Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af mati geðlæknis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 19:33 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir að úrskurði héraðsdóms hafi þegar verið skotið til Landsréttar. Vísir/Egill Tveir karlmenn sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögmaður annars þeirra segir úrskurðinn óskiljanlegan, þar sem geðlæknir hafi metið þá hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Mennirnir tveir hafa nú setið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. Fyrst um sinn voru mennirnir úrskurðaðir í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en nú síðast voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Mennirnir voru þá taldir hættulegir almenningi. Klippa: Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af mati geðlæknis Lögmaður annars þeirra átti von á að héraðssaksóknari gerði kröfu um lengra gæsluvarðhald. „Við áttum von á að það yrði beðið um fjórar vikur sem er hámarkið en það var ákveðið að láta við það sitja að krefjast tveggja vikna,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður annars mannanna. Boltanum varpað yfir til Landsréttar Héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað mennina í áframhaldandi varðhald á grundvelli almannahagsmuna. „Og byggir það á hættumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Ég gagnrýndi það að í greiningu ríkislögreglustjóra, sem reyndar kom áður en niðurstaða geðlæknis kom, að það skyldi ekki vera tekið tillit til geðmatsins.“ Geðlæknir sem lögregla fól að leggja mat á mennina mat, að sögn Sveins, mennina hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af því mati. „Það er greinilegt að boltanum er varpað yfir til Landsréttar til að hnekkja fyrri niðurstöðu Landsréttar,“ segir Sveinn Andri og vísar þar til staðfestingar Landsréttar á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum fyrir mánuði síðan. Umbjóðandi hans hafi þegar tekið ákvörðun um að skjóta úrskurði Héraðsdóms til Landsréttar. Úrskurðurinn sé auðvitað mikill skellur. „Alltaf skellur fyrir fólk sem er að ástæðulausu í gæsluvarðhaldi að þurfa að sæta áfram gæsluvarðhaldi. En það verður bara að takast á við þetta og reyna að hnekkja þessu fyrir Landsrétti. Það er óskandi að það gangi.“ Lögreglumál Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að skipuleggja hryðjuverk Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. 10. nóvember 2022 17:02 „Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt“ „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir og það má alltaf vona það besta. Ég mun, og minn umbjóðandi, mótmæla þessu harkalega. Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt.“ 10. nóvember 2022 06:51 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. 9. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Mennirnir tveir hafa nú setið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. Fyrst um sinn voru mennirnir úrskurðaðir í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en nú síðast voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Mennirnir voru þá taldir hættulegir almenningi. Klippa: Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af mati geðlæknis Lögmaður annars þeirra átti von á að héraðssaksóknari gerði kröfu um lengra gæsluvarðhald. „Við áttum von á að það yrði beðið um fjórar vikur sem er hámarkið en það var ákveðið að láta við það sitja að krefjast tveggja vikna,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður annars mannanna. Boltanum varpað yfir til Landsréttar Héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað mennina í áframhaldandi varðhald á grundvelli almannahagsmuna. „Og byggir það á hættumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Ég gagnrýndi það að í greiningu ríkislögreglustjóra, sem reyndar kom áður en niðurstaða geðlæknis kom, að það skyldi ekki vera tekið tillit til geðmatsins.“ Geðlæknir sem lögregla fól að leggja mat á mennina mat, að sögn Sveins, mennina hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af því mati. „Það er greinilegt að boltanum er varpað yfir til Landsréttar til að hnekkja fyrri niðurstöðu Landsréttar,“ segir Sveinn Andri og vísar þar til staðfestingar Landsréttar á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum fyrir mánuði síðan. Umbjóðandi hans hafi þegar tekið ákvörðun um að skjóta úrskurði Héraðsdóms til Landsréttar. Úrskurðurinn sé auðvitað mikill skellur. „Alltaf skellur fyrir fólk sem er að ástæðulausu í gæsluvarðhaldi að þurfa að sæta áfram gæsluvarðhaldi. En það verður bara að takast á við þetta og reyna að hnekkja þessu fyrir Landsrétti. Það er óskandi að það gangi.“
Lögreglumál Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að skipuleggja hryðjuverk Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. 10. nóvember 2022 17:02 „Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt“ „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir og það má alltaf vona það besta. Ég mun, og minn umbjóðandi, mótmæla þessu harkalega. Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt.“ 10. nóvember 2022 06:51 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. 9. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að skipuleggja hryðjuverk Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. 10. nóvember 2022 17:02
„Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt“ „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir og það má alltaf vona það besta. Ég mun, og minn umbjóðandi, mótmæla þessu harkalega. Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt.“ 10. nóvember 2022 06:51
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. 9. nóvember 2022 15:55