Yngvi: Fólk getur blásið í hvaða setti sem er Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 20:39 Yngvi Gunnlaugsson áhyggjufullur á svip á línunni í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Fínn fyrri hálfleikur af okkar hálfu, vantaði svolítið orku komandi inn í þriðja leikhluta og að sama skapi voru Grindavíkurstelpur mjög grimmar og hittu eins og óður maður. Það er erfitt að hemja þær þegar sá gállinn er á þeim. Þær eru búnar að spila vel að undanförnu og sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta. Heilt yfir er ég ekkert ósáttur,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Grindavík í Subway deild kvenna í kvöld. Tapið er fjórða tap Breiðabliks í röð og hafa þau öll verið nokkuð stór. Grindavík leiddi með þremur stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta skildu leiðir og Grindavík stakk af. „Orkustigið var ekki eins hátt og það hafði verið í fyrri hálfleik. Að sama skapi voru þær allar að hitta ofsalega vel fyrir utan, á meðan þetta var svolítið stöngin út hjá okkur.“ „Fram að þessum leik vorum við búnar að spila við Hauka, Val og Keflavík, sem eru þrjú af fjórum - kannski fimm bestu liðunum - eftir að við vorum búnar að missa bæði Ísabellu og Sabrinu og við spiluðum einhverja leiki án Birgit. Það var gott að fá hana inn af fullum krafti og það eru fleiri að skila [góðri frammistöðu]. Við höfum átt góða kafla í öllum þessum leikjum og við viljum framlengja þessa kafla. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur.“ Sabrina Haines byrjaði tímabilið með Breiðabliki en hefur yfirgefið félagið. Sömu sögu má segja um Ísabellu Ósk Sigurðardóttur. Þær spiluðu báðar mikilvægt hlutverki í liðinu. Er Breiðablik í leit að liðsstyrk? „Nei nei, ekkert þannig. Það er nóg af leikmönnum sem okkur stendur til boða, en eins og staðan er núna þá er líklega að ég verði í búning í næsta leik heldur en að það verði kominn Kani. Við erum ekkert að hengja haus, það er tækifæri fyrir stelpur að koma inn. Eyrún kom með svakalega fína innkoma, það fá fleiri stelpur tækifæri og þær þrá það, það er það jákvæða.“ Enginn bandarískur leikmaður fyrir næsta leik, en er stefnan að fá inn bandarískan leikmann? „Við vinnum þetta bara viku fyrir viku og sjáum til. Við ætlum aðeins að sjá hvernig landið liggur, næstu úrslit verða og svoleiðis, og ætlum ekki að fríka út eins og er. Við getum tekið hvaða gagnrýni sem er, fólk getur blásið í hvaða setti sem er, í hvaða landi sem er, það veit ekki alla söguna. Að því sögðu þá reynum við að vera samkeppnishæf og gera okkar besta.“ Ertu svekktur með þær, Sabrinu og Ísabellu? „Ekki vitund svekktur með þær. Ég reyni að vera jákvæður maður að eðlisfari og með hverjum degi styttist í jólin og allt það. Sabrina fer af persónulegum óskum og við getum ekki verið að halda leikmanni föngnum. Hún spilaði þrjá leiki eftir að hún var búin að biðja um að fá að fara, kúdós á hana fyrir það. Við hefðum gjarnan viljað halda Ísabellu áfram, en það er enginn kali af okkar hálfu. Við gengum þannig frá öllum vistaskiptum, Njarðvík bar sig mjög faglega að öllu og að því sögðu óskum við henni bara góðs gengis. Vonandi gengur þeim bara vel,“ sagði Yngvi að lokum. Breiðablik UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Tapið er fjórða tap Breiðabliks í röð og hafa þau öll verið nokkuð stór. Grindavík leiddi með þremur stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta skildu leiðir og Grindavík stakk af. „Orkustigið var ekki eins hátt og það hafði verið í fyrri hálfleik. Að sama skapi voru þær allar að hitta ofsalega vel fyrir utan, á meðan þetta var svolítið stöngin út hjá okkur.“ „Fram að þessum leik vorum við búnar að spila við Hauka, Val og Keflavík, sem eru þrjú af fjórum - kannski fimm bestu liðunum - eftir að við vorum búnar að missa bæði Ísabellu og Sabrinu og við spiluðum einhverja leiki án Birgit. Það var gott að fá hana inn af fullum krafti og það eru fleiri að skila [góðri frammistöðu]. Við höfum átt góða kafla í öllum þessum leikjum og við viljum framlengja þessa kafla. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur.“ Sabrina Haines byrjaði tímabilið með Breiðabliki en hefur yfirgefið félagið. Sömu sögu má segja um Ísabellu Ósk Sigurðardóttur. Þær spiluðu báðar mikilvægt hlutverki í liðinu. Er Breiðablik í leit að liðsstyrk? „Nei nei, ekkert þannig. Það er nóg af leikmönnum sem okkur stendur til boða, en eins og staðan er núna þá er líklega að ég verði í búning í næsta leik heldur en að það verði kominn Kani. Við erum ekkert að hengja haus, það er tækifæri fyrir stelpur að koma inn. Eyrún kom með svakalega fína innkoma, það fá fleiri stelpur tækifæri og þær þrá það, það er það jákvæða.“ Enginn bandarískur leikmaður fyrir næsta leik, en er stefnan að fá inn bandarískan leikmann? „Við vinnum þetta bara viku fyrir viku og sjáum til. Við ætlum aðeins að sjá hvernig landið liggur, næstu úrslit verða og svoleiðis, og ætlum ekki að fríka út eins og er. Við getum tekið hvaða gagnrýni sem er, fólk getur blásið í hvaða setti sem er, í hvaða landi sem er, það veit ekki alla söguna. Að því sögðu þá reynum við að vera samkeppnishæf og gera okkar besta.“ Ertu svekktur með þær, Sabrinu og Ísabellu? „Ekki vitund svekktur með þær. Ég reyni að vera jákvæður maður að eðlisfari og með hverjum degi styttist í jólin og allt það. Sabrina fer af persónulegum óskum og við getum ekki verið að halda leikmanni föngnum. Hún spilaði þrjá leiki eftir að hún var búin að biðja um að fá að fara, kúdós á hana fyrir það. Við hefðum gjarnan viljað halda Ísabellu áfram, en það er enginn kali af okkar hálfu. Við gengum þannig frá öllum vistaskiptum, Njarðvík bar sig mjög faglega að öllu og að því sögðu óskum við henni bara góðs gengis. Vonandi gengur þeim bara vel,“ sagði Yngvi að lokum.
Breiðablik UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti