Störfuðu sem læknar án þess að vera með réttindi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. nóvember 2022 15:39 Getty Images Unglingspiltur í Madrid og tæplega þrítug kona á Norður-Spáni hafa verið handtekin, en þau hafa um nokkurt skeið starfað sem læknar án þess að hafa nokkra slíka menntun. Ungi pilturinn hefur áður þóst vera lögreglumaður og skólastjóri. Skellti sér í sloppinn og fór í húsvitjun Ungi maðurinn er 17 ára gamall og hefur um nokkurt skeið starfað á hjúkrunarheimili sem móðir hans stjórnar. Í lok sumars var kallað eftir lækni til að vitja sjúklings úti í bæ sem stríddi við geðbresti. Ungi maðurinn var ekkert að tvínóna, hann skellti sér í læknaslopp, hringdi á sjúkrabíl og sagðist þurfa að fara í húsvitjun. Þegar þangað var komið voru þar fyrir tveir lögreglumenn, sem þótti eitt og annað undarlegt við þennan lækni, en sögðu hann þó hafa sinnt sjúklingnum af miklu fumleysi, snarað sér í hlusta hann með hlustunarpípunum sem hann var með sér, og veita trúverðug ráð. Á meðan á þessari húsvitjun stóð kom símtal þar sem sjúkrabíllinn og læknirinn voru beðnir um að fara í aðra húsvitjun. Þeir skunduðu þangað og án þess að hika úrskurðaði „unglæknirinn“ að þennan sjúkling yrði umsvifalaust að leggja inn á sjúkrahús. Lögregluþjónar fylltust grunsemdum Lögreglumennirnir voru hins vegar fullir grunsemda, létu yfirvöld heilbrigðismála vita og drengurinn var handtekinn nokkrum dögum síðar. Hann bíður nú dóms, en fram hefur komið að hann hefur áður villt á sér heimildir, þóst vera lögreglumaður, skólastjóri og lögfræðingur svo eitthvað sé nefnt. Starfaði sem læknir í 3 ár Hinn falski læknirinn er 28 ára gömul kona frá Galisíu á norðvestur-Spáni. Hún hefur stundað læknisstörf með hléum frá 2019, og virðist vera haldin þráhyggju fyrir læknastarfinu þrátt fyrir að hafa aldrei lagt stund á nám í neinum heilbrigðisgreinum. Hún hefur gefið út fjölda lyfseðla til handa sjúklingum og starfað á tveimur hjúkrunarheimilum, einu í Madrid og öðru í La Coruña. Undir það síðasta starfaði hún á gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins í La Coruña. Réttarhöld yfir henni standa nú yfir, saksóknari krefst 4ra ára fangelsis yfir Andreu, og segir að hún hafi með hegðan sinni stofnað lífi fjölmargra sjúklinga í bráða hættu. Spánn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Skellti sér í sloppinn og fór í húsvitjun Ungi maðurinn er 17 ára gamall og hefur um nokkurt skeið starfað á hjúkrunarheimili sem móðir hans stjórnar. Í lok sumars var kallað eftir lækni til að vitja sjúklings úti í bæ sem stríddi við geðbresti. Ungi maðurinn var ekkert að tvínóna, hann skellti sér í læknaslopp, hringdi á sjúkrabíl og sagðist þurfa að fara í húsvitjun. Þegar þangað var komið voru þar fyrir tveir lögreglumenn, sem þótti eitt og annað undarlegt við þennan lækni, en sögðu hann þó hafa sinnt sjúklingnum af miklu fumleysi, snarað sér í hlusta hann með hlustunarpípunum sem hann var með sér, og veita trúverðug ráð. Á meðan á þessari húsvitjun stóð kom símtal þar sem sjúkrabíllinn og læknirinn voru beðnir um að fara í aðra húsvitjun. Þeir skunduðu þangað og án þess að hika úrskurðaði „unglæknirinn“ að þennan sjúkling yrði umsvifalaust að leggja inn á sjúkrahús. Lögregluþjónar fylltust grunsemdum Lögreglumennirnir voru hins vegar fullir grunsemda, létu yfirvöld heilbrigðismála vita og drengurinn var handtekinn nokkrum dögum síðar. Hann bíður nú dóms, en fram hefur komið að hann hefur áður villt á sér heimildir, þóst vera lögreglumaður, skólastjóri og lögfræðingur svo eitthvað sé nefnt. Starfaði sem læknir í 3 ár Hinn falski læknirinn er 28 ára gömul kona frá Galisíu á norðvestur-Spáni. Hún hefur stundað læknisstörf með hléum frá 2019, og virðist vera haldin þráhyggju fyrir læknastarfinu þrátt fyrir að hafa aldrei lagt stund á nám í neinum heilbrigðisgreinum. Hún hefur gefið út fjölda lyfseðla til handa sjúklingum og starfað á tveimur hjúkrunarheimilum, einu í Madrid og öðru í La Coruña. Undir það síðasta starfaði hún á gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins í La Coruña. Réttarhöld yfir henni standa nú yfir, saksóknari krefst 4ra ára fangelsis yfir Andreu, og segir að hún hafi með hegðan sinni stofnað lífi fjölmargra sjúklinga í bráða hættu.
Spánn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira