (@eurovision) Vill ekki jarða þetta Kristín H. Kristjánsdóttir hjá FÁSES, félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir í samtali við blaðamann að það verði spennandi að sjá hvað breytingarnar leiða af sér. Hún segir viðbrögð hjá fólki vera mikil. „Ég veit ekki hvernig þetta fer. Það gæti farið svo að þessi litlu lönd eins og Ísland, Malta og Austurríki sitji svolítið eftir en að sama skapi gætu lög flogið áfram því skrýtnari sem þau eru. Þetta gæti farið allavega en ég segi að við prófum eitt ár og sjáum hvað gerist. Ég ætla ekkert að jarða þetta, ég vil sjá hvernig þetta útfærist.“ Kristín Kristjánsdóttir, bloggari hjá Wiwibloggs og meðlimur FÁSES. Svíar hafa þurft að treysta á dómaraatkvæðin Twitter logar um þessar mundir af athugasemdum Eurovision aðdáenda sem eru margir hverjir ekki sáttir með ákvörðunina. To all Eurovision fans: Abolishment of the language rule and the orchestra, introduction of a Semi-Final (and then another one), re-introduction of the juries, change in voting presentation, Australia joining... Contest still there, stronger than ever. Have a little faith! — Sietse Bakker (@SietseBakker) November 22, 2022 „Ég sé á Twitter að Sietse Bakker hefur ekki á undan að svara gagnrýni, hann er örugglega kominn í fullt starf,“ segir Kristín og hlær. Hún segir þessa breytingu vera eitthvað sem Svíar hafa viljað gera í mörg ár. EBU: "Yeah, announce the voting changes during the World Cup on a Tuesday. They'll be too busy to care" Eurovision Twitter:pic.twitter.com/WBFbH0EiSK— Adam Robinson (@MrAdamR) November 22, 2022 „Nú er auðvitað Svíinn Martin Österdahl yfir keppninni og þá fara þeir í þetta af fullum krafti.“ Hún bætir við að það verði einfaldlega að sjá hvernig þetta gengur. „Svíar hafa ekki verið að skora mjög hátt í símakosningum til dæmis og dómnefndirnar hafa haldið Svíum inn í keppni undanfarin ár. Ef þeir sitja eftir næsta vor vegna þessara breytinga þá verður þessi kannski breytt aftur, hver veit. Það eru margir með þá kenningu, að Svíar eigi eftir að verða hvað sárastir yfir breytingum sem þeir unnu mikið við að koma i gegn. Þetta verður forvitnilegt en ég vil sjá hvernig og hvort þetta gengur,“ segir Kristín að lokum. Hefur áhyggjur af því að góð lög sitji eftir Inga Auðbjörg Straumland er mikil áhugakona um Eurovision og býr yfir blendnum tilfinningum hvað varðar nýju stigareglurnar. „Ég er spennt fyrir því að heimurinn fái að kjósa, þó það hafi lítið vægi, en ég syrgi dómnefndir. Ég er soddan snobb að ég er yfirleitt meira sammála dómnefndum en lýðræðinu. Dómnefndin er ekki eins ginkeypt fyrir gimmikkum, þannig að ég hef áhyggjur af því að góð lög sitji eftir. Ég er lýðræðissinni úr hófi fram, nema þegar það kemur að Júróvisjón.“ View this post on Instagram A post shared by Inga Straumland (@ingaausa) Hún bætir við að það verði spennandi að fylgjast með framvindu mála í Liverpool næsta vor. „Það verður áhugavert að sjá mynstrin og hvaðan atkvæðin koma. Hvort latín Ameríka kjósi bara Spán og Portúgal og hvernig þetta dreifist.“ Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Meiriháttar breyting á stigakerfi Eurovision Stórar breytingar hafa verið gerðar á stigakerfi Eurovision fyrir keppnina sem fer fram þann 13. maí í Liverpool. Aðeins áhorfendur munu ráða því hverjir komast áfram í undanúrslitunum og munu dómarar ekki hafa neitt um málið að segja fyrr en á lokakvöldinu. 22. nóvember 2022 11:28 Eurovision fer fram í Liverpool á næsta ári Breska borgin Liverpool mun hýsa 67. Eurovision-söngvakeppnina fyrir hönd Úkraínu á næsta ári. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) greindi frá þessu í dag en áður hafði komið fram að valið stæði milli Glasgow og Bítlaborgarinnar. 7. október 2022 20:08 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Friðrik Ómar er reynslubolti í Eurovision heiminum en hann fór meðal annars út fyrir Íslands hönd árið 2008 ásamt Regínu Ósk. Saman mynduðu þau Eurobandið og höfnuðu 14. sæti í lokakeppninni með lagið This is my life. Lífið á Vísi greindi frá þessum nýtilkomnu stigabreytingum í gær en þær fela meðal annars í sér að áhorfendur munu einir ráða því hverjir komast áfram í undanúrslitunum og munu dómarar ekki hafa neitt um málið að segja fyrr en á lokakvöldinu. Fólk heima í stofu ekki svo einfalt Á undanúrslitakvöldinu munu dómnefndir landanna þó greiða atkvæði en niðurstöður þeirra verða ekki notaðar nema ef til þess kemur að eitthvað fari úrskeiðis í símaatkvæðagreiðslunni. „Menn óttast mest að þetta komi niður á gæðum laga. Að þetta verði bara áhrifavaldar á nærbuxunum sem komast áfram,“ segir Friðrik í samtali við Vísi og bætir við: „Ég held hins vegar að fólk heima í stofu sé ekki svona einfalt. Það veit alveg hvenær lag er gott og hvenær ekki.