Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af mati geðlæknis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 19:33 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir að úrskurði héraðsdóms hafi þegar verið skotið til Landsréttar. Vísir/Egill Tveir karlmenn sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögmaður annars þeirra segir úrskurðinn óskiljanlegan, þar sem geðlæknir hafi metið þá hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Mennirnir tveir hafa nú setið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. Fyrst um sinn voru mennirnir úrskurðaðir í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en nú síðast voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Mennirnir voru þá taldir hættulegir almenningi. Klippa: Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af mati geðlæknis Lögmaður annars þeirra átti von á að héraðssaksóknari gerði kröfu um lengra gæsluvarðhald. „Við áttum von á að það yrði beðið um fjórar vikur sem er hámarkið en það var ákveðið að láta við það sitja að krefjast tveggja vikna,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður annars mannanna. Boltanum varpað yfir til Landsréttar Héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað mennina í áframhaldandi varðhald á grundvelli almannahagsmuna. „Og byggir það á hættumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Ég gagnrýndi það að í greiningu ríkislögreglustjóra, sem reyndar kom áður en niðurstaða geðlæknis kom, að það skyldi ekki vera tekið tillit til geðmatsins.“ Geðlæknir sem lögregla fól að leggja mat á mennina mat, að sögn Sveins, mennina hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af því mati. „Það er greinilegt að boltanum er varpað yfir til Landsréttar til að hnekkja fyrri niðurstöðu Landsréttar,“ segir Sveinn Andri og vísar þar til staðfestingar Landsréttar á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum fyrir mánuði síðan. Umbjóðandi hans hafi þegar tekið ákvörðun um að skjóta úrskurði Héraðsdóms til Landsréttar. Úrskurðurinn sé auðvitað mikill skellur. „Alltaf skellur fyrir fólk sem er að ástæðulausu í gæsluvarðhaldi að þurfa að sæta áfram gæsluvarðhaldi. En það verður bara að takast á við þetta og reyna að hnekkja þessu fyrir Landsrétti. Það er óskandi að það gangi.“ Lögreglumál Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að skipuleggja hryðjuverk Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. 10. nóvember 2022 17:02 „Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt“ „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir og það má alltaf vona það besta. Ég mun, og minn umbjóðandi, mótmæla þessu harkalega. Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt.“ 10. nóvember 2022 06:51 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. 9. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Mennirnir tveir hafa nú setið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. Fyrst um sinn voru mennirnir úrskurðaðir í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en nú síðast voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Mennirnir voru þá taldir hættulegir almenningi. Klippa: Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af mati geðlæknis Lögmaður annars þeirra átti von á að héraðssaksóknari gerði kröfu um lengra gæsluvarðhald. „Við áttum von á að það yrði beðið um fjórar vikur sem er hámarkið en það var ákveðið að láta við það sitja að krefjast tveggja vikna,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður annars mannanna. Boltanum varpað yfir til Landsréttar Héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað mennina í áframhaldandi varðhald á grundvelli almannahagsmuna. „Og byggir það á hættumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Ég gagnrýndi það að í greiningu ríkislögreglustjóra, sem reyndar kom áður en niðurstaða geðlæknis kom, að það skyldi ekki vera tekið tillit til geðmatsins.“ Geðlæknir sem lögregla fól að leggja mat á mennina mat, að sögn Sveins, mennina hvorki hættulega sjálfum sér né öðrum. Héraðsdómur hafi ekki tekið mið af því mati. „Það er greinilegt að boltanum er varpað yfir til Landsréttar til að hnekkja fyrri niðurstöðu Landsréttar,“ segir Sveinn Andri og vísar þar til staðfestingar Landsréttar á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum fyrir mánuði síðan. Umbjóðandi hans hafi þegar tekið ákvörðun um að skjóta úrskurði Héraðsdóms til Landsréttar. Úrskurðurinn sé auðvitað mikill skellur. „Alltaf skellur fyrir fólk sem er að ástæðulausu í gæsluvarðhaldi að þurfa að sæta áfram gæsluvarðhaldi. En það verður bara að takast á við þetta og reyna að hnekkja þessu fyrir Landsrétti. Það er óskandi að það gangi.“
Lögreglumál Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að skipuleggja hryðjuverk Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. 10. nóvember 2022 17:02 „Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt“ „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir og það má alltaf vona það besta. Ég mun, og minn umbjóðandi, mótmæla þessu harkalega. Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt.“ 10. nóvember 2022 06:51 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. 9. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að skipuleggja hryðjuverk Karlmaður á þrítugsaldri sem lögregla grunar um að hafa skipulagt hryðjuverk hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. 10. nóvember 2022 17:02
„Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt“ „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir og það má alltaf vona það besta. Ég mun, og minn umbjóðandi, mótmæla þessu harkalega. Þetta er eins og einhver leikur sem gengur allt of langt.“ 10. nóvember 2022 06:51
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í sjö vikur. 9. nóvember 2022 15:55