Mikilvægt að efla samskiptanet kvenna í leiðtogastörfum Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2022 19:30 Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga stýrði pallborðsumræðum með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóra UN Women á heimsþinginu í dag. María Kjartansdóttir Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóri UN Women og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segja mikilvægt að tengja saman konur í leiðtogastöðum til að efla og hvetja allar konur til að bjóða sig fram til leiðtogastarfa. Sima Sami og Katrín sátu saman í pallborði hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur stjórnarformanni Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í dag. Þar var meðal annars rætt um hvers vegna lítið hefði breyst í viðhorfum almennings víðast hvar til kvenna í leiðtogastörfum. Aðalframkvæmdastjórinn hefur ákveðið að koma á fót vettvangi fyrir konur í leiðtogastöðum. „Það mikilvægasta við forystu kvenna er að tryggja að þær komist í forgrunninn á mjög öflugan hátt. Og ég held að UN Women geti komið því á framfæri á öflugan hátt. Eitt af þeim málum sem ég var að skoða er að skapa varanlegt fyrirkomulag þar sem kvenleiðtogar geta rætt, talað og hugsað saman og geta myndað tengslanet," Bahouse. Sima Sami Bahous og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að tengja þurfi konur í leiðtogastörfum betur saman.María Kjartansdóttir „Ég held að við sæjum ekki jafnmörg stríð í heiminum ef það væru fleiri kvenleiðtogar. Ég er frá Íslandi og að mörgu leyti eru það forréttindi að vera hér. En ég verð líka oft mjög pirruð af því mér finnst hlutirnir ganga of hægt. Ég verð stundum mjög vonsvikin yfir því að við skulum ekki hafa náð því að útrýma launamun kynjanna og að enn skuli karlremba leynast í öllum hornum," sagði Katrín. Hanna Birna fagnaði því að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands til sextán ára og verndari Heimsþings kvenleiðtoga væri á staðnum að fylgjast með umræðum. Hún hefði reynst kynslóðum kvenna góð fyrirmynd með störfum sínum sem fyrsta lýðræðislega kjörna konan í embætti forseta. Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands var vel fagnað á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir „Við Katrín sátum jafnvel með strákum í skóla á sínum tíma sem veltu því fyrir sér hvort það væri yfirleitt möguleiki að strákur gæti orðið forseti,“ sagði Hanna Katrín og salurinn tók undir með lófataki þegar hún þakkaði Vigdísi fyrir hennar framlag. Heimsþing kvenleiðtoga Sameinuðu þjóðirnar Vigdís Finnbogadóttir Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50 Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
Sima Sami og Katrín sátu saman í pallborði hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur stjórnarformanni Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í dag. Þar var meðal annars rætt um hvers vegna lítið hefði breyst í viðhorfum almennings víðast hvar til kvenna í leiðtogastörfum. Aðalframkvæmdastjórinn hefur ákveðið að koma á fót vettvangi fyrir konur í leiðtogastöðum. „Það mikilvægasta við forystu kvenna er að tryggja að þær komist í forgrunninn á mjög öflugan hátt. Og ég held að UN Women geti komið því á framfæri á öflugan hátt. Eitt af þeim málum sem ég var að skoða er að skapa varanlegt fyrirkomulag þar sem kvenleiðtogar geta rætt, talað og hugsað saman og geta myndað tengslanet," Bahouse. Sima Sami Bahous og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að tengja þurfi konur í leiðtogastörfum betur saman.María Kjartansdóttir „Ég held að við sæjum ekki jafnmörg stríð í heiminum ef það væru fleiri kvenleiðtogar. Ég er frá Íslandi og að mörgu leyti eru það forréttindi að vera hér. En ég verð líka oft mjög pirruð af því mér finnst hlutirnir ganga of hægt. Ég verð stundum mjög vonsvikin yfir því að við skulum ekki hafa náð því að útrýma launamun kynjanna og að enn skuli karlremba leynast í öllum hornum," sagði Katrín. Hanna Birna fagnaði því að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands til sextán ára og verndari Heimsþings kvenleiðtoga væri á staðnum að fylgjast með umræðum. Hún hefði reynst kynslóðum kvenna góð fyrirmynd með störfum sínum sem fyrsta lýðræðislega kjörna konan í embætti forseta. Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands var vel fagnað á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir „Við Katrín sátum jafnvel með strákum í skóla á sínum tíma sem veltu því fyrir sér hvort það væri yfirleitt möguleiki að strákur gæti orðið forseti,“ sagði Hanna Katrín og salurinn tók undir með lófataki þegar hún þakkaði Vigdísi fyrir hennar framlag.
Heimsþing kvenleiðtoga Sameinuðu þjóðirnar Vigdís Finnbogadóttir Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50 Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50
Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20