Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 17:55 Reykjavíkurborg taldi að slysið hefði átt sér í frítíma og slysabætur skyldu greiddar samkvæmt því. Leikskólakennarinnar hélt því fram að það hefði orðið á vinnutíma. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Mál leikskólakennarans snerist aðeins um á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort að slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svonefndan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar er metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur í fyrra. Féllst hann á þau rök borgarinnar að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans heldur hafi hún verið valfrjáls. Ekki hafi því verið um vinnuslys að ræða. Landsréttur staðfesti þann dóm í apríl en einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Ekki hefði verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að starfsmennirnir hefðu verið leystir undan skyldum sínum þegar slysið varð. Skipti ekki máli hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða ekki Hæstiréttur veitti leikskólakennaranum leyfi til að áfrýja málinu í maí. Leyfið var meðal annars veitt á þeim grundvelli að dómur Landsréttar kynni að vera bersýnilega rangur að formi til vegna þess að Kristbjörg Stephensen, einn dómaranna þriggja sem dæmdu málið við Landsrétt, hafi verið vanhæf. Kristbjörg var borgarlögmaður þegar tilkynnt var um slysið til embættisins. Leikskólakennarinn byggði á að hún hefði því komið að hagsmunagæslu fyrir borgina í tengslum við málið. Borgin taldi á móti að krafan um að Kristbjörg skyldi talin vanhæf kæmi of seint fram. Mótmælti hún einnig að Kristbjörg hefði komið að hagsmunagæslu í tengslum við málið. Þótt hún hefði verið borgarlögmaður þegar tilkynning barst og lögmaður embættisins og sendi mótttökubréf til leikskólakennarans hafi hún hvorki komið að ákvörðun um hvort bótaskylda væri fyrir hendi hjá borginni né á hvaða grundvelli. Hæstiréttur var ósammála þeirri túlkun borgarinnar. Taldi hann Kristbjörgu hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi embættisins til leikskólakennarans. Engu breytti hvort að sú hagsmunagæsla hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið. Dómur Landsréttur var því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Mál leikskólakennarans snerist aðeins um á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort að slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svonefndan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar er metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur í fyrra. Féllst hann á þau rök borgarinnar að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans heldur hafi hún verið valfrjáls. Ekki hafi því verið um vinnuslys að ræða. Landsréttur staðfesti þann dóm í apríl en einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Ekki hefði verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að starfsmennirnir hefðu verið leystir undan skyldum sínum þegar slysið varð. Skipti ekki máli hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða ekki Hæstiréttur veitti leikskólakennaranum leyfi til að áfrýja málinu í maí. Leyfið var meðal annars veitt á þeim grundvelli að dómur Landsréttar kynni að vera bersýnilega rangur að formi til vegna þess að Kristbjörg Stephensen, einn dómaranna þriggja sem dæmdu málið við Landsrétt, hafi verið vanhæf. Kristbjörg var borgarlögmaður þegar tilkynnt var um slysið til embættisins. Leikskólakennarinn byggði á að hún hefði því komið að hagsmunagæslu fyrir borgina í tengslum við málið. Borgin taldi á móti að krafan um að Kristbjörg skyldi talin vanhæf kæmi of seint fram. Mótmælti hún einnig að Kristbjörg hefði komið að hagsmunagæslu í tengslum við málið. Þótt hún hefði verið borgarlögmaður þegar tilkynning barst og lögmaður embættisins og sendi mótttökubréf til leikskólakennarans hafi hún hvorki komið að ákvörðun um hvort bótaskylda væri fyrir hendi hjá borginni né á hvaða grundvelli. Hæstiréttur var ósammála þeirri túlkun borgarinnar. Taldi hann Kristbjörgu hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi embættisins til leikskólakennarans. Engu breytti hvort að sú hagsmunagæsla hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið. Dómur Landsréttur var því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent