Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2022 15:54 Elín Guðrún Heiðmundsdóttir býr á Bakka við Hólmsá ásamt manni sínum, Snorra Guðmundssyni. Arnar Halldórsson Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Skammt frá Geithálsi fundu þau Elín Guðrún Heiðmundsdóttir og Snorri Guðmundsson sinn sælureit árið 2000. Heimili þeirra kallast Bakki en þéttur trjágróður skýlir þeim frá Suðurlandsvegi. Þéttur trjágróður umlykur húsið Bakka.Arnar Halldórsson Elín segir lífið þar draumi líkast. Snorri segir það forréttindi. „Ég er bara tíu mínútur í vinnuna, ég vinn í Grafarvogi. Fólk sem hefur komið hérna það hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri til en búið að keyra milljón sinnum framhjá,“ segir Elín. Sveinbjörn Guðjohnsen nýtur þess að vera með hesta á Sólnesi við ána Bugðu. Fyrir aftan sér í Rauðhóla.Arnar Halldórsson Húsið Sólnes er við bakka Bugðu rétt við íbúðahverfi borgarinnar í Norðlingaholti. Þar búa þau Katrín Gísladóttir Sedlacek og Sveinbjörn Guðjohnsen. Þegar Sveinbjörn sýnir okkur hestana úti í móa gæti maður allt eins haldið að maður væri staddur á afskekktum stað fjarri alfaraleið. „Þetta er náttúrlega engu líkt að vera í Reykjavík og hafa alla þessa reiðvegi. Og geta verið með hesta og börnin sín og á. Reykjavík er svo sérstök," segir Sveinbjörn. Á Geirlandi er Einar Gíslason með Hólmsá við hliðina á heimili sínu.Arnar Halldórsson Einar Gíslason, annar stofnanda ET-flutninga, hefur verið að koma sér fyrir á Geirlandi við Lækjarbotna ásamt konu sinni, Diljá Eyjólfsdóttur. Einar segir að staðurinn gæti allt eins verið langt úti á landi. „Þetta er bara paradís hérna," segir Einar. Geirland vinstra megin við Hólmsá. Hægra megin er byggð sem kennd er við eyðibýlið Elliðakot.Arnar Halldórsson Í þættinum, sem er sá seinni af tveimur um Elliðavatn og nágrenni, kynnumst við nánar náttúru svæðisins. Þá er fjallað um spennandi stríðssögu Rauðhólanna og hvelfingar Gvendarbrunna skoðaðar en þaðan fá borgarbúar vatnið sitt. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36 Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Sjá meira
Skammt frá Geithálsi fundu þau Elín Guðrún Heiðmundsdóttir og Snorri Guðmundsson sinn sælureit árið 2000. Heimili þeirra kallast Bakki en þéttur trjágróður skýlir þeim frá Suðurlandsvegi. Þéttur trjágróður umlykur húsið Bakka.Arnar Halldórsson Elín segir lífið þar draumi líkast. Snorri segir það forréttindi. „Ég er bara tíu mínútur í vinnuna, ég vinn í Grafarvogi. Fólk sem hefur komið hérna það hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri til en búið að keyra milljón sinnum framhjá,“ segir Elín. Sveinbjörn Guðjohnsen nýtur þess að vera með hesta á Sólnesi við ána Bugðu. Fyrir aftan sér í Rauðhóla.Arnar Halldórsson Húsið Sólnes er við bakka Bugðu rétt við íbúðahverfi borgarinnar í Norðlingaholti. Þar búa þau Katrín Gísladóttir Sedlacek og Sveinbjörn Guðjohnsen. Þegar Sveinbjörn sýnir okkur hestana úti í móa gæti maður allt eins haldið að maður væri staddur á afskekktum stað fjarri alfaraleið. „Þetta er náttúrlega engu líkt að vera í Reykjavík og hafa alla þessa reiðvegi. Og geta verið með hesta og börnin sín og á. Reykjavík er svo sérstök," segir Sveinbjörn. Á Geirlandi er Einar Gíslason með Hólmsá við hliðina á heimili sínu.Arnar Halldórsson Einar Gíslason, annar stofnanda ET-flutninga, hefur verið að koma sér fyrir á Geirlandi við Lækjarbotna ásamt konu sinni, Diljá Eyjólfsdóttur. Einar segir að staðurinn gæti allt eins verið langt úti á landi. „Þetta er bara paradís hérna," segir Einar. Geirland vinstra megin við Hólmsá. Hægra megin er byggð sem kennd er við eyðibýlið Elliðakot.Arnar Halldórsson Í þættinum, sem er sá seinni af tveimur um Elliðavatn og nágrenni, kynnumst við nánar náttúru svæðisins. Þá er fjallað um spennandi stríðssögu Rauðhólanna og hvelfingar Gvendarbrunna skoðaðar en þaðan fá borgarbúar vatnið sitt. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36 Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Sjá meira
Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36
Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44