Tilboðskvíðinn raunverulegur Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 21:31 Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. Kauphegðun Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. Í fyrra nýttu 85 prósent landsmanna sér netverslun, miðað við aðeins 75% árið 2018. Þá eru greiðslukortin nú einkum munduð í þeirri holskeflu afsláttardaga sem ríður yfir í nóvember. 54 prósent landsmanna nýttu sér þessa daga í fyrra, rúmur helmingur þjóðarinnar semsagt. Og dagurinn í dag, dagur einhleypra, er orðinn sá stærsti. Megináhersla er lögð á netverslun, eins og tilboðin sem hér sjást hrúgast inn gefa til kynna. Jönu Maren Óskarsdóttir, annars eiganda Hringekjunnar, svokallaðrar hringrásarverslunar þar sem fólk getur leigt bás og selt af sér föt, hálfhryllir við þessu. „Þetta veldur mér allavega persónulega kvíða. Eins og í dag var ég að keyra og þá heyrði ég bara auglýsingar og tilboð. Og eina sem ég hugsaði er bara: Vá, verð ég ekki að nýta þessi tilboð, kaupa jólagjafir? Og þetta kemur af stað einhverjum hugsunarhætti þar sem þér finnst þú vera að missa af. Og þá fer fólk líka að kaupa eitthvað sem það þarf ekki að kaupa.“ Innlend netverslun hefur vissulega sótt í sig veðrið síðustu ár en markaðshlutdeild erlendra risa þegar kemur að vinsælasta netvarningnum, fötum skóm og fylgihlutum, er enn mikil. Þar er hið skandinavíska Boozt stærst - en kínverska hraðtískurisanum Shein vex einnig ásmegin - er með um 8 prósent hlutdeild. vísir/hjalti Föt frá Shein voru bönnuð í Hringekjunni fyrir skömmu vegna eiturefna - en umhverfisáhrifin eru einnig annars konar. Umfang framleiðslunnar á sér nær engan líka á heimsvísu en Jana hefur þó trú á að landsmenn séu í auknum mæli meðvitaðir um skaðsemina. vísir/hjalti Ertu með einhver skilaboð til fólks í þessu neyslubrjálæði framundan? „Það er alltaf hægt að fara og versla í hringrásarverslunum, nytjamörkuðum. Það er hægt að komast í lítið notaðan fatnað í slíkum verslunum. Þannig að það er hægt að breyta til og fara frekar þá leið,“ segir Jana. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Lára nýr samskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Sjá meira
Kauphegðun Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. Í fyrra nýttu 85 prósent landsmanna sér netverslun, miðað við aðeins 75% árið 2018. Þá eru greiðslukortin nú einkum munduð í þeirri holskeflu afsláttardaga sem ríður yfir í nóvember. 54 prósent landsmanna nýttu sér þessa daga í fyrra, rúmur helmingur þjóðarinnar semsagt. Og dagurinn í dag, dagur einhleypra, er orðinn sá stærsti. Megináhersla er lögð á netverslun, eins og tilboðin sem hér sjást hrúgast inn gefa til kynna. Jönu Maren Óskarsdóttir, annars eiganda Hringekjunnar, svokallaðrar hringrásarverslunar þar sem fólk getur leigt bás og selt af sér föt, hálfhryllir við þessu. „Þetta veldur mér allavega persónulega kvíða. Eins og í dag var ég að keyra og þá heyrði ég bara auglýsingar og tilboð. Og eina sem ég hugsaði er bara: Vá, verð ég ekki að nýta þessi tilboð, kaupa jólagjafir? Og þetta kemur af stað einhverjum hugsunarhætti þar sem þér finnst þú vera að missa af. Og þá fer fólk líka að kaupa eitthvað sem það þarf ekki að kaupa.“ Innlend netverslun hefur vissulega sótt í sig veðrið síðustu ár en markaðshlutdeild erlendra risa þegar kemur að vinsælasta netvarningnum, fötum skóm og fylgihlutum, er enn mikil. Þar er hið skandinavíska Boozt stærst - en kínverska hraðtískurisanum Shein vex einnig ásmegin - er með um 8 prósent hlutdeild. vísir/hjalti Föt frá Shein voru bönnuð í Hringekjunni fyrir skömmu vegna eiturefna - en umhverfisáhrifin eru einnig annars konar. Umfang framleiðslunnar á sér nær engan líka á heimsvísu en Jana hefur þó trú á að landsmenn séu í auknum mæli meðvitaðir um skaðsemina. vísir/hjalti Ertu með einhver skilaboð til fólks í þessu neyslubrjálæði framundan? „Það er alltaf hægt að fara og versla í hringrásarverslunum, nytjamörkuðum. Það er hægt að komast í lítið notaðan fatnað í slíkum verslunum. Þannig að það er hægt að breyta til og fara frekar þá leið,“ segir Jana.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Lára nýr samskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Sjá meira