Leikskólabörn að greinast með flensuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2022 21:30 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé nú boðið upp á inflúensubólusetningu fyrir börn frá sex mánaða aldri til tveggja og hálfs árs. Vísir/Egill Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu. Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir segir flensuna óvenju snemma á ferð. „Þetta eru fleiri staðfest tilfelli en við venjulega höfum greint á þessum árstíma en við vitum ekki hvort að það er eitthvað tilfallandi sem að mun fara niður aftur eða hvort þetta er upphafið á faraldrinum svona óvenju snemma svona miðað við venjulegt árferði,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. „Greiningarnar sem eru að koma til okkar eru aðallega börn á leikskóla aldri eða svona ungt fólk.“ Sóttvarnalæknir hefur nú í fyrsta sinn ákveðið að bjóða upp á inflúensubólusetningu fyrir börn á aldrinum sex mánaða til tveggja og hálfs árs. „Það er vegna þess að í þeim faraldri sem við sáum núna á suðurhveli, en flensan hún fer svona í sveiflum á milli suður- og norðurhvels jarðar, að þar var óvenjulega mikið um slæm veikindi hjá börnum. Þannig að þau voru að leggjast inn á sjúkrahús og flensan getur verið mjög skæð. Sérstaklega hjá yngri en tveggja ára. Þess vegna erum við að leggja þetta til.“ Hún segir erfitt að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. Mikilvægt sé að fólk þiggi bólusetningar sér í lagi þeir sem eru í áhættuhópum og hugi að sóttvörnum sem virki gegn öllum þeim pestum sem eru í gangi. „Þetta hefur verið óvenjulegt út af Covid svo við vitum ekki alveg við hverju á að búast eða hvenær faraldurinn verður svona í toppi. Í fyrra kom hún seint og tilfellin svona alls voru töluvert færri. Árið þar á undan kom engin. Við eigum von á þessu núna en við vitum ekki alveg hvernig þetta verður.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir segir flensuna óvenju snemma á ferð. „Þetta eru fleiri staðfest tilfelli en við venjulega höfum greint á þessum árstíma en við vitum ekki hvort að það er eitthvað tilfallandi sem að mun fara niður aftur eða hvort þetta er upphafið á faraldrinum svona óvenju snemma svona miðað við venjulegt árferði,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. „Greiningarnar sem eru að koma til okkar eru aðallega börn á leikskóla aldri eða svona ungt fólk.“ Sóttvarnalæknir hefur nú í fyrsta sinn ákveðið að bjóða upp á inflúensubólusetningu fyrir börn á aldrinum sex mánaða til tveggja og hálfs árs. „Það er vegna þess að í þeim faraldri sem við sáum núna á suðurhveli, en flensan hún fer svona í sveiflum á milli suður- og norðurhvels jarðar, að þar var óvenjulega mikið um slæm veikindi hjá börnum. Þannig að þau voru að leggjast inn á sjúkrahús og flensan getur verið mjög skæð. Sérstaklega hjá yngri en tveggja ára. Þess vegna erum við að leggja þetta til.“ Hún segir erfitt að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. Mikilvægt sé að fólk þiggi bólusetningar sér í lagi þeir sem eru í áhættuhópum og hugi að sóttvörnum sem virki gegn öllum þeim pestum sem eru í gangi. „Þetta hefur verið óvenjulegt út af Covid svo við vitum ekki alveg við hverju á að búast eða hvenær faraldurinn verður svona í toppi. Í fyrra kom hún seint og tilfellin svona alls voru töluvert færri. Árið þar á undan kom engin. Við eigum von á þessu núna en við vitum ekki alveg hvernig þetta verður.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01