María sagði frá möntru pabba „kóngs“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2022 13:00 María Þórisdóttir bjó til þessa skemmtilegu mynd af sér og pabba sínum og birti á Instagram eftir að Þórir Hergeirsson vann enn eitt stórmótið í gær. @mariathorisdottir Knattspyrnukonan María Þórisdóttir er skiljanlega stolt af pabba sínum, Þóri Hergeirssyni, sem orðinn er sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar. Þórir stýrði Noregi til sigurs á EM kvenna í handbolta, þar sem liðið vann Danmörku í úrslitaleik í gær, og hefur þar með unnið flest gullverðlaun allra þjálfara á stórmótum í handbolta. Í úrslitaleiknum í gær skoraði Danmörk fyrstu tvö mörkin og komst tvívegis fimm mörkum yfir í fyrri hálfleiknum, en staðan var 15-12 að honum loknum. Áfram hélt Danmörk frumkvæðinu þar til að um sjö mínútur voru eftir að Noregur komst yfir í fyrsta sinn, 24-23. Leikurinn endaði svo 27-25. „Það gildir að vera yfir þegar leiknum lýkur.“ – tilvitnun sem pabbi hefur innprentað í hausinn á mér. Þú ert kóngur,“ skrifaði María á Twitter, og vísaði til þess hvernig úrslitaleikurinn þróaðist. «Gjelder å lede når kampen er slutt» - sitat Pabbi har printa i hodet mitt. Du er Konge — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) November 20, 2022 María er fædd í Noregi, sumarið 1993, og er dóttir Þóris og hinnar norsku Kirsten Gaard. Hún er því ekki öðru vön en að pabbi hennar vinni til verðlauna í desember ár hvert en Þórir var aðstoðarþjálfari norska landsliðsins frá árinu 2001, þegar María var átta ára, og þar til að hann varð aðalþjálfari árið 2009. María spilaði sjálf bæði handbolta og fótbolta upp í meistaraflokk en valdi svo frekar fótboltann og er í dag leikmaður norska landsliðsins og Manchester United, eftir að hafa tvívegis orðið Englandsmeistari með Chelsea. Þórir Hergeirsson glaðbeittur með Evrópumeisturunum sínum.EPA-EFE/ANTONIO BAT EM kvenna í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Þórir stýrði Noregi til sigurs á EM kvenna í handbolta, þar sem liðið vann Danmörku í úrslitaleik í gær, og hefur þar með unnið flest gullverðlaun allra þjálfara á stórmótum í handbolta. Í úrslitaleiknum í gær skoraði Danmörk fyrstu tvö mörkin og komst tvívegis fimm mörkum yfir í fyrri hálfleiknum, en staðan var 15-12 að honum loknum. Áfram hélt Danmörk frumkvæðinu þar til að um sjö mínútur voru eftir að Noregur komst yfir í fyrsta sinn, 24-23. Leikurinn endaði svo 27-25. „Það gildir að vera yfir þegar leiknum lýkur.“ – tilvitnun sem pabbi hefur innprentað í hausinn á mér. Þú ert kóngur,“ skrifaði María á Twitter, og vísaði til þess hvernig úrslitaleikurinn þróaðist. «Gjelder å lede når kampen er slutt» - sitat Pabbi har printa i hodet mitt. Du er Konge — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) November 20, 2022 María er fædd í Noregi, sumarið 1993, og er dóttir Þóris og hinnar norsku Kirsten Gaard. Hún er því ekki öðru vön en að pabbi hennar vinni til verðlauna í desember ár hvert en Þórir var aðstoðarþjálfari norska landsliðsins frá árinu 2001, þegar María var átta ára, og þar til að hann varð aðalþjálfari árið 2009. María spilaði sjálf bæði handbolta og fótbolta upp í meistaraflokk en valdi svo frekar fótboltann og er í dag leikmaður norska landsliðsins og Manchester United, eftir að hafa tvívegis orðið Englandsmeistari með Chelsea. Þórir Hergeirsson glaðbeittur með Evrópumeisturunum sínum.EPA-EFE/ANTONIO BAT
EM kvenna í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira