Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2022 10:10 Syðri hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk, sem núna er búið að taka í notkun. Til hægri sést hvar nýja flugstöðin rís. Fjær sést gamla flugbrautin. Kalaallit Airports Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Alls voru 930 metrar af fyrirhugaðri 2.200 metra langri flugbraut teknir í notkun. Fyrsta flugtakið var síðastliðinn fimmtudagsmorgun þegar Dash 8-200 flugvél Air Greenland hóf sig til flugs af nýju brautinni áleiðis til Kangerlussuaq-flugvallar. Flugvél Icelandair við núverandi flugstöð í Nuuk. Gamla flugbrautin til hægri. Ofar og fjær til hægri sést í syðri hluta nýju brautarinnar. Ofarlega vinstra megin sést svo nýja flugstöðin rísa.Kalaallit Airports Gamla flugbrautin er 950 metra löng en hún var tekin í notkun árið 1979. Með því að flytja flugumferðina af gömlu brautinni skapast betra svigrúm fyrir verktaka til að ljúka gerð nýju brautarinnar, sem á að vera fullbúin árið 2024. Jafnframt er unnið að byggingu nýrrar flugstöðvar en Nuuk-flugvelli er ætlað að taka við hlutverki Kangerlussuaq sem aðalflugvöllur Grænlands. Nýja flugstöðin verður vegleg bygging.Kalaallit Airports Samhliða stækkun Nuuk-flugvallar er verið að leggja nýja 2.200 metra langa flugbraut við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa og á það verk einnig að klárast árið 2024. Þriðja stóra flugvallaframkvæmdin er gerð nýs flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Brautin þar verður 1.500 metra löng og er áætlað að hún verði tilbúin árið 2025. Hér má sjá fyrsta flugtakið af nýju brautinni í Nuuk síðastliðinn fimmtudag í myndbandi frá Kalaallit Airports, flugvallafélagi Grænlands: Í þessari frétt fyrir þremur árum var flugvallauppbyggingu Grænlands lýst með viðtali við Kim Kielsen, þáverandi forsætisráðherra: Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08 Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Alls voru 930 metrar af fyrirhugaðri 2.200 metra langri flugbraut teknir í notkun. Fyrsta flugtakið var síðastliðinn fimmtudagsmorgun þegar Dash 8-200 flugvél Air Greenland hóf sig til flugs af nýju brautinni áleiðis til Kangerlussuaq-flugvallar. Flugvél Icelandair við núverandi flugstöð í Nuuk. Gamla flugbrautin til hægri. Ofar og fjær til hægri sést í syðri hluta nýju brautarinnar. Ofarlega vinstra megin sést svo nýja flugstöðin rísa.Kalaallit Airports Gamla flugbrautin er 950 metra löng en hún var tekin í notkun árið 1979. Með því að flytja flugumferðina af gömlu brautinni skapast betra svigrúm fyrir verktaka til að ljúka gerð nýju brautarinnar, sem á að vera fullbúin árið 2024. Jafnframt er unnið að byggingu nýrrar flugstöðvar en Nuuk-flugvelli er ætlað að taka við hlutverki Kangerlussuaq sem aðalflugvöllur Grænlands. Nýja flugstöðin verður vegleg bygging.Kalaallit Airports Samhliða stækkun Nuuk-flugvallar er verið að leggja nýja 2.200 metra langa flugbraut við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa og á það verk einnig að klárast árið 2024. Þriðja stóra flugvallaframkvæmdin er gerð nýs flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Brautin þar verður 1.500 metra löng og er áætlað að hún verði tilbúin árið 2025. Hér má sjá fyrsta flugtakið af nýju brautinni í Nuuk síðastliðinn fimmtudag í myndbandi frá Kalaallit Airports, flugvallafélagi Grænlands: Í þessari frétt fyrir þremur árum var flugvallauppbyggingu Grænlands lýst með viðtali við Kim Kielsen, þáverandi forsætisráðherra:
Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08 Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08
Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24