Einföld leið til að stytta vinnuvikuna Tómas Ragnarz skrifar 17. nóvember 2022 09:01 Fram undan eru kjaraviðræður og er ekki annað að sjá en að hart verði tekist á við samningaborðið. Meðal þess sem verður rætt í vetur er tillaga VR um frekari styttingu vinnuvikunnar, þannig að hún verði 32 klukkustundir. Það er virðingarvert markmið enda á lífið að snúast um annað og meira en vinnuna. Fólk á dánarbeðinum sér enda sjaldnast eftir því að hafa ekki unnið meira á lífsleiðinni. Það er því rétt að kroppa aðeins af vinnudeginum – og sumar leiðir til þess eru einfaldari en aðrar. Við sem lifum og störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum ekki farið varhluta af því að umferðin er orðin þung á morgnana og seinni partinn. Bílaraðirnar á álagstímum eru orðnar slíkar að það er óhætt að áætla að ferðin hvora leið muni taka upp undir 30 mínútur, samanlagt heilan klukkutíma á dag. Þessum tíma finnst mér illa varið. Á einum mánuði slagar ferðatíminn, sem við erum að koma okkur til og frá vinnu, upp í rúmlega hálfa vinnuviku. Það sem meira er: þessi ferðatími á vinnustaðinn er hluti af vinnudeginum. Ef við þyrftum ekki að koma okkur á vinnustaðinn þá myndum við verja þessum tíma með öðrum hætti og því er þessi langi ferðatími órjúfanlegur hluti vinnudagsins. Fyrir vikið er hann allt að klukkustund lengri en vinnuskylda fólks kveður á um. Engin þörf á milljarða útgjöldum Með því að stytta þennan ferðatíma myndum við stytta vinnuvikuna með nokkuð einföldum hætti. En hvað er til ráða? Ráðast í milljarða framkvæmdir á vegum til að leysa umferðarhnúta sem myndast tvisvar á sólarhring? Setja milljarða í að auðvelda fólki að velja sér aðra ferðamáta en bílinn? Þétta byggðina enn frekar? Þessar leiðir eru dýrar, hafa sína kosti og galla og gætu tekið langan tíma að komast til framkvæmda. Það er hins vegar til einfaldari og ódýrari leið til að stytta ferðatíma fólk á vinnustaðinn: Að mæta hreinlega ekki á vinnustaðinn. Faraldurinn kippti okkur inn í framtíðina á mettíma og þessi framtíð er sveigjanleg. Fólk sem þarf ekki að mæta á vinnustaðinn ætti að hafa frelsið til að starfa þar sem það sjálft vill. Ef starfsmenn vinna betur heima hjá sér, á kaffihúsum eða bókasöfnum þá ættu þeir að fá að gera það. Aukið frelsi til að vinna í nærumhverfi sínu mun draga stórlega úr þörfinni á að yfirgefa það – sem fækkar ferðum, styttir ferðatíma og dregur úr umferð. Þess vegna stefnum við Regus á það að opna góða fjarvinnuaðstöðu í öllum hverfum borgarinnar og að innan fárra ára verði hægt að nálgast slíka aðstöðu um land allt. Þar sem hópar starfsfólks geta fundað eftir hentisemi og vinnustaðir leigt eftir þörfum. Þannig geti fólk stundað sína vinnu í nærumhverfinu, sparað ferðatíma og lengt samverustundir með fjölskyldunni. Auk þess þyrftu fyrirtæki síður að reka eigið húsnæði með tilheyrandi kostnaði heldur gætu þau leigt aðstöðu eftir þörfum og hvernig gengur í rekstrinum hverju sinni. Ég er þeirrar skoðunar að þessi sveigjanleiki eigi að vera eitt af þeim atriðum sem verða rædd við kjarasamningaborðið í vetur, eins og ég kom inn á í samtali við Reykjavík síðdegis í vor. Allar greinar græða Auðitað hentar þessi lausn ekki öllum, sumt fólk þarf einfaldlega að mæta á vinnustaðinn svo að reksturinn gangi. En ef að þau sem geta unnið heima hjá sér eða á fjarvinnustöðvum í nærumhverfi sínu myndu gera það, í stað þess að gera sér ferð á skrifstofuna, þá myndi það létta umferðina fyrir öll þau sem geta það ekki. Fyrir vikið styttist ferðatíminn hjá öllum og vinnuvikan með. Þar fyrir utan eru styttri og færri ferðalög gríðarlega umhverfisvæn. Minni útblástur, minna slit á vegum, minna svifryk og minni eldsneytiskaup sem skila sér í heilnæmara umhverfi fyrir okkur öll. Allt leiðir þetta til minni viðhaldsþarfar á innviðum og auðvelt er að færa rök fyrir því að minni mengun létti álagi af heilbrigðiskerfinu. Því ætti hið opinbera að fara fram með góðu fordæmi og auðvelda öllu sínu skrifstofustarfsfólki að stunda vinnu í nærumhverfi sínu. Það væri einfaldlega góð nýting á skattfé. Framtíðin er hér og framtíðin er sveigjanleg. Við hjá Regus ætlum okkur að auðvelda öllum að grípa tækifærin sem henni fylgja – í stað þess að sitja pikkföst í umferðinni meðan framtíðin keyrir framhjá okkur. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Regus á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Stytting vinnuvikunnar Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Samgöngur Kjaramál Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Fram undan eru kjaraviðræður og er ekki annað að sjá en að hart verði tekist á við samningaborðið. Meðal þess sem verður rætt í vetur er tillaga VR um frekari styttingu vinnuvikunnar, þannig að hún verði 32 klukkustundir. Það er virðingarvert markmið enda á lífið að snúast um annað og meira en vinnuna. Fólk á dánarbeðinum sér enda sjaldnast eftir því að hafa ekki unnið meira á lífsleiðinni. Það er því rétt að kroppa aðeins af vinnudeginum – og sumar leiðir til þess eru einfaldari en aðrar. Við sem lifum og störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum ekki farið varhluta af því að umferðin er orðin þung á morgnana og seinni partinn. Bílaraðirnar á álagstímum eru orðnar slíkar að það er óhætt að áætla að ferðin hvora leið muni taka upp undir 30 mínútur, samanlagt heilan klukkutíma á dag. Þessum tíma finnst mér illa varið. Á einum mánuði slagar ferðatíminn, sem við erum að koma okkur til og frá vinnu, upp í rúmlega hálfa vinnuviku. Það sem meira er: þessi ferðatími á vinnustaðinn er hluti af vinnudeginum. Ef við þyrftum ekki að koma okkur á vinnustaðinn þá myndum við verja þessum tíma með öðrum hætti og því er þessi langi ferðatími órjúfanlegur hluti vinnudagsins. Fyrir vikið er hann allt að klukkustund lengri en vinnuskylda fólks kveður á um. Engin þörf á milljarða útgjöldum Með því að stytta þennan ferðatíma myndum við stytta vinnuvikuna með nokkuð einföldum hætti. En hvað er til ráða? Ráðast í milljarða framkvæmdir á vegum til að leysa umferðarhnúta sem myndast tvisvar á sólarhring? Setja milljarða í að auðvelda fólki að velja sér aðra ferðamáta en bílinn? Þétta byggðina enn frekar? Þessar leiðir eru dýrar, hafa sína kosti og galla og gætu tekið langan tíma að komast til framkvæmda. Það er hins vegar til einfaldari og ódýrari leið til að stytta ferðatíma fólk á vinnustaðinn: Að mæta hreinlega ekki á vinnustaðinn. Faraldurinn kippti okkur inn í framtíðina á mettíma og þessi framtíð er sveigjanleg. Fólk sem þarf ekki að mæta á vinnustaðinn ætti að hafa frelsið til að starfa þar sem það sjálft vill. Ef starfsmenn vinna betur heima hjá sér, á kaffihúsum eða bókasöfnum þá ættu þeir að fá að gera það. Aukið frelsi til að vinna í nærumhverfi sínu mun draga stórlega úr þörfinni á að yfirgefa það – sem fækkar ferðum, styttir ferðatíma og dregur úr umferð. Þess vegna stefnum við Regus á það að opna góða fjarvinnuaðstöðu í öllum hverfum borgarinnar og að innan fárra ára verði hægt að nálgast slíka aðstöðu um land allt. Þar sem hópar starfsfólks geta fundað eftir hentisemi og vinnustaðir leigt eftir þörfum. Þannig geti fólk stundað sína vinnu í nærumhverfinu, sparað ferðatíma og lengt samverustundir með fjölskyldunni. Auk þess þyrftu fyrirtæki síður að reka eigið húsnæði með tilheyrandi kostnaði heldur gætu þau leigt aðstöðu eftir þörfum og hvernig gengur í rekstrinum hverju sinni. Ég er þeirrar skoðunar að þessi sveigjanleiki eigi að vera eitt af þeim atriðum sem verða rædd við kjarasamningaborðið í vetur, eins og ég kom inn á í samtali við Reykjavík síðdegis í vor. Allar greinar græða Auðitað hentar þessi lausn ekki öllum, sumt fólk þarf einfaldlega að mæta á vinnustaðinn svo að reksturinn gangi. En ef að þau sem geta unnið heima hjá sér eða á fjarvinnustöðvum í nærumhverfi sínu myndu gera það, í stað þess að gera sér ferð á skrifstofuna, þá myndi það létta umferðina fyrir öll þau sem geta það ekki. Fyrir vikið styttist ferðatíminn hjá öllum og vinnuvikan með. Þar fyrir utan eru styttri og færri ferðalög gríðarlega umhverfisvæn. Minni útblástur, minna slit á vegum, minna svifryk og minni eldsneytiskaup sem skila sér í heilnæmara umhverfi fyrir okkur öll. Allt leiðir þetta til minni viðhaldsþarfar á innviðum og auðvelt er að færa rök fyrir því að minni mengun létti álagi af heilbrigðiskerfinu. Því ætti hið opinbera að fara fram með góðu fordæmi og auðvelda öllu sínu skrifstofustarfsfólki að stunda vinnu í nærumhverfi sínu. Það væri einfaldlega góð nýting á skattfé. Framtíðin er hér og framtíðin er sveigjanleg. Við hjá Regus ætlum okkur að auðvelda öllum að grípa tækifærin sem henni fylgja – í stað þess að sitja pikkföst í umferðinni meðan framtíðin keyrir framhjá okkur. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Regus á Íslandi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar