Þrjú ríki munu ráða úrslitum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 21:45 Atkvæði talin í Maricopa-sýslu í Arisóna. Þangað beinast nú augu allra sem eiga hagsmuna að gæta í kosningunum. AP Photo/Matt York Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing. Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar í gær. Enn er verið að telja atkvæði víða um Bandaríkin og endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir. Fjölmiðlar ytra telja þó ljóst að eins og staðan er núna haldi Demókratar á 48 sætum í öldungadeildinni. Repúblikanar eru ýmist með 48 eða 49, en mismunandi er eftir fjölmiðlum hvort Alaska er talið óákveðið eða með Repúblikönum. Það gera 96-97 sæti en hundrað þingmenn sitja í öldungadeildinni. Það þýðir að staðan í þremur ríkjum, þar sem fjölmiðlar hafa ekki treyst sér að segja til um sigurvegara, muni ráða úrslitum um hvort Demókratar haldi meirihluta eða ekki. Demókrötum nægir að komast í fimmtíu þingmenn þar sem Kamala Harris, varaforseti, heldur á oddaatkvæði. Repúblikanar þurfa einnig tvo sæti til að ná 51 þingmanni og þar með meirihluta, ef gert ráð fyrir að Alaska falli þeim í skaut. Umrædd ríki eru Arisóna, Nevada og Georgía. Ljóst er að kosningin í Georgíu, þar sem sitjandi þingmaður Demókrata, Raphael Warnock, etur kappi gegn Repúblikanum Herschel Walker, mun fara í aðra úrslitaumferð, sem fer fram 6. desember næstkomandi. Örlagavaldurinn Georgía Samkvæmt kosningareglum ríkisins þarf frambjóðandi að ná meira en fimmtíu prósent fylgi til að ná kjöri, sem hvorugur frambjóðanda náði í þetta skiptið. Þetta er í annað sinn í röð sem Warnock fer í aðra umferð. Hann náði einmitt kjöri á þing fyrir tveimur árum í slíkri kosningu, sem varð til þess að Demókratar náðu meirihluta í öldungadeildinni. Aðrar kosningar í röð gæti öldungadeildarkosningin í Georgíu-ríki því reynst mikill örlagavaldur. Það fer þó alfarið eftir því hvernig niðurstöðurnar verða í Arisóna og Nevada. Nái annar hvor flokkurinn að sigra í báðum þessum ríkjum munu aukakosningarnar í Georgíu ekki skipta jafn miklu máli, þar sem báðir flokkar þurfa tvö sæti í viðbót. Donald Trump er sagður vera æfur yfir því að Mehmet Oz, lengst til vinstri hafi tapað fyrir Demókratanum John Fetterman í öldungadeildarkosningunum í Pennsylvanínu. Ron deSantis, annar til vinstri, var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída-ríkis í gær. Hann er talinn vera líklegasti mótframbjóðandi Trumps í forkosningum Repúbliakna fyrir forsetakosningarnar 2024.Samsett Ekki er víst hvenær niðurstöðurnar í Arisóna og Nevada liggi fyrir, þó ljóst er að það verður áður en aukakosningin fer fram í Georgíu þann 6. desember næstkomandi. Eins og staðan er núna í Nevada er Adam Laxalt, frambjóðandi Repúblikana með 22 þúsund atkvæða forskot gegn sitjandi þingmanni Demókrata, Catherine Cortex Masto, þegar 77 prósent atkvæða hafa verið talin. Í kosningunum 2020 tók þrjá daga að telja níutíu prósent atkvæða, en flest atkvæða í Nevada eru svokölluð póstatkvæði. Í Arisóna hefur sitjandi þingmaður Demókrata, Mark Kelly, vinninginn sem stendur gegn Blake Masters, frambjóðanda Repúblikana. Þar hafa 66 prósent atkvæða verið talin. Um níutíu þúsund atkvæðum munar. Líkt og í Nevada eru flest atkvæði í ríkinu svokölluð póstatkvæði. Enn er líklegast að Repúblikanar muni ná meirihluta í fulltrúadeildinni en ólíklegt er að sá meirihluti verði jafn stór og spár gerði ráð fyrir í aðdraganda kosninganna. New York Times segir að staðan núna sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Sjá meira
Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar í gær. Enn er verið að telja atkvæði víða um Bandaríkin og endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir. Fjölmiðlar ytra telja þó ljóst að eins og staðan er núna haldi Demókratar á 48 sætum í öldungadeildinni. Repúblikanar eru ýmist með 48 eða 49, en mismunandi er eftir fjölmiðlum hvort Alaska er talið óákveðið eða með Repúblikönum. Það gera 96-97 sæti en hundrað þingmenn sitja í öldungadeildinni. Það þýðir að staðan í þremur ríkjum, þar sem fjölmiðlar hafa ekki treyst sér að segja til um sigurvegara, muni ráða úrslitum um hvort Demókratar haldi meirihluta eða ekki. Demókrötum nægir að komast í fimmtíu þingmenn þar sem Kamala Harris, varaforseti, heldur á oddaatkvæði. Repúblikanar þurfa einnig tvo sæti til að ná 51 þingmanni og þar með meirihluta, ef gert ráð fyrir að Alaska falli þeim í skaut. Umrædd ríki eru Arisóna, Nevada og Georgía. Ljóst er að kosningin í Georgíu, þar sem sitjandi þingmaður Demókrata, Raphael Warnock, etur kappi gegn Repúblikanum Herschel Walker, mun fara í aðra úrslitaumferð, sem fer fram 6. desember næstkomandi. Örlagavaldurinn Georgía Samkvæmt kosningareglum ríkisins þarf frambjóðandi að ná meira en fimmtíu prósent fylgi til að ná kjöri, sem hvorugur frambjóðanda náði í þetta skiptið. Þetta er í annað sinn í röð sem Warnock fer í aðra umferð. Hann náði einmitt kjöri á þing fyrir tveimur árum í slíkri kosningu, sem varð til þess að Demókratar náðu meirihluta í öldungadeildinni. Aðrar kosningar í röð gæti öldungadeildarkosningin í Georgíu-ríki því reynst mikill örlagavaldur. Það fer þó alfarið eftir því hvernig niðurstöðurnar verða í Arisóna og Nevada. Nái annar hvor flokkurinn að sigra í báðum þessum ríkjum munu aukakosningarnar í Georgíu ekki skipta jafn miklu máli, þar sem báðir flokkar þurfa tvö sæti í viðbót. Donald Trump er sagður vera æfur yfir því að Mehmet Oz, lengst til vinstri hafi tapað fyrir Demókratanum John Fetterman í öldungadeildarkosningunum í Pennsylvanínu. Ron deSantis, annar til vinstri, var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída-ríkis í gær. Hann er talinn vera líklegasti mótframbjóðandi Trumps í forkosningum Repúbliakna fyrir forsetakosningarnar 2024.Samsett Ekki er víst hvenær niðurstöðurnar í Arisóna og Nevada liggi fyrir, þó ljóst er að það verður áður en aukakosningin fer fram í Georgíu þann 6. desember næstkomandi. Eins og staðan er núna í Nevada er Adam Laxalt, frambjóðandi Repúblikana með 22 þúsund atkvæða forskot gegn sitjandi þingmanni Demókrata, Catherine Cortex Masto, þegar 77 prósent atkvæða hafa verið talin. Í kosningunum 2020 tók þrjá daga að telja níutíu prósent atkvæða, en flest atkvæða í Nevada eru svokölluð póstatkvæði. Í Arisóna hefur sitjandi þingmaður Demókrata, Mark Kelly, vinninginn sem stendur gegn Blake Masters, frambjóðanda Repúblikana. Þar hafa 66 prósent atkvæða verið talin. Um níutíu þúsund atkvæðum munar. Líkt og í Nevada eru flest atkvæði í ríkinu svokölluð póstatkvæði. Enn er líklegast að Repúblikanar muni ná meirihluta í fulltrúadeildinni en ólíklegt er að sá meirihluti verði jafn stór og spár gerði ráð fyrir í aðdraganda kosninganna. New York Times segir að staðan núna sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent