100 þúsund króna högg fyrir hátíðirnar Kristrún Frostadóttir skrifar 10. nóvember 2022 13:02 Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. Eins mætti ræða um hversu vanmetin hækkunarþörf bóta er í fjárlögum fyrir næsta ár, þar sem miðað er við úreltar spár um verðbólgu- og launaþróun. Lögum samkvæmt eiga bætur að fylgja verðlagi eða launum í landinu, hvort heldur sem hærra er. Þeim lögum er ekki fylgt og hefur ekki verið fylgt. Höldum okkur frekar í núinu. 100 þúsund króna höggi hið minnsta sem umræddir samborgarar okkar hafa nú þegar tekið á sig það sem af er ári. 100 þúsund krónur sem tekjulægsta fólk samfélagsins hefur ekki úr að spila núna fyrir hátíðirnar. Bætur hækka minna en verðlag Upphaflega átti að hækka bætur almannatrygginga um 3,8% á þessu ári. Mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar í júní bætti við 3%. Alls hafa bætur almannatrygginga því hækkað að meðaltali um 5,3% á árinu. Ríkisstjórnin kvittaði í haust undir að verðbólgan þetta árið yrði 7,5%, samkvæmt spá sem er orðin úrelt. Seðlabankinn væntir 8,8% verðbólgu að meðaltali og Samtök atvinnulífsins vænta a.m.k. 8% verðbólgu. Á mannamáli þýðir þetta að öryrkjar- og ellilífeyrisþegar hafa tekið á sig 3% verðlagshækkun, hið minnsta, sem ekki hefur fengist bætt á árinu. Um 9 þúsund krónur á mánuði. Vel yfir 100 þúsund krónur yfir árið fyrir skatt. Aldrei fleiri sótt um fjárhagsaðstoð Þessi þróun endurspeglast m.a. í nýjum tölum frá Umboðsmanni skuldara þar sem fram kemur að öryrkjar sem þangað leita eru að meðaltali 3.500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Umsóknir um fjárhagsaðstoð hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hjá Umboðsmanni en í síðasta mánuði. Við verðum sem samfélag að tala um hvað við skuldum þessum samborgurum okkar fyrir hátíðirnar. Vekja þarf athygli á því hvað ríkisstjórnin skuldar öryrkjum og ellilífeyrisþegum á grunnbótum núna fyrir jól. Þetta er raunkostnaður vegna ófyrirsjáanlegra atburða á árinu. Það minnsta sem við getum gert Fjáraukalög ríkisstjórnar geta tekið mið af slíkum atburðum, og í þessu tilviki ættu þau að gera það. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir 28 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega fyrir hátíðirnar í nýkynntum fjáraukalögum. Upphæðin eru í engum takti við veruleika fólks. Þarna er einfaldlega ekkert svigrúm eftir áralanga bið eftir réttlæti í þessum málaflokki. Það sem minnsta sem við getum gert er að mæta hækkunum þessa árs. Í fyrra kom þingið saman, að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, og samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu fyrir jólin. Augljóst er af þróun þessa árs, eftir allt sem á undan hefur gengið, að hið sama á við um þetta árið að teknu tillit til verðbólgu hið minnsta. Fyrir þessu mun Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands berjast á næstu vikum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Alþingi Tryggingar Fjármál heimilisins Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega. Eins mætti ræða um hversu vanmetin hækkunarþörf bóta er í fjárlögum fyrir næsta ár, þar sem miðað er við úreltar spár um verðbólgu- og launaþróun. Lögum samkvæmt eiga bætur að fylgja verðlagi eða launum í landinu, hvort heldur sem hærra er. Þeim lögum er ekki fylgt og hefur ekki verið fylgt. Höldum okkur frekar í núinu. 100 þúsund króna höggi hið minnsta sem umræddir samborgarar okkar hafa nú þegar tekið á sig það sem af er ári. 100 þúsund krónur sem tekjulægsta fólk samfélagsins hefur ekki úr að spila núna fyrir hátíðirnar. Bætur hækka minna en verðlag Upphaflega átti að hækka bætur almannatrygginga um 3,8% á þessu ári. Mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar í júní bætti við 3%. Alls hafa bætur almannatrygginga því hækkað að meðaltali um 5,3% á árinu. Ríkisstjórnin kvittaði í haust undir að verðbólgan þetta árið yrði 7,5%, samkvæmt spá sem er orðin úrelt. Seðlabankinn væntir 8,8% verðbólgu að meðaltali og Samtök atvinnulífsins vænta a.m.k. 8% verðbólgu. Á mannamáli þýðir þetta að öryrkjar- og ellilífeyrisþegar hafa tekið á sig 3% verðlagshækkun, hið minnsta, sem ekki hefur fengist bætt á árinu. Um 9 þúsund krónur á mánuði. Vel yfir 100 þúsund krónur yfir árið fyrir skatt. Aldrei fleiri sótt um fjárhagsaðstoð Þessi þróun endurspeglast m.a. í nýjum tölum frá Umboðsmanni skuldara þar sem fram kemur að öryrkjar sem þangað leita eru að meðaltali 3.500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Umsóknir um fjárhagsaðstoð hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hjá Umboðsmanni en í síðasta mánuði. Við verðum sem samfélag að tala um hvað við skuldum þessum samborgurum okkar fyrir hátíðirnar. Vekja þarf athygli á því hvað ríkisstjórnin skuldar öryrkjum og ellilífeyrisþegum á grunnbótum núna fyrir jól. Þetta er raunkostnaður vegna ófyrirsjáanlegra atburða á árinu. Það minnsta sem við getum gert Fjáraukalög ríkisstjórnar geta tekið mið af slíkum atburðum, og í þessu tilviki ættu þau að gera það. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir 28 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega fyrir hátíðirnar í nýkynntum fjáraukalögum. Upphæðin eru í engum takti við veruleika fólks. Þarna er einfaldlega ekkert svigrúm eftir áralanga bið eftir réttlæti í þessum málaflokki. Það sem minnsta sem við getum gert er að mæta hækkunum þessa árs. Í fyrra kom þingið saman, að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, og samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu fyrir jólin. Augljóst er af þróun þessa árs, eftir allt sem á undan hefur gengið, að hið sama á við um þetta árið að teknu tillit til verðbólgu hið minnsta. Fyrir þessu mun Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands berjast á næstu vikum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar