Jólabónus á þriðja farrrými Inga Sæland skrifar 10. nóvember 2022 16:01 Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim. Skipstjórinn á Titanic, sem fyrirskipaði að siglt yrði áfram á fullri ferð þrátt fyrir viðvaranir um ísjaka á siglingaleiðinni fékk skellinn. Á svipaðan hátt fengu íslensk stjórnvöld viðvaranir um hættulega efnahagsstefnu fyrir hrunið 2008 en skelltu við skollaeyrum. Skipherrar íslensku bankanna á þessum tíma gerðu reyndar betur en kollegi þeirra á Titanic. Þeir sigldu bæði eigin draumafleyjum í strand og þjóðarskútunni um leið. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir öxluðu enga ábyrgð en fólkið á þriðja farrými, fátækasti þriðjungur þjóðarinnar, fékk hins vegar skellinn. Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín á verðbólgubálinu sem þá æddi yfir sem eldur um akur. Veröld þeirra hrundi eins og spilaborg. Líkt og Titanic á sínum tíma er íslenska þjóðarskútan nú á viðsjárverðri leið mikillar verðbólgu og verðhækkana á nauðsynjavörum og húsnæði. Fórnarlömbin eru þeir sem stjórnvöld hafa hneppt í fátækragildrur, tekjulágar barnafjölskyldur, öryrkjar og sá hluti eldra fólks sem býr við sára fátækt. Íslensk stjórnvöld bjóða þessu fólki sannarlega ekki að hlöðnu veisluborði eins og því sem skipherra Titanic leiddi farþega fyrsta farrýmis að á sínum tíma. Jólahátíðin, sem brátt fer í hönd er ekki hátíð tilhlökkunar og gleði fyrir þetta fólk heldur kvíðvænlegur tími örbirgðar og vanlíðunar. Hinn 7. nóv. sl. spurði ég Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra hvort hann hygðist koma þeim til hjálpar fyrir jólin sem hefðu ekkert annað að reiða sig á en greiðslur frá Tryggingastofnun. Ætlar ráðherrann að greiða þessu fólki skatta og skerðingarlausan jólabónus? Í nýbirtum fjárauka kemur svarið fram. Hann ætlar að greiða öryrkjum helminginn af því sem þeir fengu greitt fyrir sl. jól. Enn og aftur á að skilja fátæka eldri borgara útundan. Samkvæmt fjáraukanum fá þeir ekki eina einustu krónu í jólabónus. Hin sorglega staðreynd er sú að stjórnvöld skeyta litlu um líf og líðan fólksins á þriðja farrými. Það má halda áfram að lepja dauðann úr skel. Eitt er víst að það vantar ótal björgunarbáta fyrir þá sem stjórnvöld hafa sett á þriðja farrými svo tryggja megi þeim mannsæmandi lífskjör. Ég skora á hæstvirtan ráðherra að sjá til þess að þeir sem alfarið þurfa að reiða sig á greiðslur almannatrygginga fái skatta og skerðingarlausar 60 þúsund krónur í bónus fyrir jólin! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Fjármál heimilisins Tekjur Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim. Skipstjórinn á Titanic, sem fyrirskipaði að siglt yrði áfram á fullri ferð þrátt fyrir viðvaranir um ísjaka á siglingaleiðinni fékk skellinn. Á svipaðan hátt fengu íslensk stjórnvöld viðvaranir um hættulega efnahagsstefnu fyrir hrunið 2008 en skelltu við skollaeyrum. Skipherrar íslensku bankanna á þessum tíma gerðu reyndar betur en kollegi þeirra á Titanic. Þeir sigldu bæði eigin draumafleyjum í strand og þjóðarskútunni um leið. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir öxluðu enga ábyrgð en fólkið á þriðja farrými, fátækasti þriðjungur þjóðarinnar, fékk hins vegar skellinn. Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín á verðbólgubálinu sem þá æddi yfir sem eldur um akur. Veröld þeirra hrundi eins og spilaborg. Líkt og Titanic á sínum tíma er íslenska þjóðarskútan nú á viðsjárverðri leið mikillar verðbólgu og verðhækkana á nauðsynjavörum og húsnæði. Fórnarlömbin eru þeir sem stjórnvöld hafa hneppt í fátækragildrur, tekjulágar barnafjölskyldur, öryrkjar og sá hluti eldra fólks sem býr við sára fátækt. Íslensk stjórnvöld bjóða þessu fólki sannarlega ekki að hlöðnu veisluborði eins og því sem skipherra Titanic leiddi farþega fyrsta farrýmis að á sínum tíma. Jólahátíðin, sem brátt fer í hönd er ekki hátíð tilhlökkunar og gleði fyrir þetta fólk heldur kvíðvænlegur tími örbirgðar og vanlíðunar. Hinn 7. nóv. sl. spurði ég Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra hvort hann hygðist koma þeim til hjálpar fyrir jólin sem hefðu ekkert annað að reiða sig á en greiðslur frá Tryggingastofnun. Ætlar ráðherrann að greiða þessu fólki skatta og skerðingarlausan jólabónus? Í nýbirtum fjárauka kemur svarið fram. Hann ætlar að greiða öryrkjum helminginn af því sem þeir fengu greitt fyrir sl. jól. Enn og aftur á að skilja fátæka eldri borgara útundan. Samkvæmt fjáraukanum fá þeir ekki eina einustu krónu í jólabónus. Hin sorglega staðreynd er sú að stjórnvöld skeyta litlu um líf og líðan fólksins á þriðja farrými. Það má halda áfram að lepja dauðann úr skel. Eitt er víst að það vantar ótal björgunarbáta fyrir þá sem stjórnvöld hafa sett á þriðja farrými svo tryggja megi þeim mannsæmandi lífskjör. Ég skora á hæstvirtan ráðherra að sjá til þess að þeir sem alfarið þurfa að reiða sig á greiðslur almannatrygginga fái skatta og skerðingarlausar 60 þúsund krónur í bónus fyrir jólin! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun