Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Koma hátt í þrjátíu meðlima vélhjólaklúbbsins Hells Angels til landsins undirstrikar að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm verður vísað frá landinu í fyrramálið til viðbótar við þá tuttugu og tvo sem gert var að yfirgefa landið í morgun.

Þá tökum við stöðuna á hinni nýfrelsuðu Kherson-borg í Úkraínu, þar sem íbúar hafa fagnað ákaft eftir að Rússar hörfuðu frá borginni í gær. En þeir síðarnefndu skildu eftir sig sviðna jörð; rafmagns- og vatnslaust var í borginni þegar úkraínski herinn kom þangað í gær.

Þá sýnum við myndir frá flóðinu í Síldarminjasafninu á Siglufirði, ræðum við sendiherra Íslands í Bretlandi um nýjan veruleika eftir Brexit og hittum afreksmanninn Einar Hansberg í beinni útsendingu, sem verður þá nýlokinn við magnaða fimmtíu klukkustunda þrekraun í góðgerðarskyni. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×