“ Þá segir hann að það séu aðallega lagahöfundarnir sem eru ósammála þessu. „Og ekki síst þeir sem taka aldrei þátt í keppninni. Keppnin er að þróast og ég held að þetta sé skref í rétta átt.“ View this post on Instagram A post shared by Eurovision Song Contest (@eurovision) Vill ekki jarða þetta Kristín H. Kristjánsdóttir hjá FÁSES, félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir í samtali við blaðamann að það verði spennandi að sjá hvað breytingarnar leiða af sér. Hún segir viðbrögð hjá fólki vera mikil. „Ég veit ekki hvernig þetta fer. Það gæti farið svo að þessi litlu lönd eins og Ísland, Malta og Austurríki sitji svolítið eftir en að sama skapi gætu lög flogið áfram því skrýtnari sem þau eru. Þetta gæti farið allavega en ég segi að við prófum eitt ár og sjáum hvað gerist. Ég ætla ekkert að jarða þetta, ég vil sjá hvernig þetta útfærist.“ Kristín Kristjánsdóttir, bloggari hjá Wiwibloggs og meðlimur FÁSES. Svíar hafa þurft að treysta á dómaraatkvæðin Twitter logar um þessar mundir af athugasemdum Eurovision aðdáenda sem eru margir hverjir ekki sáttir með ákvörðunina. To all Eurovision fans: Abolishment of the language rule and the orchestra, introduction of a Semi-Final (and then another one), re-introduction of the juries, change in voting presentation, Australia joining... Contest still there, stronger than ever. Have a little faith! — Sietse Bakker (@SietseBakker) November 22, 2022 „Ég sé á Twitter að Sietse Bakker hefur ekki á undan að svara gagnrýni, hann er örugglega kominn í fullt starf,“ segir Kristín og hlær. Hún segir þessa breytingu vera eitthvað sem Svíar hafa viljað gera í mörg ár. EBU: "Yeah, announce the voting changes during the World Cup on a Tuesday. They'll be too busy to care" Eurovision Twitter:pic.twitter.com/WBFbH0EiSK— Adam Robinson (@MrAdamR) November 22, 2022 „Nú er auðvitað Svíinn Martin Österdahl yfir keppninni og þá fara þeir í þetta af fullum krafti.“ Hún bætir við að það verði einfaldlega að sjá hvernig þetta gengur. „Svíar hafa ekki verið að skora mjög hátt í símakosningum til dæmis og dómnefndirnar hafa haldið Svíum inn í keppni undanfarin ár. Ef þeir sitja eftir næsta vor vegna þessara breytinga þá verður þessi kannski breytt aftur, hver veit. Það eru margir með þá kenningu, að Svíar eigi eftir að verða hvað sárastir yfir breytingum sem þeir unnu mikið við að koma i gegn. Þetta verður forvitnilegt en ég vil sjá hvernig og hvort þetta gengur,“ segir Kristín að lokum. Hefur áhyggjur af því að góð lög sitji eftir Inga Auðbjörg Straumland er mikil áhugakona um Eurovision og býr yfir blendnum tilfinningum hvað varðar nýju stigareglurnar. „Ég er spennt fyrir því að heimurinn fái að kjósa, þó það hafi lítið vægi, en ég syrgi dómnefndir. Ég er soddan snobb að ég er yfirleitt meira sammála dómnefndum en lýðræðinu. Dómnefndin er ekki eins ginkeypt fyrir gimmikkum, þannig að ég hef áhyggjur af því að góð lög sitji eftir. Ég er lýðræðissinni úr hófi fram, nema þegar það kemur að Júróvisjón.“ View this post on Instagram A post shared by Inga Straumland (@ingaausa) Hún bætir við að það verði spennandi að fylgjast með framvindu mála í Liverpool næsta vor. „Það verður áhugavert að sjá mynstrin og hvaðan atkvæðin koma. Hvort latín Ameríka kjósi bara Spán og Portúgal og hvernig þetta dreifist.“
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Meiriháttar breyting á stigakerfi Eurovision Stórar breytingar hafa verið gerðar á stigakerfi Eurovision fyrir keppnina sem fer fram þann 13. maí í Liverpool. Aðeins áhorfendur munu ráða því hverjir komast áfram í undanúrslitunum og munu dómarar ekki hafa neitt um málið að segja fyrr en á lokakvöldinu. 22. nóvember 2022 11:28 Eurovision fer fram í Liverpool á næsta ári Breska borgin Liverpool mun hýsa 67. Eurovision-söngvakeppnina fyrir hönd Úkraínu á næsta ári. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) greindi frá þessu í dag en áður hafði komið fram að valið stæði milli Glasgow og Bítlaborgarinnar. 7. október 2022 20:08 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Meiriháttar breyting á stigakerfi Eurovision Stórar breytingar hafa verið gerðar á stigakerfi Eurovision fyrir keppnina sem fer fram þann 13. maí í Liverpool. Aðeins áhorfendur munu ráða því hverjir komast áfram í undanúrslitunum og munu dómarar ekki hafa neitt um málið að segja fyrr en á lokakvöldinu. 22. nóvember 2022 11:28
Eurovision fer fram í Liverpool á næsta ári Breska borgin Liverpool mun hýsa 67. Eurovision-söngvakeppnina fyrir hönd Úkraínu á næsta ári. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) greindi frá þessu í dag en áður hafði komið fram að valið stæði milli Glasgow og Bítlaborgarinnar. 7. október 2022 20:08