Skoðun

Mygla í skólum - Áskorun til foreldrafélaga

Tryggvi Scheving Thorsteinsson og Snorri Sturluson skrifa

Undanfarin misseri hafa foreldrafélög víða um land verið iðin við að skora á yfirvöld í viðkomandi sveitafélögum að gera úrbætur tengdar myglu, gera kröfu um endurbætur húsnæði og/eða byggingu nýs húsnæðis og allt eru þetta réttmætar kröfur.

Því skýtur skökku við að eftir umfjöllun Kastljóss um kynþáttafordóma í skólum hafi ekki eitt einasta foreldrafélag stígið fram og skorað á yfirvöld í sínu sveitafélagi að taka þessi mál föstum tökum.

Ein skaðlegasta myglan í íslensku skólasamfélagi eru kynþáttafordómar og fyrirfinnst hún í öllum skólum. Til að uppræta þessa meinsemd þurfa skólar að senda skýr skilaboð um að svona framkoma sé ekki liðin ásamt því að uppfræða nemendur og aðstandendur þeirra markvisst alla skólagönguna. Innviðir skólasamfélagsins eiga tól og tæki til að taka á þessu málum með afgerandi hætti, því skorum við á foreldrafélög að setja þrýsting á skólayfirvöld í sínu sveitafélagi um að gera eitthvað í málunum ekki seinna en strax.

Í ljósi umfjöllunar Kastljóss um fordóma í garð barna með dökkan húðlit skorum við á Skóla- og frístundaráð RVK að bregðast við án tafar með skipulagðri fræðslu og skráningu atvika þar sem fordómahlaðin orðræða er viðhöfð.

Höfundar er áhugamenn samfélag án kynþáttafordóma.




Skoðun

Sjá meira


×