„Hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 20:00 Þingmaður Pírata segir lögreglu forgangsraða tíma sínum rangt með því að eltast við fólk vegna neysluskammta. Húsleit sé íþyngjandi aðgerð sem lögregla beiti langt fram úr meðalhófi í slíkum málum. Aðgerðir lögreglu, sem gagnrýndar voru í vikunni, sýni brýna þörf á afglæpavæðingu. Afskipta lögreglu af kannabisneytendum er reglulega getið í daglegum tilkynningum embætta. Við fáum nokkur dæmi. Ágúst 2012: Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, eftir að grunur hafði vaknað um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Þegar lögregla knúði dyra barst megn kannabislykt frá íbúðinni sem jókst um allan helming þegar húsráðandi opnaði. Maðurinn gekkst við því að hafa kannabisefni í fórum sínum og framvísaði hann því. Hann heimilaði leit í húsnæðinu en ekkert fleira saknæmt fannst. Skýrsla var tekin af manninum og honum sleppt að því loknu. Desember 2019: Lögreglumaður á frívakt fann mikla kannabislykt berast frá húsnæði í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum um helgina er hann átti þar leið hjá. Lögreglumenn fóru á vettvang og við húsleit, að fenginni heimild, fannst kannabisefni í kommóðuskúffu á heimilinu. Húsráðandi viðurkenndi að eiga efnið. Desember 2021: Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manna að reykja kannabis [í] bílakjallara. Sagðir setja af stað brunaviðvörun með þessu hátterni. Mennirnir farnir þegar lögregla kom. Október 2022: Þá fór lögregla að athuga með húsnæði vegna kannabislyktar. Einn handtekinn á vettvangi og í kjölfarið framkvæmd húsleit þar sem fíkniefni fundust. Málið afgreitt á vettvangi. Gríðarleg innrás í einkalífið Og svo var það nú síðast í vikunni þegar lögregla fylgdi eftir tilkynningu um kannabislykt i Hlíðahverfi. Meintur gerandi, eins og lögregla orðar það, flúði þá vettvang á rafmagnshlaupahjóli með hund á pallinum. Upphófst þá eftirför sem lauk á Klambratúni. Viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Við húsleit fannst svo „lítið magn meintra fíkniefna“. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata setur spurningamerki við aðgerðir lögreglu. „Okkur finnst þetta auðvitað bara röng forgangsröðun á mannafla og fjármunum lögreglu, að eltast við fólk sem er ekki að gera neinum mein.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Húsleit í slíkum málum sé langt fram úr meðalhófi. Afar íþyngjandi aðgerð miðað við hversu léttvæg brotin virðist. „Það að fara inn á heimili fólks, og leita og fara í gegnum þína hluti, þína persónulegu muni, þitt helgasta vé. Þetta er gríðarleg innrás inn á einkalíf fólks,“ segir Þórhildur Sunna. „En þegar maður hefur takmarkaðar fjárheimildir og takmarkaðan tíma... Já, mér finnst þetta undarleg forgangsröðun, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem hefur orðið um skaðaminnkun, afglæpavæðingu og allt þetta. Aftur á móti, það er alveg rétt sem lögregla segir. Henni ber að fylgja lögunum. En hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Píratar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Afskipta lögreglu af kannabisneytendum er reglulega getið í daglegum tilkynningum embætta. Við fáum nokkur dæmi. Ágúst 2012: Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, eftir að grunur hafði vaknað um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Þegar lögregla knúði dyra barst megn kannabislykt frá íbúðinni sem jókst um allan helming þegar húsráðandi opnaði. Maðurinn gekkst við því að hafa kannabisefni í fórum sínum og framvísaði hann því. Hann heimilaði leit í húsnæðinu en ekkert fleira saknæmt fannst. Skýrsla var tekin af manninum og honum sleppt að því loknu. Desember 2019: Lögreglumaður á frívakt fann mikla kannabislykt berast frá húsnæði í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum um helgina er hann átti þar leið hjá. Lögreglumenn fóru á vettvang og við húsleit, að fenginni heimild, fannst kannabisefni í kommóðuskúffu á heimilinu. Húsráðandi viðurkenndi að eiga efnið. Desember 2021: Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manna að reykja kannabis [í] bílakjallara. Sagðir setja af stað brunaviðvörun með þessu hátterni. Mennirnir farnir þegar lögregla kom. Október 2022: Þá fór lögregla að athuga með húsnæði vegna kannabislyktar. Einn handtekinn á vettvangi og í kjölfarið framkvæmd húsleit þar sem fíkniefni fundust. Málið afgreitt á vettvangi. Gríðarleg innrás í einkalífið Og svo var það nú síðast í vikunni þegar lögregla fylgdi eftir tilkynningu um kannabislykt i Hlíðahverfi. Meintur gerandi, eins og lögregla orðar það, flúði þá vettvang á rafmagnshlaupahjóli með hund á pallinum. Upphófst þá eftirför sem lauk á Klambratúni. Viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Við húsleit fannst svo „lítið magn meintra fíkniefna“. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata setur spurningamerki við aðgerðir lögreglu. „Okkur finnst þetta auðvitað bara röng forgangsröðun á mannafla og fjármunum lögreglu, að eltast við fólk sem er ekki að gera neinum mein.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Húsleit í slíkum málum sé langt fram úr meðalhófi. Afar íþyngjandi aðgerð miðað við hversu léttvæg brotin virðist. „Það að fara inn á heimili fólks, og leita og fara í gegnum þína hluti, þína persónulegu muni, þitt helgasta vé. Þetta er gríðarleg innrás inn á einkalíf fólks,“ segir Þórhildur Sunna. „En þegar maður hefur takmarkaðar fjárheimildir og takmarkaðan tíma... Já, mér finnst þetta undarleg forgangsröðun, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem hefur orðið um skaðaminnkun, afglæpavæðingu og allt þetta. Aftur á móti, það er alveg rétt sem lögregla segir. Henni ber að fylgja lögunum. En hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Píratar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira