Hvernig Hjálpartækjabankinn varð að Eirbergi Eirberg 18. nóvember 2022 13:00 Jólahandbók Eirbergs er full af skemmtilegum hugmyndum fyrir jólin enda er af mörgu að taka. Verslunin Eirberg er mörgum kunn en það sem ekki margir vita er að grunnur fyrirtækisins er gamli góði Hjálpartækjabankinn sem þjónustaði almenning á áttunda og níunda áratuginum með úrval vara sem bættu heilsu og vellíðan fólks. Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs bauð okkur í heimsókn en Eirberg er fjölskyldufyrirtæki í húð og hár. Faðir hans, Agnar Johnson, stofnaði fyrirtækið árið 2000 þegar Heilbrigðisvörudeild ÓJ&K og Hjálpartækjabanki Össurar runnu saman í eitt fyrirtæki undir nýju nafni Eirberg. Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs. Nafnið var ekki valið út í loftið. Eirberg er samsett orð úr norrænni goðafræði en þar segir frá lækningagyðjunni Eir sem var ein af meyjum Menglaðar. Menglöð, sú hin sólbjarta, hefst við á Lyfjabergi með meyjum sínum þar sem sárir og sjúkir fengu lækningu meina sinna. Eir er hjálpin í neyð og heitið á hana til lækninga - sú sem eirir eða hlífir. Fyrirtækið hefur alla tíð haft sterkar rætur í heilsueflingu og bættum lífsgæðum og þegar litið er inn í verslun Eirbergs á Stórhöfða er ljóst að hér ekki um neina venjulega verslun að ræða. „Viðskiptavinahópur okkar hefur stækkað jafnt og þétt í takt við aukna heilsuvitund og meira vöruúrval. Í spjalli við viðskiptavini fáum við iðulega ábendingar um góðar vörur og hefur vöruval okkar síðustu 22 ár því þróast mikið samhliða óskum okkar viðskiptavina." „Við reynum eftir bestu getu að hlusta og spyrja spurninga og finna í sameiningu leiðir sem gera viðskiptavininum kleift að njóta sín og eigin heilsu. Hvort sem það er að finna góða hlaupaskó, dagljósavekjaraklukkur til að bæta svefn, umhverfisvænan útivistarfatnað, stuðningshlíf eða hægindastól sem hjálpar þér á fætur," segir Kristinn. „Í dag rekur Eirberg tvær verslanir á Stórhöfða og í Kringlunni þar sem við leggjum áherslu á vörur sem auðvelda hreyfingu og útivist og auðga jafnframt daglegt líf. Vefverslun okkar eirberg.is býður auk þess fría heimsendingu á flestum vörum," segir Kristinn. Jólahandbókin sem gleður Ár hvert gefur Eirberg út jólahandbók sem er dreift er inn á flest heimili landsins. Hjá mörgum er það ómissandi hluti jólaundirbúningsins að fletta gegnum handbókina í rólegheitum og velja fallegar gjafir handa ástvinum. „Við finnum að fólk gefur í auknum mæli fjölskyldum sínum og vinum heilsusamlegar og nytsamlegar gjafir og hafa jólin undanfarin ár skipað stóran sess hjá okkur í fyrirtækinu enda ekkert jafn skemmtilegt í vinnunni en að geta aðstoðað fólk við að finna góðar gjafir fyrir sína nánustu. Okkur þykir alltaf gaman að sjá þegar tvær eða þrjár kynslóðir koma saman til okkar í kaupleiðangur," segir Kristinn og bætir við að einstakt andrúmsloft skapist í verslunum Eirbergs á aðventunni. „Við erum heppin að vera með frábært starfsfólk með okkur í þessu en teymið er mjög samheldið og hjálpumst við öll að þegar mikið er um að vera eins um jólin. Við erum fjölskyldufyrirtæki og skiljum mikilvægi þess að geta notið hátíðanna í faðmi fjölskyldunnar, þess vegna höfum við undanfarin ár verið með skilafrest á jólagjöfum í lok febrúar. Það ætti því að vera auðvelt að finna góðar gjafir fyrir fjölskylduna í ró og næði og minnkað stressið í kringum jólin.