Ótrúlega flott röðun á heyrúllum á bænum Bjarnanesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. nóvember 2022 22:00 Heyrúllurnar á Bjarnanesi, sem er svona listavel raðað upp af Eyjólfi bónda á bænum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það getur verið heilmikil kúnst að raða heyrúllum heim við bæi hjá bændum svo sómi sé af. Bóndinn á bænum Bjarnanesi rétt við Höfn í Hornafirði kann réttu handabrögðin við röðun rúlla því hann hefur raðað rúllunum sínum fimmtán hundruð við fjárhúsið af miklum myndarskap með dráttarvél. Á bænum Bjarnanesi eru þau Sigrún Harpa Baldursdóttir og Eyjólfur Kristjónsson með um 900 fjár. Það þarf mikið hey í allar kindurnar og því er planið við fjárhúsið fullt af heyrúllum. Heyrúllurnar eru keyrðar inn í sérstaka matara og fara þaðan í sérstakan vagn, sem fénu er gefið úr. Bærinn er staðsettur við þjóðveg eitt og þeir, sem fara þar um komast ekki hjá því að sjá hvað heyrúllunum er raðað snyrtilega upp, allar í hvítu plasti og sóma sér vel við bæinn. Eyjólfur bóndi á heiðurinn af því. „Hann er bara svo nákvæmur karlinn, það er allt svona, sem gerir. Mér finnst mikilvægt að rúllunum sé vel raðað því það er ekki bara það að þetta lítur betur út, heldur er þetta líka ásýndin út á við. Það er búið að sýna sig, allavega upp á síðkastið að ásýnd bænda þarf líka að vera svolítið jákvæð,” segir Sigrún Harpa. Það er unun að fylgjast með Eyjólfi raða rúllunum upp á dráttarvél, allt eftir kúnstarinnar reglum. „Mér var kennt það að það, sem ég reyndi að gera ætti ég að gera vel. Ég reyni alltaf að gera alla hluti sæmilega vel,” segir Eyjólfur. Og þetta er rosalega flott hjá þér? „Já, þakka þér fyrir það. Svona er þetta bara og svona hefur þetta bara verð hjá okkur og við viljum hafa þetta svona. Okkur finnst ekkert prýði af því að sjá rúllur við bæi eins og þeim hafi verið sturtað af bíl. Þetta tekur ekkert meiri tíma þó maður reyni aðeins að vanda sig,” bætir Eyjólfur við. Eyjólfur segist stundum vera beðin um að raða upp rúllum við aðra bæi en heima hjá sér og að hann hafi bara gaman af því. En væri ekki ástæða til að efna til röðunarheyrúllukeppni á meðal bænda til gamans? „Jú, jú, það væri allt í lagi í góðu tómi. Það eru rúningskeppnir og það eru allskonar keppnir, það má alveg eins raða rúllum,” segir Eyjólfur og skellihlær. Eyjólfur og Sigrún Harpa, sauðfjárbændur á Bjarnanesi, ásamt Þorsteini Sigurjónssyni, sem býr líka á staðnum en hann verður 83 ára eftir nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Á bænum Bjarnanesi eru þau Sigrún Harpa Baldursdóttir og Eyjólfur Kristjónsson með um 900 fjár. Það þarf mikið hey í allar kindurnar og því er planið við fjárhúsið fullt af heyrúllum. Heyrúllurnar eru keyrðar inn í sérstaka matara og fara þaðan í sérstakan vagn, sem fénu er gefið úr. Bærinn er staðsettur við þjóðveg eitt og þeir, sem fara þar um komast ekki hjá því að sjá hvað heyrúllunum er raðað snyrtilega upp, allar í hvítu plasti og sóma sér vel við bæinn. Eyjólfur bóndi á heiðurinn af því. „Hann er bara svo nákvæmur karlinn, það er allt svona, sem gerir. Mér finnst mikilvægt að rúllunum sé vel raðað því það er ekki bara það að þetta lítur betur út, heldur er þetta líka ásýndin út á við. Það er búið að sýna sig, allavega upp á síðkastið að ásýnd bænda þarf líka að vera svolítið jákvæð,” segir Sigrún Harpa. Það er unun að fylgjast með Eyjólfi raða rúllunum upp á dráttarvél, allt eftir kúnstarinnar reglum. „Mér var kennt það að það, sem ég reyndi að gera ætti ég að gera vel. Ég reyni alltaf að gera alla hluti sæmilega vel,” segir Eyjólfur. Og þetta er rosalega flott hjá þér? „Já, þakka þér fyrir það. Svona er þetta bara og svona hefur þetta bara verð hjá okkur og við viljum hafa þetta svona. Okkur finnst ekkert prýði af því að sjá rúllur við bæi eins og þeim hafi verið sturtað af bíl. Þetta tekur ekkert meiri tíma þó maður reyni aðeins að vanda sig,” bætir Eyjólfur við. Eyjólfur segist stundum vera beðin um að raða upp rúllum við aðra bæi en heima hjá sér og að hann hafi bara gaman af því. En væri ekki ástæða til að efna til röðunarheyrúllukeppni á meðal bænda til gamans? „Jú, jú, það væri allt í lagi í góðu tómi. Það eru rúningskeppnir og það eru allskonar keppnir, það má alveg eins raða rúllum,” segir Eyjólfur og skellihlær. Eyjólfur og Sigrún Harpa, sauðfjárbændur á Bjarnanesi, ásamt Þorsteini Sigurjónssyni, sem býr líka á staðnum en hann verður 83 ára eftir nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarfélagið Hornafjörður Landbúnaður Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira