Enski boltinn

Segir Kea­ne hræsnara vegna um­mæla um Ron­aldo

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Wayne Rooney er í dag þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United.
Wayne Rooney er í dag þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United. Andrew Katsampes/Getty Images

Wayne Rooney hefur gagnrýnt fyrrum samherja sinn hjá Manchester United vegna ummæla hans um Cristiano Ronaldo á þessari leiktíð.

Roy Keane starfar í dag fyrir Sky Sports en var á sínum tíma fyrirliði Manchester United og vann fjölda titla með liðinu. Keane kallaði ekki allt ömmu sína og var í raun látinn fara vegna ummæla sem hann lét falla um þáverandi samherja sína. Keane hefur verið duglegur að gagnrýna Erik ten Hag, þjálfara Man United, fyrir að spila Ronaldo ekki meira en þjálfarinn hefur verið duglegur að

Wayne Rooney lék með bæði hinum írska Keane og hinum portúgalska Ronaldo hjá Man United á árum áður. Þekkjandi Keane þá furðar Rooney sig á þeim ummælum sem Írinn hefur látið falla um portúgalska framherjann á þessari leiktíð.

„Það sem Ronaldo hefur gert síðan tímabilið byrjaði er ekki ásættanlegt fyrir Manchester United. Svo sé ég Roy Keane verja hann, Roy hefði ekki gert það á sínum tíma. Þetta er truflun sem félagið þar ekki á að halda þegar það er að reyna byggja til framtíðar,“ sagði Rooney í viðtali við talkSPORT.

„Cristiano ætti að leggja hart að sér og vera tilbúinn þegar þjálfarinn þarf á honum að halda. Ef hann gerir það þá er hann mikils virði. Ef hann gerir það ekki þá er hann truflun sem Man United þarf ekki á að halda.“

Ronaldo missti af undirbúningstímabilinu þar sem hann var í Portúgal vegna persónulegra aðstæðna. Á sama tíma fór umboðsmaður hans, Jorge Mendes, í Evróputúr í von um að koma leikmanninum til liða sem myndu leika í Meistaradeild Evrópu. 

Það gekk ekki eftir og Ronaldo var áfram leikmaður Man United. Ronaldo hefur ekki leikið vel og yfirgaf Old Trafford áður en flautað var til leiksloka eftir að hafa neitað að koma inn af bekknum þegar liðsfélagar hans unnu gríðarlega sannfærandi sigur á Tottenham Hotspur nýverið. Eitthvað sem Keane hefði tekið menn á teppið fyrir á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×