Alveg jafn sátt með appelsínuöndina sex árum síðar Bjarki Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2022 15:39 Appelsínuöndin er alltaf jafn góð að mati Ellenar. Ellen Guðmundsdóttir sló óvart í gegn hér á landi fyrir sex árum síðan þegar eiginmaður hennar birti mynd af henni á Facebook. Þá misskildi vinur hans færsluna og hélt hann væri að kalla eiginkonu sína appelsínuönd. Árið 2016 voru hjónin Ellen Guðmundsdóttir og Jónas Bjarnason stödd á eyjunni Tenerife á veitingastaðnum Hong Kong Food City. Þar fæst besta appelsínuönd heims að mati Ellenar. Hún var mjög ánægð með öndina sem hún fékk og skrifaði Jónas við myndina: „Sátt með appelsínuöndina“. Tryggvi, vinur Jónasar, misskildi færsluna og hélt að Jónas væri að líkja Ellen við appelsínuönd þar sem hún var orðin ansi sólbrún eftir dvölina á eyjunni. „Að þú skulir tala svona um konuna þína“ skrifaði Tryggvi. Jónas var fljótur að leiðrétta hann en úr urðu ein frægustu Facebook-samskipti Íslandssögunnar. Nú sex árum síðar ákvað dóttir þeirra Ellenar og Jónasar, Indíra, að endurgera myndina frægu. Hún hafði aldrei fengið að fara með móður sinni að smakka öndina frægu en það breyttist í gær. „Ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016,“ skrifaði Indíra við myndina sem hún birti í gærkvöldi. Auðvitað fengu fyrri samskipti Jónasar og Tryggva að fljóta með. Löngu hætt á twitter en fannst þessi merkisdagur eiga heima hér, ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016 pic.twitter.com/dvwnL0fJBE— Indira jonasd (@indirajonasd) November 6, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ellen að hún hafi mjög gaman af þessu gríni. Hún geti í rauninni ekki gert annað en að hlæja með. Þegar fólk leitar að appelsínuönd á Google kemur myndin af Ellen upp. „Ég var hérna í fyrra og þá var ein sem hringdi heim og talaði við systur sína. Sagðist vera að fara að fá sér appelsínuönd. Systirin sagðist hafa verið að lesa ótrúlega fyndin brandara um appelsínuönd og hún svaraði að hún væri með appelsínuöndinni sjálfri hérna úti,“ segir Ellen og hlær. Þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á flugvellinum á Tenerife að bíða eftir því að fljúga heim. Hún fer til eyjunnar að jafnaði tvisvar til þrisvar á ári og fær sér alltaf appelsínuöndina. Ertu alltaf jafn sátt með appelsínuöndina? „Algjörlega. Þetta er besta appelsínuönd sem ég fæ,“ segir Ellen. Grín og gaman Samfélagsmiðlar Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Einu sinni var... Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira
Árið 2016 voru hjónin Ellen Guðmundsdóttir og Jónas Bjarnason stödd á eyjunni Tenerife á veitingastaðnum Hong Kong Food City. Þar fæst besta appelsínuönd heims að mati Ellenar. Hún var mjög ánægð með öndina sem hún fékk og skrifaði Jónas við myndina: „Sátt með appelsínuöndina“. Tryggvi, vinur Jónasar, misskildi færsluna og hélt að Jónas væri að líkja Ellen við appelsínuönd þar sem hún var orðin ansi sólbrún eftir dvölina á eyjunni. „Að þú skulir tala svona um konuna þína“ skrifaði Tryggvi. Jónas var fljótur að leiðrétta hann en úr urðu ein frægustu Facebook-samskipti Íslandssögunnar. Nú sex árum síðar ákvað dóttir þeirra Ellenar og Jónasar, Indíra, að endurgera myndina frægu. Hún hafði aldrei fengið að fara með móður sinni að smakka öndina frægu en það breyttist í gær. „Ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016,“ skrifaði Indíra við myndina sem hún birti í gærkvöldi. Auðvitað fengu fyrri samskipti Jónasar og Tryggva að fljóta með. Löngu hætt á twitter en fannst þessi merkisdagur eiga heima hér, ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016 pic.twitter.com/dvwnL0fJBE— Indira jonasd (@indirajonasd) November 6, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ellen að hún hafi mjög gaman af þessu gríni. Hún geti í rauninni ekki gert annað en að hlæja með. Þegar fólk leitar að appelsínuönd á Google kemur myndin af Ellen upp. „Ég var hérna í fyrra og þá var ein sem hringdi heim og talaði við systur sína. Sagðist vera að fara að fá sér appelsínuönd. Systirin sagðist hafa verið að lesa ótrúlega fyndin brandara um appelsínuönd og hún svaraði að hún væri með appelsínuöndinni sjálfri hérna úti,“ segir Ellen og hlær. Þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á flugvellinum á Tenerife að bíða eftir því að fljúga heim. Hún fer til eyjunnar að jafnaði tvisvar til þrisvar á ári og fær sér alltaf appelsínuöndina. Ertu alltaf jafn sátt með appelsínuöndina? „Algjörlega. Þetta er besta appelsínuönd sem ég fæ,“ segir Ellen.
Grín og gaman Samfélagsmiðlar Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Einu sinni var... Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira