Murdoch snýr baki við Trump Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 11:30 Rupert Murdoch er mjög áhrifamikill á hægri væng stjórnmála vestanhafs og víðar. Hann rekur stóra fjölmiðlasamsteypu sem inniheldur meðal annars Fox News, Wall Street Journal og Sky News. EPA/DREW ANGERER Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. Strax eru farin að sjást ummerki um að þessir fjölmiðlar hafi snúið baki við Trump. Repúblikanar komu ekki vel út úr þingkosningunum vestanhafs fyrr í mánuðinum. Demókrötum tókst að bæta við sig sæti í öldungadeildinni og útlit er fyrir að Repúblikanar nái eingöngu naumum meirihluta í fulltrúadeildinni. Frambjóðendum sem Trump studdi virðist hafa gengið sérstaklega illa í kosningunum og eftir það hafa sést augljós merki þess að fjölmiðlaveldi Murdochs hafi snúið baki við forsetanum fyrrverandi. Sjá einnig: Trump lýsir yfir framboði Í frétt Guardian er vísað til þess að í fjölmiðlum eins og Fox News, Wall Street Journal og New York Post hafi Trump verið harðlega gagnrýndur. Meðal annars hafi hann verið kallaður tapari og kennt um að draga Repúblikanaflokkinn í gegnum hver vandræðin á fætur öðrum. Þá er haft eftir háttsettum starfsmanni fjölmiðlasamsteypu Murdochs að fjölmiðlakóngurinn hafi rætt við Trump og tilkynnt honum beint að hann stæði ekki lengur við bakið á honum. Meðal annars má benda til nýlegrar forsíðu New York Post þar sem gert var grín að Trump. Á forsíðu dagblaðsins í dag segir svo smáum stöfum neðst að „Flórída-maður“ hafi verið með tilkynningu og að lesa mætti nánar um það á blaðsíðu 26. Today's cover: Here s how Donald Trump sabotaged the Republican midterms https://t.co/YUtDosSGfp pic.twitter.com/vpI94nKuBh— New York Post (@nypost) November 10, 2022 Þá vakti athygli í gær að í umfjöllun Fox News um líklega frambjóðendur Repúblikanaflokksins var Trump ekki meðal þeirra þrettán sem nefndir voru. interesting -- Harris Faulker on her Fox News show showed a graphic of 13 potential Republican presidential candidates and Trump wasn't among them pic.twitter.com/wdhF4OSSZY— Aaron Rupar (@atrupar) November 15, 2022 Margir áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins hafa einnig verið harðorðir í garð Trumps og gefið í skyn að nú sé nóg komið. Hann geti ekki leitt flokkinn áfram. Lachlan Murdoch, sonur Ruperts, er sagður hafa rætt við Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, og sagt honum að Murdochveldið styddi hann í komandi baráttu um tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna 2024. Það er að segja, ef DeSantis ákveður að bjóða sig fram. Hann þykir mjög líklegur til þess en hefur ekkert gefið upp enn. Politicio segir að DeSantis hafi ekki tekið ákvörðun enn. Hins vegar bendi allt til að hann muni bjóða sig fram. Miðillin hefur eftir mönnum sem tengjast honum að DeSantis ætli að einbeita sér að því að vera ríkisstjóri og að yfirlýsing Trumps hafi í raun lítil áhrif á hann. Sjá einnig: Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Einn ráðgjafi DeSantis sagði miðlinum að ríkisstjórinn muni verja næstu mánuðum í fylgjast með Trump „slá sjálfan sig í rot“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Katie Hobbs lagði Kari Lake í Arizona Katie Hobbs, frambjóðandi Demókrata í ríkisstjórakosningum í Arizona hefur verið útnefndur sigurvegari í kosningunum sem fram fóru á dögunum og reyndust afar tvísýnar. 15. nóvember 2022 07:46 Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35 Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 „Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“ Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum. 10. nóvember 2022 10:30 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Strax eru farin að sjást ummerki um að þessir fjölmiðlar hafi snúið baki við Trump. Repúblikanar komu ekki vel út úr þingkosningunum vestanhafs fyrr í mánuðinum. Demókrötum tókst að bæta við sig sæti í öldungadeildinni og útlit er fyrir að Repúblikanar nái eingöngu naumum meirihluta í fulltrúadeildinni. Frambjóðendum sem Trump studdi virðist hafa gengið sérstaklega illa í kosningunum og eftir það hafa sést augljós merki þess að fjölmiðlaveldi Murdochs hafi snúið baki við forsetanum fyrrverandi. Sjá einnig: Trump lýsir yfir framboði Í frétt Guardian er vísað til þess að í fjölmiðlum eins og Fox News, Wall Street Journal og New York Post hafi Trump verið harðlega gagnrýndur. Meðal annars hafi hann verið kallaður tapari og kennt um að draga Repúblikanaflokkinn í gegnum hver vandræðin á fætur öðrum. Þá er haft eftir háttsettum starfsmanni fjölmiðlasamsteypu Murdochs að fjölmiðlakóngurinn hafi rætt við Trump og tilkynnt honum beint að hann stæði ekki lengur við bakið á honum. Meðal annars má benda til nýlegrar forsíðu New York Post þar sem gert var grín að Trump. Á forsíðu dagblaðsins í dag segir svo smáum stöfum neðst að „Flórída-maður“ hafi verið með tilkynningu og að lesa mætti nánar um það á blaðsíðu 26. Today's cover: Here s how Donald Trump sabotaged the Republican midterms https://t.co/YUtDosSGfp pic.twitter.com/vpI94nKuBh— New York Post (@nypost) November 10, 2022 Þá vakti athygli í gær að í umfjöllun Fox News um líklega frambjóðendur Repúblikanaflokksins var Trump ekki meðal þeirra þrettán sem nefndir voru. interesting -- Harris Faulker on her Fox News show showed a graphic of 13 potential Republican presidential candidates and Trump wasn't among them pic.twitter.com/wdhF4OSSZY— Aaron Rupar (@atrupar) November 15, 2022 Margir áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins hafa einnig verið harðorðir í garð Trumps og gefið í skyn að nú sé nóg komið. Hann geti ekki leitt flokkinn áfram. Lachlan Murdoch, sonur Ruperts, er sagður hafa rætt við Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, og sagt honum að Murdochveldið styddi hann í komandi baráttu um tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna 2024. Það er að segja, ef DeSantis ákveður að bjóða sig fram. Hann þykir mjög líklegur til þess en hefur ekkert gefið upp enn. Politicio segir að DeSantis hafi ekki tekið ákvörðun enn. Hins vegar bendi allt til að hann muni bjóða sig fram. Miðillin hefur eftir mönnum sem tengjast honum að DeSantis ætli að einbeita sér að því að vera ríkisstjóri og að yfirlýsing Trumps hafi í raun lítil áhrif á hann. Sjá einnig: Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn Einn ráðgjafi DeSantis sagði miðlinum að ríkisstjórinn muni verja næstu mánuðum í fylgjast með Trump „slá sjálfan sig í rot“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Katie Hobbs lagði Kari Lake í Arizona Katie Hobbs, frambjóðandi Demókrata í ríkisstjórakosningum í Arizona hefur verið útnefndur sigurvegari í kosningunum sem fram fóru á dögunum og reyndust afar tvísýnar. 15. nóvember 2022 07:46 Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35 Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40 „Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“ Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum. 10. nóvember 2022 10:30 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Katie Hobbs lagði Kari Lake í Arizona Katie Hobbs, frambjóðandi Demókrata í ríkisstjórakosningum í Arizona hefur verið útnefndur sigurvegari í kosningunum sem fram fóru á dögunum og reyndust afar tvísýnar. 15. nóvember 2022 07:46
Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35
Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. 13. nóvember 2022 07:40
„Repúblikanar hafa fylgt Donald Trump fram af klettabrún“ Áhrifamiklir Repúblikanar hafa ráðlagt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að fresta yfirlýsingu um nýtt forsetaframboð vegna slæms gengis flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn. Margir innan flokksins beina spjótum sínum að honum og þeim frambjóðendum sem hann studdi í kosningunum. 10. nóvember 2022 10:30