„Manni líður eins og maður sé bara heima“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 22:47 Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson á Lauga-Ási Vísir/Egill „Tíminn er bara kominn. Það tekur allt sinn endi,“ segir Ragnar Guðmundsson stofnandi veitingastaðarins Lauga-Ás á Laugarásvegi í Reykjavík en staðnum verður lokað í næsta mánuði. Lauga-Ás hefur verið starfræktur síðan árið 1979 og hafa fastagestir staðarins tekið þessum tíðindum óstinnt upp. „Nú er minn tími kominn. Ég verð að hætta. Mig langar að hætta á toppnum,“ sagði Ragnar í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ragnar er nú orðinn áttræður og segir að margt standi upp úr eftir 43 ár í rekstri og þá ekki síst dásamlegt starfsfólk. Ákvörðunin um að skella í lás hefur fengið misjöfn viðbrögð. „Yfirleitt eru allir mjög óhressir með að við séum að fara að loka,“ segir Ragnar sem sjálfur er sáttur við ákvörðunina og hyggst hafa opið fram að Þorláksmessu. „Ég er ánægður og allir kúnnar ánægðir, hvað á maður að gera meira?“ Sorgardagur hjá mörgum Torfi Vestmann er einn af fastakúnnum Lauga-Ás og var að gæða sér á dýrindis vínarsnitsel þegar fréttastofa tók hann tali. Hann er allt annað en sáttur við væntanlega lokun og telur daginn vera sorgardag hjá íslensku þjóðinni. „Mér finnst þetta bara mjög slæm ákvörðun. Við erum búin að koma hérna í áraraðir með fjölskylduna og börnin og ég er bara að vona að þeir skipti um skoðun. Og ég bið þá um það, með kveðju frá þjóðinni.“ En hvað skyldi það vera sem stendur upp úr eftir öll þessi ár? „Geggjaður matur, frábær þjónusta, yndislegt starfsfólk, og bara einhvern veginn andinn í húsinu, manni líður eins og maður sé bara heima. Annað heimili.“ Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
„Nú er minn tími kominn. Ég verð að hætta. Mig langar að hætta á toppnum,“ sagði Ragnar í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ragnar er nú orðinn áttræður og segir að margt standi upp úr eftir 43 ár í rekstri og þá ekki síst dásamlegt starfsfólk. Ákvörðunin um að skella í lás hefur fengið misjöfn viðbrögð. „Yfirleitt eru allir mjög óhressir með að við séum að fara að loka,“ segir Ragnar sem sjálfur er sáttur við ákvörðunina og hyggst hafa opið fram að Þorláksmessu. „Ég er ánægður og allir kúnnar ánægðir, hvað á maður að gera meira?“ Sorgardagur hjá mörgum Torfi Vestmann er einn af fastakúnnum Lauga-Ás og var að gæða sér á dýrindis vínarsnitsel þegar fréttastofa tók hann tali. Hann er allt annað en sáttur við væntanlega lokun og telur daginn vera sorgardag hjá íslensku þjóðinni. „Mér finnst þetta bara mjög slæm ákvörðun. Við erum búin að koma hérna í áraraðir með fjölskylduna og börnin og ég er bara að vona að þeir skipti um skoðun. Og ég bið þá um það, með kveðju frá þjóðinni.“ En hvað skyldi það vera sem stendur upp úr eftir öll þessi ár? „Geggjaður matur, frábær þjónusta, yndislegt starfsfólk, og bara einhvern veginn andinn í húsinu, manni líður eins og maður sé bara heima. Annað heimili.“
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25