“ Dæmi um vinsælar jólagjafir Tufte bambus náttföt Silkimjúk og þægileg náttföt úr umhverfivottuðum bambus og lífrænni bómull. Náttfötin eru hlý og vegna einstakra efniseiginleika bambus anda þau vel. Náttfötin koma í fallegri margnota renndri snyrtitösku sem unnin er úr endurunninni bómull. Warmbat inniskór Warmbat hefur framleitt inniskó úr ástralskri merino-ull síðan 1969 og lengi þótt bera af í þægindum og gæðum. Fóðrið í skónum er búið til úr 100% merino-ull sem er bæði hlý og mjúk. Ytra byrði er úr vönduðu rúskinni og leðri. Fullkomin við bót við sunnudagsmorgna. Herða- og hálsnudd með infrarauðum hita Tveir stórir nuddhausar með þreföldum þrýstipunktum og infrarauðum hita ráðst á alla bólguhnúta, vöðvaspennu og eymsli. Skilur eftir mjúkar og afslappaðar herðar og axlir. Shakti nálastungudýnan Shaki nálastungudýnurnar örva blóðflæði á sama tíma og þær veita þrýstipunktanudd og örva losun endorfín vellíðunarhormóna. Mikilvægustu áhrif endorfína er að þau virðast koma í veg fyrir sársaukaboð til heilans, eru verkjastillandi og veita vellíðan. Tufte bambull útivistarfatnaður Einstök blanda af bambus og merinoull. Innra lagið er úr umhverfisvottuðum bambus sem er ótrúlega mjúkur og dregur í sig raka, andar vel og hamlar bakteríuvexti sem veldur ólykt í fatnaði. Ytra lagið er úr mjúkri merino ull sem heldur vel hita. Lumie dagljósavekjaraklukkur Lumie vekjaraklukkurnar líkja eftir náttúrlegri sólarupprás og auka ljósmagnið smátt og smátt. Ljósið gefur líkamanum merki um að draga úr framleiðslu svefnhormóna og auka framleiðslu hormóna sem hjálpa þér að vakna. Henta einstaklega vel í skammdeginu á Íslandi og styðja við eðlilega dægursveiflu. Mediflow vatnskoddar Klínískar rannsóknir sýna að Medflow heilsukoddinn er einn besti koddi á markaðnum til að minnka verki í hálsi og auka svefngæði. Efsta lagið er úr mjúkum trefjum, þrýstijöfnunarsvampi eða dúni. Þar fyrir innan er vatnspúði sem fylltur er með mismiklu vatni til að stilla hæfinlegan stuðning fyrir hvern og einn. Infrarauðar djúphitadýnur Áhrifarík djúphitameðferð með infrarauðum geislum sem fara allt að 8 cm inn í líkamann. Infrarauður hiti er ólíkur hita sem hefðbundnir hitagjafar gefa frá sér að því leiti að infraruð geislun hefur bein áhrif djúpt inn í líkamann og getur dregið úr verkjum í liðum og vöðvum minnkað vöðvaspennu og bólgur í líkamanum. Jól Jólagjafir fyrirtækja Heilsa Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs bauð okkur í heimsókn en Eirberg er fjölskyldufyrirtæki í húð og hár. Faðir hans, Agnar Johnson, stofnaði fyrirtækið árið 2000 þegar Heilbrigðisvörudeild ÓJ&K og Hjálpartækjabanki Össurar runnu saman í eitt fyrirtæki undir nýju nafni Eirberg. Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs. Nafnið var ekki valið út í loftið. Eirberg er samsett orð úr norrænni goðafræði en þar segir frá lækningagyðjunni Eir sem var ein af meyjum Menglaðar. Menglöð, sú hin sólbjarta, hefst við á Lyfjabergi með meyjum sínum þar sem sárir og sjúkir fengu lækningu meina sinna. Eir er hjálpin í neyð og heitið á hana til lækninga - sú sem eirir eða hlífir. Fyrirtækið hefur alla tíð haft sterkar rætur í heilsueflingu og bættum lífsgæðum og þegar litið er inn í verslun Eirbergs á Stórhöfða er ljóst að hér ekki um neina venjulega verslun að ræða. „Viðskiptavinahópur okkar hefur stækkað jafnt og þétt í takt við aukna heilsuvitund og meira vöruúrval. Í spjalli við viðskiptavini fáum við iðulega ábendingar um góðar vörur og hefur vöruval okkar síðustu 22 ár því þróast mikið samhliða óskum okkar viðskiptavina." „Við reynum eftir bestu getu að hlusta og spyrja spurninga og finna í sameiningu leiðir sem gera viðskiptavininum kleift að njóta sín og eigin heilsu. Hvort sem það er að finna góða hlaupaskó, dagljósavekjaraklukkur til að bæta svefn, umhverfisvænan útivistarfatnað, stuðningshlíf eða hægindastól sem hjálpar þér á fætur," segir Kristinn. „Í dag rekur Eirberg tvær verslanir á Stórhöfða og í Kringlunni þar sem við leggjum áherslu á vörur sem auðvelda hreyfingu og útivist og auðga jafnframt daglegt líf. Vefverslun okkar eirberg.is býður auk þess fría heimsendingu á flestum vörum," segir Kristinn. Jólahandbókin sem gleður Ár hvert gefur Eirberg út jólahandbók sem er dreift er inn á flest heimili landsins. Hjá mörgum er það ómissandi hluti jólaundirbúningsins að fletta gegnum handbókina í rólegheitum og velja fallegar gjafir handa ástvinum. „Við finnum að fólk gefur í auknum mæli fjölskyldum sínum og vinum heilsusamlegar og nytsamlegar gjafir og hafa jólin undanfarin ár skipað stóran sess hjá okkur í fyrirtækinu enda ekkert jafn skemmtilegt í vinnunni en að geta aðstoðað fólk við að finna góðar gjafir fyrir sína nánustu. Okkur þykir alltaf gaman að sjá þegar tvær eða þrjár kynslóðir koma saman til okkar í kaupleiðangur," segir Kristinn og bætir við að einstakt andrúmsloft skapist í verslunum Eirbergs á aðventunni. „Við erum heppin að vera með frábært starfsfólk með okkur í þessu en teymið er mjög samheldið og hjálpumst við öll að þegar mikið er um að vera eins um jólin. Við erum fjölskyldufyrirtæki og skiljum mikilvægi þess að geta notið hátíðanna í faðmi fjölskyldunnar, þess vegna höfum við undanfarin ár verið með skilafrest á jólagjöfum í lok febrúar. Það ætti því að vera auðvelt að finna góðar gjafir fyrir fjölskylduna í ró og næði og minnkað stressið í kringum jólin.“ Dæmi um vinsælar jólagjafir Tufte bambus náttföt Silkimjúk og þægileg náttföt úr umhverfivottuðum bambus og lífrænni bómull. Náttfötin eru hlý og vegna einstakra efniseiginleika bambus anda þau vel. Náttfötin koma í fallegri margnota renndri snyrtitösku sem unnin er úr endurunninni bómull. Warmbat inniskór Warmbat hefur framleitt inniskó úr ástralskri merino-ull síðan 1969 og lengi þótt bera af í þægindum og gæðum. Fóðrið í skónum er búið til úr 100% merino-ull sem er bæði hlý og mjúk. Ytra byrði er úr vönduðu rúskinni og leðri. Fullkomin við bót við sunnudagsmorgna. Herða- og hálsnudd með infrarauðum hita Tveir stórir nuddhausar með þreföldum þrýstipunktum og infrarauðum hita ráðst á alla bólguhnúta, vöðvaspennu og eymsli. Skilur eftir mjúkar og afslappaðar herðar og axlir. Shakti nálastungudýnan Shaki nálastungudýnurnar örva blóðflæði á sama tíma og þær veita þrýstipunktanudd og örva losun endorfín vellíðunarhormóna. Mikilvægustu áhrif endorfína er að þau virðast koma í veg fyrir sársaukaboð til heilans, eru verkjastillandi og veita vellíðan. Tufte bambull útivistarfatnaður Einstök blanda af bambus og merinoull. Innra lagið er úr umhverfisvottuðum bambus sem er ótrúlega mjúkur og dregur í sig raka, andar vel og hamlar bakteríuvexti sem veldur ólykt í fatnaði. Ytra lagið er úr mjúkri merino ull sem heldur vel hita. Lumie dagljósavekjaraklukkur Lumie vekjaraklukkurnar líkja eftir náttúrlegri sólarupprás og auka ljósmagnið smátt og smátt. Ljósið gefur líkamanum merki um að draga úr framleiðslu svefnhormóna og auka framleiðslu hormóna sem hjálpa þér að vakna. Henta einstaklega vel í skammdeginu á Íslandi og styðja við eðlilega dægursveiflu. Mediflow vatnskoddar Klínískar rannsóknir sýna að Medflow heilsukoddinn er einn besti koddi á markaðnum til að minnka verki í hálsi og auka svefngæði. Efsta lagið er úr mjúkum trefjum, þrýstijöfnunarsvampi eða dúni. Þar fyrir innan er vatnspúði sem fylltur er með mismiklu vatni til að stilla hæfinlegan stuðning fyrir hvern og einn. Infrarauðar djúphitadýnur Áhrifarík djúphitameðferð með infrarauðum geislum sem fara allt að 8 cm inn í líkamann. Infrarauður hiti er ólíkur hita sem hefðbundnir hitagjafar gefa frá sér að því leiti að infraruð geislun hefur bein áhrif djúpt inn í líkamann og getur dregið úr verkjum í liðum og vöðvum minnkað vöðvaspennu og bólgur í líkamanum.
Jól Jólagjafir fyrirtækja Heilsa Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira