Myndavélar í sjálfsafgreiðslukössum sporna gegn þjófnaði Bjarki Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2022 11:46 Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni. Vísir Maður var gómaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi við að skanna strikamerki ódýrari vara en hann ætlaði sér að kaupa í sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þetta var í fertugasta og sjötta skiptið sem maðurinn er gripinn við þá iðju. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að þrátt fyrir nokkra svarta sauði sem stunda þetta sé það ekki algengt. Sjálfsafgreiðslukassarnir eru með ákveðnar leiðir til að stöðva þjófana. Maður var á sjöunda tímanum í gærkvöldi gripinn við að skanna aðrar vörur en hann ætlaði sér að kaupa. Hann tók ódýrar vörur og skannaði þær við kassann en reyndi að ganga út með vörur sem kostuðu töluvert meira. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að flestir fari eftir settum reglum við kassana en þrátt fyrir það séu alltaf ákveðnir svartir sauðir sem reyna að komast upp með þetta. „Við búum í þannig umhverfi við verslunarmenn að við erum alltaf með einhverja svarta sauði sem eru aðeins að prófa kerfin og láta reyna á þau. Sjálfsafgreiðslan er þannig lagað ný tækni á Íslandi. Svörtu sauðirnir prófa kerfin og tekst kannski í nokkur skipti. En á endanum erum við með öflug eftirlitskerfi og erum frekar fljót að taka eftir þessu,“ segir Sigurður. Búnaður sem greinir vörurnar Kassarnir eru með búnaði sem á að koma í veg fyrir að slíkur þjófnaður eigi sér stað. Til dæmis eru myndavélar inni í kassanum sem geta greint hver varan er. Sé gulur ávöxtur settur á vigtina veit kassinn að líklegast sé um að ræða sítrónu, gult epli eða annað slíkt. „Hann er kominn með myndavélar sem þekkja hluti og taka upp hluti sem settir er á kassann. Svo eru ýmisleg önnur kerfi í kringum þetta sem hjálpa okkur að taka eftir því ef eitthvað er skrítið. Við erum frekar fljót að uppgötva alla misnotkun,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir örfá dæmi um þjófnað hafa sjálfsafgreiðslukassarnir þó reynst vel. „Það er verið að stytta tímann fyrir viðskiptavini og til þess að láta allt ganga greiðlega fyrir sig. Við náum að fylgjast með öllum athugasemdum sem fram koma á kössunum og erum að bregðast hratt við að laga það,“ segir Sigurður Verslun Lögreglumál Tækni Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Maður var á sjöunda tímanum í gærkvöldi gripinn við að skanna aðrar vörur en hann ætlaði sér að kaupa. Hann tók ódýrar vörur og skannaði þær við kassann en reyndi að ganga út með vörur sem kostuðu töluvert meira. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að flestir fari eftir settum reglum við kassana en þrátt fyrir það séu alltaf ákveðnir svartir sauðir sem reyna að komast upp með þetta. „Við búum í þannig umhverfi við verslunarmenn að við erum alltaf með einhverja svarta sauði sem eru aðeins að prófa kerfin og láta reyna á þau. Sjálfsafgreiðslan er þannig lagað ný tækni á Íslandi. Svörtu sauðirnir prófa kerfin og tekst kannski í nokkur skipti. En á endanum erum við með öflug eftirlitskerfi og erum frekar fljót að taka eftir þessu,“ segir Sigurður. Búnaður sem greinir vörurnar Kassarnir eru með búnaði sem á að koma í veg fyrir að slíkur þjófnaður eigi sér stað. Til dæmis eru myndavélar inni í kassanum sem geta greint hver varan er. Sé gulur ávöxtur settur á vigtina veit kassinn að líklegast sé um að ræða sítrónu, gult epli eða annað slíkt. „Hann er kominn með myndavélar sem þekkja hluti og taka upp hluti sem settir er á kassann. Svo eru ýmisleg önnur kerfi í kringum þetta sem hjálpa okkur að taka eftir því ef eitthvað er skrítið. Við erum frekar fljót að uppgötva alla misnotkun,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir örfá dæmi um þjófnað hafa sjálfsafgreiðslukassarnir þó reynst vel. „Það er verið að stytta tímann fyrir viðskiptavini og til þess að láta allt ganga greiðlega fyrir sig. Við náum að fylgjast með öllum athugasemdum sem fram koma á kössunum og erum að bregðast hratt við að laga það,“ segir Sigurður
Verslun Lögreglumál Tækni Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira