Hún hefur þar með lagt andstæðing sinn, Kari Lake, sem var frambjóðandi Repúblikana og einn ákafasti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi forseta. Trump studdi hana í kosningabaráttunni enda hefur hún verið afar dugleg við að halda þeirri staðleysu fram að Trump hafi í raun og veru unnið kosningarnar 2018.
Hobbs sagðist í sigurræðu sinni ætla að vinna fyrir alla íbúa ríkisins en Kari Lake virðist hinsvegar ekki sætta sig við niðurstöðuna og ýjaði að því að úrslitunum hefði verið hagrætt með einhverjum hætti.
Enn er verið að telja í nokkrum ríkjum eftir kosningarnar sem fram fóru á dögunum og er keppnin á milli Repúblikana og Demókrata um yfirráðin í fulltrúadeildinni ennþá hörð.
Repúblikanar þurfa að ná 218 sætum til að fella núverandi meirihluta Demókrata en eins og staðan er nú hafa Repúblikanar náð 215 sætum en Demókratar 211, samkvæmt CBS fréttastöðinni. Enn á eftir að úrskurða um ellefu þingsæti, flest eru þau í vestur- og suðvesturhluta Bandaríkjanna, þar á meðal í Kalíforníu og í Arizona.