Sóun er dottin úr tísku! Hugrún Geirsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 08:01 Á bak við hverja flík býr einhver saga, ekki einungis sagan af því hvernig hún varð til heldur einnig sagan sem eigandi hennar þræðir með því að klæðast henni og hirða um hana. Stundum kemur að sögulokum hjá eiganda og flík en þá er mikilvægt að þau séu farsæl og að eigandi gefi henni tækifæri til að bæta við sig kafla eða jafnvel heilli framhaldssögu þar sem hún fær nýtt upphaf með nýjum eiganda. Evrópska Nýtnivikan stendur yfir frá 19. til 27. nóvember. Þemað þetta árið er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er dottin úr tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu máli að draga úr sóun og auka líftíma textíls. Í Nýtnivikunni er tilvalið að huga að þeim flíkum og skóm sem eru að nálgast sögulok í fataskápnum. Ertu til í að enduruppgötva samband þitt við flíkina og deila áfram með henni sögusviði? Eða gefa henni kost á hlutverki í sögu annars fólks? Ein leiðin að nýju upphafi fyrir flíkina þína er að koma henni á fataskiptimarkað. Vinnustaðir geta átt frumkvæðið að því að setja upp slíkan markað þar sem hægt er að skiptast á flíkum, skóm, skarti eða öðru sem „skapar manninn“ samkvæmt popplaginu góða. Leikreglur fataskiptimarkaðar eru einfaldar: mætum með hreinar og heillegar flíkur, höldum skiptimarkaðnum snyrtilegum, tökum það sem okkur líst vel á og það sem fær ekki nýtt upphaf rennur til góðgerðarsamtaka. Fataskiptimarkaðir stuðla ekki einungis að umhverfisvænni neyslu heldur lífga þeir einnig upp á daginn og eru auðveld leið til að vekja fólk til umhugsunar um sóun og óþarfa neyslu. Stemning getur orðið gríðarleg á vinnustöðum sem hafa staðið fyrir fataskiptimörkuðum og eru dæmi um að starfsmenn hafa mætt í einu dressi en verið komnir í annað, sem þeir hafa kippt af markaðnum, eftir hádegi – með tilheyrandi gleði, ánægju og lágmarks tilkostnaði. Þó það sé mikilvægt að við hugum að því hvernig við gefum flíkum tækifæri á framhaldslífi, þá þurfum við einnig að horfa til þess hvernig við getum minnkað fataneyslu almennt og dregið úr líkunum á því að hver flík eigi bara heima í örsögu. Munum að umhverfisvænasta flíkin er sú sem þú keyptir ekki eða sú sem þú átt nú þegar inni í skáp Eða eins og tísku- og pönkdrottningin Vivienne Westwood sagði, „Keyptu minna, veldu vel og láttu það endast“. Við viljum að sögur hafi gott upphaf, viðburðaríka miðju og farsælan endi – þannig viljum við líka sjá söguþráð fatanna okkar – að vandað sé til verka við hönnun og saumaskap, að þær verði notaðar við mörg og fjölbreytt tilefni og að þegar einn eigandi skilur við hana taki annar við og spinni nýjan þráð við sögu hennar. Nýttu Nýtnivikuna, taktu þátt í fataskiptimarkaði og sýndu að sóun er dottin úr tísku! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tíska og hönnun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á bak við hverja flík býr einhver saga, ekki einungis sagan af því hvernig hún varð til heldur einnig sagan sem eigandi hennar þræðir með því að klæðast henni og hirða um hana. Stundum kemur að sögulokum hjá eiganda og flík en þá er mikilvægt að þau séu farsæl og að eigandi gefi henni tækifæri til að bæta við sig kafla eða jafnvel heilli framhaldssögu þar sem hún fær nýtt upphaf með nýjum eiganda. Evrópska Nýtnivikan stendur yfir frá 19. til 27. nóvember. Þemað þetta árið er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er dottin úr tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu máli að draga úr sóun og auka líftíma textíls. Í Nýtnivikunni er tilvalið að huga að þeim flíkum og skóm sem eru að nálgast sögulok í fataskápnum. Ertu til í að enduruppgötva samband þitt við flíkina og deila áfram með henni sögusviði? Eða gefa henni kost á hlutverki í sögu annars fólks? Ein leiðin að nýju upphafi fyrir flíkina þína er að koma henni á fataskiptimarkað. Vinnustaðir geta átt frumkvæðið að því að setja upp slíkan markað þar sem hægt er að skiptast á flíkum, skóm, skarti eða öðru sem „skapar manninn“ samkvæmt popplaginu góða. Leikreglur fataskiptimarkaðar eru einfaldar: mætum með hreinar og heillegar flíkur, höldum skiptimarkaðnum snyrtilegum, tökum það sem okkur líst vel á og það sem fær ekki nýtt upphaf rennur til góðgerðarsamtaka. Fataskiptimarkaðir stuðla ekki einungis að umhverfisvænni neyslu heldur lífga þeir einnig upp á daginn og eru auðveld leið til að vekja fólk til umhugsunar um sóun og óþarfa neyslu. Stemning getur orðið gríðarleg á vinnustöðum sem hafa staðið fyrir fataskiptimörkuðum og eru dæmi um að starfsmenn hafa mætt í einu dressi en verið komnir í annað, sem þeir hafa kippt af markaðnum, eftir hádegi – með tilheyrandi gleði, ánægju og lágmarks tilkostnaði. Þó það sé mikilvægt að við hugum að því hvernig við gefum flíkum tækifæri á framhaldslífi, þá þurfum við einnig að horfa til þess hvernig við getum minnkað fataneyslu almennt og dregið úr líkunum á því að hver flík eigi bara heima í örsögu. Munum að umhverfisvænasta flíkin er sú sem þú keyptir ekki eða sú sem þú átt nú þegar inni í skáp Eða eins og tísku- og pönkdrottningin Vivienne Westwood sagði, „Keyptu minna, veldu vel og láttu það endast“. Við viljum að sögur hafi gott upphaf, viðburðaríka miðju og farsælan endi – þannig viljum við líka sjá söguþráð fatanna okkar – að vandað sé til verka við hönnun og saumaskap, að þær verði notaðar við mörg og fjölbreytt tilefni og að þegar einn eigandi skilur við hana taki annar við og spinni nýjan þráð við sögu hennar. Nýttu Nýtnivikuna, taktu þátt í fataskiptimarkaði og sýndu að sóun er dottin úr tísku! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun