Fastagestur á Benzanum hetja gærdagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2022 21:00 Villi, eins og hann er alltaf kallaður, sýndi hetjulega frammistöðu í gær. egill/arnar/vísir Fótbrotinn fastagestur á Benzanum, sem er bar við Grensásveg, sýndi hetjulega frammistöðu í gær þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega úr vagninum. Eldurinn kviknaði í sætum aftarlega í strætisvagni á Grensásvegi síðdegis í gær og grunar lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. Þegar lögregla kom á vettvang hafði niðurlögum eldsins verið ráðið, en það var fastagesti á barnum Benzanum að þakka sem bjargaði málunum. „Ég er bara viðskiptavinur á Benzinn café, frægasta bar á Íslandi og er að labba út með bjórinn í hendinni og sé þá strætisvagn sem stendur fyrir utan og reyk út um öllum hurðum,“ sagði Vilhjálmur Sigurðsson. Óttaðist að börn væru í vagninum Vegfarendur hafi verið í mikilli geðshræringu. Villi, eins og hann er alltaf kallaður, óttaðist að farþegar og sér í lagi börn væru í vagninum og ákvað að spretta af stað. „Þannig að ég tek „rönnið“ [hleyp]. Að vísu er ég fótbrotinn. Aldrei séð fótbrotinn mann hlaupa svona hratt, nema Forrest Gump þegar hann braut á sér spelkurnar.“ „Slökkvitæki núna!“ Hann rauk inn á veitingastaðinn BK kjúkling í leit að slökkvitæki og öskraði: „Slökkvitæki núna! Svo hljóp ég inn um miðhurðina í vagninum en sá ekkert fyrir svörtum reyk. Ég öskraði: Er einhver hreyfing hérna inni! En sá í gegnum rúðurnar að þar virtist enginn fullorðinn vera. Svo fór ég út um miðhurðina og inn um afturhurðina og þar var einn kunningi minn, maður sem ég tek - eða að vísu lagði ég þá dósina frá mér. Tek hann bara og út úr vagninum aftasta, þar sem aðal reykurinn var.“ Að því búnu óð hann inn í strætisvagninn með slökkvitækið. „Og ég veð inn með tækið en þá kemur hvellur og þá sprakk slangan á tækinu. Þá var þetta eldgamalt slökkvitæki, þetta var eins og skotið hefði verið úr byssu. Ég hef náttúrulega ekki unnið í slökkviliðinu ennþá en ég er vanur Winchester-243 og svona, þannig ég þekki þetta. Svo prufaði ég aftur og þá lak slangan bara aðeins og draslið fór að virka.“ Hann segir að allt hafi þetta gerst á undir þremur mínútum. „Svo þurfti ég að fara að veita fólki áfallahjálp. Þarna var kona sem hafði verið í vagninum sem var í sjokki. Hún var í þykkri lopapeysu og var sveitt í gegn.“ Áfallið kom klukkutíma síðar Sjálfur fékk Villi hálfgert sjokk um klukkutíma eftir atvikið. Hann segir rosalegan reyk hafa verið í vagninum, mildi að ekki fór verr og segir að atvikið hafi verið eins og atriði úr bíómynd. „Ég er náttúrulega nýbúin að horfa á Denzel Washington í Equalizer og allskonar og þetta var „act“ sem var í raun ekki til sem ég gerði. Takk fyrir það.“ Strætó Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Eldurinn kviknaði í sætum aftarlega í strætisvagni á Grensásvegi síðdegis í gær og grunar lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. Þegar lögregla kom á vettvang hafði niðurlögum eldsins verið ráðið, en það var fastagesti á barnum Benzanum að þakka sem bjargaði málunum. „Ég er bara viðskiptavinur á Benzinn café, frægasta bar á Íslandi og er að labba út með bjórinn í hendinni og sé þá strætisvagn sem stendur fyrir utan og reyk út um öllum hurðum,“ sagði Vilhjálmur Sigurðsson. Óttaðist að börn væru í vagninum Vegfarendur hafi verið í mikilli geðshræringu. Villi, eins og hann er alltaf kallaður, óttaðist að farþegar og sér í lagi börn væru í vagninum og ákvað að spretta af stað. „Þannig að ég tek „rönnið“ [hleyp]. Að vísu er ég fótbrotinn. Aldrei séð fótbrotinn mann hlaupa svona hratt, nema Forrest Gump þegar hann braut á sér spelkurnar.“ „Slökkvitæki núna!“ Hann rauk inn á veitingastaðinn BK kjúkling í leit að slökkvitæki og öskraði: „Slökkvitæki núna! Svo hljóp ég inn um miðhurðina í vagninum en sá ekkert fyrir svörtum reyk. Ég öskraði: Er einhver hreyfing hérna inni! En sá í gegnum rúðurnar að þar virtist enginn fullorðinn vera. Svo fór ég út um miðhurðina og inn um afturhurðina og þar var einn kunningi minn, maður sem ég tek - eða að vísu lagði ég þá dósina frá mér. Tek hann bara og út úr vagninum aftasta, þar sem aðal reykurinn var.“ Að því búnu óð hann inn í strætisvagninn með slökkvitækið. „Og ég veð inn með tækið en þá kemur hvellur og þá sprakk slangan á tækinu. Þá var þetta eldgamalt slökkvitæki, þetta var eins og skotið hefði verið úr byssu. Ég hef náttúrulega ekki unnið í slökkviliðinu ennþá en ég er vanur Winchester-243 og svona, þannig ég þekki þetta. Svo prufaði ég aftur og þá lak slangan bara aðeins og draslið fór að virka.“ Hann segir að allt hafi þetta gerst á undir þremur mínútum. „Svo þurfti ég að fara að veita fólki áfallahjálp. Þarna var kona sem hafði verið í vagninum sem var í sjokki. Hún var í þykkri lopapeysu og var sveitt í gegn.“ Áfallið kom klukkutíma síðar Sjálfur fékk Villi hálfgert sjokk um klukkutíma eftir atvikið. Hann segir rosalegan reyk hafa verið í vagninum, mildi að ekki fór verr og segir að atvikið hafi verið eins og atriði úr bíómynd. „Ég er náttúrulega nýbúin að horfa á Denzel Washington í Equalizer og allskonar og þetta var „act“ sem var í raun ekki til sem ég gerði. Takk fyrir það.“
Strætó Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira