Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 15:00 Fríða Sigurðardóttir er í foreldrafélagi leikskólans Hlíðar. Félagið hefur barist fyrir svörum frá borginni varðandi framtíð leikskólans. Vísir/Vilhelm Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. Málið bar brátt að. Foreldrar voru boðaðir á áríðandi foreldrafund þar sem þeim var tilkynnt að mygla hafi fundist í húsnæði leikskólans. Börnunum þyrfti að koma fyrir annars staðar og það með hraði. Meirihluti barnanna var sendur á Brákarborg í Sundum. Ein deild fór á Klambra en ein deild varð eftir á Litlu-Hlíð. „Mikið álag og vesen fyrir foreldra, börn og starfsfólk“ Fríða Sigurðardóttir er í foreldrafélagi leikskólans. Í samtali við fréttastofu segir hún að foreldrum hafi upphaflega verið tilkynnt að ástandið myndi standa í sex vikur. Þá ætti starfsemin að geta hafist í Safamýrarskóla. Hún efast þó um að það taki svo stuttan tíma að leysa úr þessu. „Við erum nefnilega að bíða eftir að Nóaborg fari úr Safamýraskóla. Það er verið að taka þeirra húsnæði í gegn líka eftir að þar fannst mygla. Þetta er orðið að einskonar halarófu sem býr til mikla óvissu,“ segir Fríða. Leikskólinn Hlíð í Eskihlíð. Starfsemi skólans liggur að mestu leyti niðri vegna myglu.Vísir/Vilhelm Fríða efast um að húsnæði Hlíðar muni opna aftur sem leikskóli. Þegar búið verði að taka það í gegn muni húsnæðið ekki standast nútímakröfur með tilliti til aðgengis og annars. Við förum ekki þangað í óbreyttri mynd, við erum í raun á hrakhólum. Það er mikið óvissuástand sem ríkir. Mikið álag og vesen fyrir foreldra, börn og starfsfólk. Logandi hrædd um starfsfólkið Þá segir Fríða foreldra hafa miklar áhyggjur af starfsfólkinu. „Það er auðvitað í ekkert sérstaklega vel launuðu starfi og fá ekki endilega þá virðingu sem þau eiga skilið. Margir starfsmenn nýta sér það að ganga til vinnu en nú þurfa þau að eyða hálftíma í bíl hvora leið. Það vantar alls staðar fólk á leikskóla, af hverju ættu þau ekki að fá sér aðra vinnu innan hverfis? Við erum logandi hrædd um okkar góða starfsfólk,“ segir Fríða. Foreldrar barnanna á Hlíð hafa tekið málin í sínar hendur og beitt sér fyrir því að finna húsnæði sem hentar, hvort sem það yrði bráðabirgða eða til frambúðar.Vísir/Vilhelm Foreldrar barnanna á Hlíð hafa tekið málin í sínar hendur og beitt sér fyrir því að finna húsnæði sem hentar, hvort sem það yrði bráðabirgða eða til frambúðar. „Við höfum mikinn skilning á því að Reykjavíkurborg sé í miklum bobba varðandi þessi mál. Þess vegna höfum við svolítið tekið til okkar ráða og reynt að aðstoða. Við höfum komið með tillögur og lausnir, reynt að vera með alla anga úti. Þetta er að okkar mati mikil skerðing á lífsgæðum að þurfa að fara út fyrir hverfið,“ segir Fríða. „Við erum búin að senda bréf á alla kjörna fulltrúa, á borgarstjóra, á eignasvið, skóla-og frístundaráð. Í raun bara á alla sem hafa eitthvað með þessi mál að gera. Við fengum svar frá Degi [B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur] um að hann teldi málið vera í góðum höndum eignasviðs borgarinnar." „Mögulega hægt að slaka á einhverjum kröfum tímabundið“ Í götunni Valshlíð er stórt húsnæði sem stendur autt þar sem ekki hefur tekist að leigja það út sem atvinnuhúsnæði. Foreldrafélagið stakk upp á að starfsemi leikskólans flyttist þangað um tíma. Því var neitað þar sem það þarf að fara yfir umferðargötu til að komast á útisvæðið. „Það stendur svo sem ekki svart á hvítu í neinni reglugerð að það megi ekki fara yfir götu,“ segir Fríða. Við viljum auðvitað ekki að það verði þannig til frambúðar að börn þurfti að fara yfir götu til að komast á leiksvæði, það er auðvitað ekki gott. En mögulega væri hægt að slaka á einhverjum kröfum tímabundið.“ Foreldrar bugaðir Fríða segir foreldra almennt bugaða yfir ástandinu. „Það er svo mikil óvissa, fyrir foreldra, starfsfólk og ekki síst börnin. Við vitum ekert hvað verður. Þetta er hálftími í bíl hvora leið. Fyrir utan álagið á þessi hverfi sem eru að fá kannski hundrað auka bíla inn í hverfin sem voru ekki þar áður. Við viljum styðja grænar samgöngur sem eru tveir jafnfljótir. Viljum geta gengið með börnin í leikskólann og sótt þau gangandi,“ segir Fríða. Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mygla Tengdar fréttir Mygla í skólum - Áskorun til foreldrafélaga Undanfarin misseri hafa foreldrafélög víða um land verið iðin við að skora á yfirvöld í viðkomandi sveitafélögum að gera úrbætur tengdar myglu, gera kröfu um endurbætur húsnæði og/eða byggingu nýs húsnæðis og allt eru þetta réttmætar kröfur. 7. nóvember 2022 22:01 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Málið bar brátt að. Foreldrar voru boðaðir á áríðandi foreldrafund þar sem þeim var tilkynnt að mygla hafi fundist í húsnæði leikskólans. Börnunum þyrfti að koma fyrir annars staðar og það með hraði. Meirihluti barnanna var sendur á Brákarborg í Sundum. Ein deild fór á Klambra en ein deild varð eftir á Litlu-Hlíð. „Mikið álag og vesen fyrir foreldra, börn og starfsfólk“ Fríða Sigurðardóttir er í foreldrafélagi leikskólans. Í samtali við fréttastofu segir hún að foreldrum hafi upphaflega verið tilkynnt að ástandið myndi standa í sex vikur. Þá ætti starfsemin að geta hafist í Safamýrarskóla. Hún efast þó um að það taki svo stuttan tíma að leysa úr þessu. „Við erum nefnilega að bíða eftir að Nóaborg fari úr Safamýraskóla. Það er verið að taka þeirra húsnæði í gegn líka eftir að þar fannst mygla. Þetta er orðið að einskonar halarófu sem býr til mikla óvissu,“ segir Fríða. Leikskólinn Hlíð í Eskihlíð. Starfsemi skólans liggur að mestu leyti niðri vegna myglu.Vísir/Vilhelm Fríða efast um að húsnæði Hlíðar muni opna aftur sem leikskóli. Þegar búið verði að taka það í gegn muni húsnæðið ekki standast nútímakröfur með tilliti til aðgengis og annars. Við förum ekki þangað í óbreyttri mynd, við erum í raun á hrakhólum. Það er mikið óvissuástand sem ríkir. Mikið álag og vesen fyrir foreldra, börn og starfsfólk. Logandi hrædd um starfsfólkið Þá segir Fríða foreldra hafa miklar áhyggjur af starfsfólkinu. „Það er auðvitað í ekkert sérstaklega vel launuðu starfi og fá ekki endilega þá virðingu sem þau eiga skilið. Margir starfsmenn nýta sér það að ganga til vinnu en nú þurfa þau að eyða hálftíma í bíl hvora leið. Það vantar alls staðar fólk á leikskóla, af hverju ættu þau ekki að fá sér aðra vinnu innan hverfis? Við erum logandi hrædd um okkar góða starfsfólk,“ segir Fríða. Foreldrar barnanna á Hlíð hafa tekið málin í sínar hendur og beitt sér fyrir því að finna húsnæði sem hentar, hvort sem það yrði bráðabirgða eða til frambúðar.Vísir/Vilhelm Foreldrar barnanna á Hlíð hafa tekið málin í sínar hendur og beitt sér fyrir því að finna húsnæði sem hentar, hvort sem það yrði bráðabirgða eða til frambúðar. „Við höfum mikinn skilning á því að Reykjavíkurborg sé í miklum bobba varðandi þessi mál. Þess vegna höfum við svolítið tekið til okkar ráða og reynt að aðstoða. Við höfum komið með tillögur og lausnir, reynt að vera með alla anga úti. Þetta er að okkar mati mikil skerðing á lífsgæðum að þurfa að fara út fyrir hverfið,“ segir Fríða. „Við erum búin að senda bréf á alla kjörna fulltrúa, á borgarstjóra, á eignasvið, skóla-og frístundaráð. Í raun bara á alla sem hafa eitthvað með þessi mál að gera. Við fengum svar frá Degi [B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur] um að hann teldi málið vera í góðum höndum eignasviðs borgarinnar." „Mögulega hægt að slaka á einhverjum kröfum tímabundið“ Í götunni Valshlíð er stórt húsnæði sem stendur autt þar sem ekki hefur tekist að leigja það út sem atvinnuhúsnæði. Foreldrafélagið stakk upp á að starfsemi leikskólans flyttist þangað um tíma. Því var neitað þar sem það þarf að fara yfir umferðargötu til að komast á útisvæðið. „Það stendur svo sem ekki svart á hvítu í neinni reglugerð að það megi ekki fara yfir götu,“ segir Fríða. Við viljum auðvitað ekki að það verði þannig til frambúðar að börn þurfti að fara yfir götu til að komast á leiksvæði, það er auðvitað ekki gott. En mögulega væri hægt að slaka á einhverjum kröfum tímabundið.“ Foreldrar bugaðir Fríða segir foreldra almennt bugaða yfir ástandinu. „Það er svo mikil óvissa, fyrir foreldra, starfsfólk og ekki síst börnin. Við vitum ekert hvað verður. Þetta er hálftími í bíl hvora leið. Fyrir utan álagið á þessi hverfi sem eru að fá kannski hundrað auka bíla inn í hverfin sem voru ekki þar áður. Við viljum styðja grænar samgöngur sem eru tveir jafnfljótir. Viljum geta gengið með börnin í leikskólann og sótt þau gangandi,“ segir Fríða.
Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mygla Tengdar fréttir Mygla í skólum - Áskorun til foreldrafélaga Undanfarin misseri hafa foreldrafélög víða um land verið iðin við að skora á yfirvöld í viðkomandi sveitafélögum að gera úrbætur tengdar myglu, gera kröfu um endurbætur húsnæði og/eða byggingu nýs húsnæðis og allt eru þetta réttmætar kröfur. 7. nóvember 2022 22:01 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Mygla í skólum - Áskorun til foreldrafélaga Undanfarin misseri hafa foreldrafélög víða um land verið iðin við að skora á yfirvöld í viðkomandi sveitafélögum að gera úrbætur tengdar myglu, gera kröfu um endurbætur húsnæði og/eða byggingu nýs húsnæðis og allt eru þetta réttmætar kröfur. 7. nóvember 2022 22:01
Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33
Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33