Eru allar tær eins? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. nóvember 2022 22:01 Mjög mikilvægt er að hugsa vel um tærnar hjá sér en nemendur hjá Keili læra það meðal annars, sem eru í námi í fótaaðgerðafræði í skólanum. Margir þeirra opna stofu eftir námið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fótaaðgerðafræði er vinsælt nám hjá Keili á Keflavíkurflugvelli en nú eru þar 24 nemendur í því námi, 23 konur og 1 karl. Að fjarlægja líkþorn og vörtur er eitt af fjölmörgum verkefnum nemenda í verklegum tímum. Ein af fjölbreyttum námsleiðum Keilis er nám í fótaaðgerðafræði, sem hefur heppnast mjög vel og verið mikil aðsókn í. Mjög góð aðstaða er í skólanum til verklegra kennslu þar sem nemendur fá leiðsögn frá kennurum sínum um ýmis verkefni fótaaðgerðafræðinnar. „Þetta náttúrulega snýst um heilbrigði fóta að mestu, að fólk sé með góðar fætur. Við erum mikið með sykursýkisjúklinga og meðhöndlum þá og svo erum við náttúrulega að taka líka líkþorn og vörtur og annað slíkt til að létta á fótum fólks ef það finnur til,“ segir Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Námið er eitt og hálft ár, eða þrjár annir, bóklegt og verklegt. „Það er farið mjög djúpt í anatómíuna á öllum sviðum á fótum og öðrum. Svo er það verkefnavinnan og náttúrulega er þetta opin stofa fyrir þá, sem eru lengra komnir,“ segir Freydís enn fremur. Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er að hugsa vel um fæturna og tærnar sínar? „Bara algjörlega mikilvægt. Við erum náttúrulega með þessar fætur okkar, fæðumst með þær og þurfum að ganga þeim, sem eftir er. Þær halda okkur bara uppi og mjög mikilvægt að við séum með góða og heilbrigða fætur.“ Einn karlmaður er í náminu í Keili en það er lítið, sem ekkert um það að karlmenn læri fagið. Af hvað kom til að hann skellti sér í námið? „Þetta er bara áhugavert nám aðallega. Ég er að krukka í tám alla daga, það er mjög skemmtilegt. Ég held að ég sé eini hérna núna á Íslandi að læra fagið, ég er svona frumkvöðull og vonandi koma bara fleiri karlar á eftir,“ segir Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Eru allar tær eins? „Nei,nei, þær eru mjög mismunandi. Ég á mér uppáhalds tá en það er stóra táin,“ segir Sigurður Óskar hlægjandi og alsæll í náminu. Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ein af fjölbreyttum námsleiðum Keilis er nám í fótaaðgerðafræði, sem hefur heppnast mjög vel og verið mikil aðsókn í. Mjög góð aðstaða er í skólanum til verklegra kennslu þar sem nemendur fá leiðsögn frá kennurum sínum um ýmis verkefni fótaaðgerðafræðinnar. „Þetta náttúrulega snýst um heilbrigði fóta að mestu, að fólk sé með góðar fætur. Við erum mikið með sykursýkisjúklinga og meðhöndlum þá og svo erum við náttúrulega að taka líka líkþorn og vörtur og annað slíkt til að létta á fótum fólks ef það finnur til,“ segir Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Námið er eitt og hálft ár, eða þrjár annir, bóklegt og verklegt. „Það er farið mjög djúpt í anatómíuna á öllum sviðum á fótum og öðrum. Svo er það verkefnavinnan og náttúrulega er þetta opin stofa fyrir þá, sem eru lengra komnir,“ segir Freydís enn fremur. Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er að hugsa vel um fæturna og tærnar sínar? „Bara algjörlega mikilvægt. Við erum náttúrulega með þessar fætur okkar, fæðumst með þær og þurfum að ganga þeim, sem eftir er. Þær halda okkur bara uppi og mjög mikilvægt að við séum með góða og heilbrigða fætur.“ Einn karlmaður er í náminu í Keili en það er lítið, sem ekkert um það að karlmenn læri fagið. Af hvað kom til að hann skellti sér í námið? „Þetta er bara áhugavert nám aðallega. Ég er að krukka í tám alla daga, það er mjög skemmtilegt. Ég held að ég sé eini hérna núna á Íslandi að læra fagið, ég er svona frumkvöðull og vonandi koma bara fleiri karlar á eftir,“ segir Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Eru allar tær eins? „Nei,nei, þær eru mjög mismunandi. Ég á mér uppáhalds tá en það er stóra táin,“ segir Sigurður Óskar hlægjandi og alsæll í náminu. Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira