Þetta kemur fram í tilkynningu Play til kauphallar þar sem hluthafafundur er boðaður þann 30. nóvember næstkomandi. Greint var frá því í síðustu viku að Stjórn flugfélagsins Play hafði safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða.
Í tilkynningu til kauphallar nú síðdegis kemur fram að jafn framt verði efnt til útboðs meðal annarra hluthafa en þeirra tuttugu stærstu. Þar gefst þessum minni hluthöfum þeim kostur á að skrá sig fyrir allt að 71.136.258 nýjum hlutum á sömu kjörum og í útboðinu í síðustu viku, eða á genginu 14,6.
Gengi Play situr nú í 13,7. Nýti hluthafar þetta tækifæri til fulls mun Play safna rúmlega milljarði til viðbótar við þá 2,3 milljarða sem söfnuðust í hinu útboðinu.