Þrjú ríki munu ráða úrslitum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 21:45 Atkvæði talin í Maricopa-sýslu í Arisóna. Þangað beinast nú augu allra sem eiga hagsmuna að gæta í kosningunum. AP Photo/Matt York Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing. Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar í gær. Enn er verið að telja atkvæði víða um Bandaríkin og endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir. Fjölmiðlar ytra telja þó ljóst að eins og staðan er núna haldi Demókratar á 48 sætum í öldungadeildinni. Repúblikanar eru ýmist með 48 eða 49, en mismunandi er eftir fjölmiðlum hvort Alaska er talið óákveðið eða með Repúblikönum. Það gera 96-97 sæti en hundrað þingmenn sitja í öldungadeildinni. Það þýðir að staðan í þremur ríkjum, þar sem fjölmiðlar hafa ekki treyst sér að segja til um sigurvegara, muni ráða úrslitum um hvort Demókratar haldi meirihluta eða ekki. Demókrötum nægir að komast í fimmtíu þingmenn þar sem Kamala Harris, varaforseti, heldur á oddaatkvæði. Repúblikanar þurfa einnig tvo sæti til að ná 51 þingmanni og þar með meirihluta, ef gert ráð fyrir að Alaska falli þeim í skaut. Umrædd ríki eru Arisóna, Nevada og Georgía. Ljóst er að kosningin í Georgíu, þar sem sitjandi þingmaður Demókrata, Raphael Warnock, etur kappi gegn Repúblikanum Herschel Walker, mun fara í aðra úrslitaumferð, sem fer fram 6. desember næstkomandi. Örlagavaldurinn Georgía Samkvæmt kosningareglum ríkisins þarf frambjóðandi að ná meira en fimmtíu prósent fylgi til að ná kjöri, sem hvorugur frambjóðanda náði í þetta skiptið. Þetta er í annað sinn í röð sem Warnock fer í aðra umferð. Hann náði einmitt kjöri á þing fyrir tveimur árum í slíkri kosningu, sem varð til þess að Demókratar náðu meirihluta í öldungadeildinni. Aðrar kosningar í röð gæti öldungadeildarkosningin í Georgíu-ríki því reynst mikill örlagavaldur. Það fer þó alfarið eftir því hvernig niðurstöðurnar verða í Arisóna og Nevada. Nái annar hvor flokkurinn að sigra í báðum þessum ríkjum munu aukakosningarnar í Georgíu ekki skipta jafn miklu máli, þar sem báðir flokkar þurfa tvö sæti í viðbót. Donald Trump er sagður vera æfur yfir því að Mehmet Oz, lengst til vinstri hafi tapað fyrir Demókratanum John Fetterman í öldungadeildarkosningunum í Pennsylvanínu. Ron deSantis, annar til vinstri, var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída-ríkis í gær. Hann er talinn vera líklegasti mótframbjóðandi Trumps í forkosningum Repúbliakna fyrir forsetakosningarnar 2024.Samsett Ekki er víst hvenær niðurstöðurnar í Arisóna og Nevada liggi fyrir, þó ljóst er að það verður áður en aukakosningin fer fram í Georgíu þann 6. desember næstkomandi. Eins og staðan er núna í Nevada er Adam Laxalt, frambjóðandi Repúblikana með 22 þúsund atkvæða forskot gegn sitjandi þingmanni Demókrata, Catherine Cortex Masto, þegar 77 prósent atkvæða hafa verið talin. Í kosningunum 2020 tók þrjá daga að telja níutíu prósent atkvæða, en flest atkvæða í Nevada eru svokölluð póstatkvæði. Í Arisóna hefur sitjandi þingmaður Demókrata, Mark Kelly, vinninginn sem stendur gegn Blake Masters, frambjóðanda Repúblikana. Þar hafa 66 prósent atkvæða verið talin. Um níutíu þúsund atkvæðum munar. Líkt og í Nevada eru flest atkvæði í ríkinu svokölluð póstatkvæði. Enn er líklegast að Repúblikanar muni ná meirihluta í fulltrúadeildinni en ólíklegt er að sá meirihluti verði jafn stór og spár gerði ráð fyrir í aðdraganda kosninganna. New York Times segir að staðan núna sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar í gær. Enn er verið að telja atkvæði víða um Bandaríkin og endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir. Fjölmiðlar ytra telja þó ljóst að eins og staðan er núna haldi Demókratar á 48 sætum í öldungadeildinni. Repúblikanar eru ýmist með 48 eða 49, en mismunandi er eftir fjölmiðlum hvort Alaska er talið óákveðið eða með Repúblikönum. Það gera 96-97 sæti en hundrað þingmenn sitja í öldungadeildinni. Það þýðir að staðan í þremur ríkjum, þar sem fjölmiðlar hafa ekki treyst sér að segja til um sigurvegara, muni ráða úrslitum um hvort Demókratar haldi meirihluta eða ekki. Demókrötum nægir að komast í fimmtíu þingmenn þar sem Kamala Harris, varaforseti, heldur á oddaatkvæði. Repúblikanar þurfa einnig tvo sæti til að ná 51 þingmanni og þar með meirihluta, ef gert ráð fyrir að Alaska falli þeim í skaut. Umrædd ríki eru Arisóna, Nevada og Georgía. Ljóst er að kosningin í Georgíu, þar sem sitjandi þingmaður Demókrata, Raphael Warnock, etur kappi gegn Repúblikanum Herschel Walker, mun fara í aðra úrslitaumferð, sem fer fram 6. desember næstkomandi. Örlagavaldurinn Georgía Samkvæmt kosningareglum ríkisins þarf frambjóðandi að ná meira en fimmtíu prósent fylgi til að ná kjöri, sem hvorugur frambjóðanda náði í þetta skiptið. Þetta er í annað sinn í röð sem Warnock fer í aðra umferð. Hann náði einmitt kjöri á þing fyrir tveimur árum í slíkri kosningu, sem varð til þess að Demókratar náðu meirihluta í öldungadeildinni. Aðrar kosningar í röð gæti öldungadeildarkosningin í Georgíu-ríki því reynst mikill örlagavaldur. Það fer þó alfarið eftir því hvernig niðurstöðurnar verða í Arisóna og Nevada. Nái annar hvor flokkurinn að sigra í báðum þessum ríkjum munu aukakosningarnar í Georgíu ekki skipta jafn miklu máli, þar sem báðir flokkar þurfa tvö sæti í viðbót. Donald Trump er sagður vera æfur yfir því að Mehmet Oz, lengst til vinstri hafi tapað fyrir Demókratanum John Fetterman í öldungadeildarkosningunum í Pennsylvanínu. Ron deSantis, annar til vinstri, var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída-ríkis í gær. Hann er talinn vera líklegasti mótframbjóðandi Trumps í forkosningum Repúbliakna fyrir forsetakosningarnar 2024.Samsett Ekki er víst hvenær niðurstöðurnar í Arisóna og Nevada liggi fyrir, þó ljóst er að það verður áður en aukakosningin fer fram í Georgíu þann 6. desember næstkomandi. Eins og staðan er núna í Nevada er Adam Laxalt, frambjóðandi Repúblikana með 22 þúsund atkvæða forskot gegn sitjandi þingmanni Demókrata, Catherine Cortex Masto, þegar 77 prósent atkvæða hafa verið talin. Í kosningunum 2020 tók þrjá daga að telja níutíu prósent atkvæða, en flest atkvæða í Nevada eru svokölluð póstatkvæði. Í Arisóna hefur sitjandi þingmaður Demókrata, Mark Kelly, vinninginn sem stendur gegn Blake Masters, frambjóðanda Repúblikana. Þar hafa 66 prósent atkvæða verið talin. Um níutíu þúsund atkvæðum munar. Líkt og í Nevada eru flest atkvæði í ríkinu svokölluð póstatkvæði. Enn er líklegast að Repúblikanar muni ná meirihluta í fulltrúadeildinni en ólíklegt er að sá meirihluti verði jafn stór og spár gerði ráð fyrir í aðdraganda kosninganna. New York Times segir að staðan núna sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira