Villt dýr hrynja niður í sögulegum þurrki í Kenía Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 09:31 Gnýir éta gras sem þjóðgarðsverðir skildu eftir fyrir þá á Samburu-náttúruverndarsvæðinu í Kenía í síðasta mánuði. Þurrkurinn í Austur-Afríku er sagður sá versti í áratugi. AP/Brian Inganga Hundruð sebrahesta og fíla eru á meðal fleiri en þúsund villtra skepna sem hafa drepist í langvarandi þurrki í Kenía. Óttast er að þurrkurinn eigi eftir að leiða til hörmunga fyrir menn í Eþiópíu, Kenía og Sómalíu. Þurrkurinn hefur nú staðið yfir í heilt ár. Í Austur-Afríku hafa fimm rigningartímabil í röð brugðist. Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur varað við fordæmalausum mannúðarhörmungum á svæðinu. Í nýrri skýrslu ferðamála- og dýralífsráðuneytis Kenía kemur fram að fleiri en þúsund dýr hafi drepist af völdum þurrksins, þar á meðal 512 gnýir, 430 sebrahestar, 205 fílar og fimmtíu og einn buffall. Sebrahestar og gnýir fara sérstaklega illa út úr þurrkinum. Á meðal sebrahestanna sem drápust voru 49 svonefndir greifasebrar en talið er að aðeins um þrjú þúsund villt dýr af þeirri tegund séu á jörðinni. Ungir fílar hafa einnig drepist í tugatali en þeir eru ekki nógu hávaxnir til þess að ná sér í mat upp í trjám. Í suðvesturhluta Kenía voru 45 af 76 fílum sem drápust ungviði. Banamein þeirra var vannæring þar sem mæður þeirra náðu ekki að framleiða næga mjólk handa þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir Kenía eru á meðal þeirra svæða sem hafa orðið einna verst úti í þurrkunum, þar á meðal Amboseli, Tsavo og Laikipia-Samburu. Washington Post hefur eftir Peninah Malonza, ferðamála- og dýralífsráðherra Kenía, að stjórnvöld reyndu að hjálpa dýrunum með því að sjá þeim fyrir heyi og vatni auk þess að aukið eftirlit væri nú til að koma í veg fyrir árekstra manna og dýra. Kenísk stjórnvöld vara við því að raunverulegur fjöldi dauðra dýra í þurrkinum kunni að vera vanmetinn þar sem rándýr gætu hafa étið hræ margra þeirra. Um víðáttumikið landsvæði sé einnig að ræða og óvíst sé hvort að vísindamann hafi náð að komast yfir öll þau svæði þar sem dýr drápust. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi hefst í dag. Þar á meðal að ræða stuðning iðnríkja við þróunarlönd sem verða fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Dýr Kenía Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Þurrkurinn hefur nú staðið yfir í heilt ár. Í Austur-Afríku hafa fimm rigningartímabil í röð brugðist. Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur varað við fordæmalausum mannúðarhörmungum á svæðinu. Í nýrri skýrslu ferðamála- og dýralífsráðuneytis Kenía kemur fram að fleiri en þúsund dýr hafi drepist af völdum þurrksins, þar á meðal 512 gnýir, 430 sebrahestar, 205 fílar og fimmtíu og einn buffall. Sebrahestar og gnýir fara sérstaklega illa út úr þurrkinum. Á meðal sebrahestanna sem drápust voru 49 svonefndir greifasebrar en talið er að aðeins um þrjú þúsund villt dýr af þeirri tegund séu á jörðinni. Ungir fílar hafa einnig drepist í tugatali en þeir eru ekki nógu hávaxnir til þess að ná sér í mat upp í trjám. Í suðvesturhluta Kenía voru 45 af 76 fílum sem drápust ungviði. Banamein þeirra var vannæring þar sem mæður þeirra náðu ekki að framleiða næga mjólk handa þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir Kenía eru á meðal þeirra svæða sem hafa orðið einna verst úti í þurrkunum, þar á meðal Amboseli, Tsavo og Laikipia-Samburu. Washington Post hefur eftir Peninah Malonza, ferðamála- og dýralífsráðherra Kenía, að stjórnvöld reyndu að hjálpa dýrunum með því að sjá þeim fyrir heyi og vatni auk þess að aukið eftirlit væri nú til að koma í veg fyrir árekstra manna og dýra. Kenísk stjórnvöld vara við því að raunverulegur fjöldi dauðra dýra í þurrkinum kunni að vera vanmetinn þar sem rándýr gætu hafa étið hræ margra þeirra. Um víðáttumikið landsvæði sé einnig að ræða og óvíst sé hvort að vísindamann hafi náð að komast yfir öll þau svæði þar sem dýr drápust. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi hefst í dag. Þar á meðal að ræða stuðning iðnríkja við þróunarlönd sem verða fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Dýr Kenía Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42
Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns. 6. nóvember 2022 08:43