„Liðið hefur verið samansafn af lokuðum pappakössum“ Atli Arason skrifar 4. nóvember 2022 23:46 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir sigur liðsins á útivelli gegn Njarðvík í kvöld. Jóhann telur Grindvíkinga hafa skortað hörku undanfarin ár og kvaðst ánægður að Gkay Skordilis, leikmaður Grindavíkur, hafi látið reka sig af velli. „Ég er mjög ánægður með hann, bara mjög ánægður. Þetta er bara það sem við viljum standa fyrir. Frá tímabilinu 2016/17 þegar Lalli [Þorleifur Ólafsson] bróðir hættir þá hefur liðið verið samansafn af lokuðum pappakössum sem eru litir í sér og þora ekki að berja frá sér. Það hefur bara verið einkenni liðsins undanfarin ár og við ætlum okkur að breyta því,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leik. Markmið Grindavíkur fyrir leikinn var að sýna kraft og hugrekki sem þeir yrðu sáttir með í leikslok, alveg sama hver úrslit leiksins hefðu verið. „Við erum hættir að vera litlir í okkur. Við lofuðum sjálfum okkur frammistöðu og ætluðum að vera sáttir með okkur í klefa eftir leik sama hvernig færi. Þetta var geggjuð frammistaða og rúsínan í pylsuendanum eru tvo stig,“ sagði Jóhann áður en hann bætti við. „Mér fannst við gera mjög vel varnarlega á hálfum velli og það var það sem við lögðum upp með.“ Í viðtali fyrir leikinn í kvöld sagði Jóhann að undanfarin vika hafi verið erfið í Grindavík en Jón Axel Guðmundsson yfirgaf félagið rúmum tveimur vikum eftir að hann samdi við liðið. Eftir leik talaði Jóhann m.a. um ástarsorg í Grindavík en bætti við að núna væri kominn tími til að horfa fram á veginn. „Það gekk svo sem ekkert á. Þetta var búið að vera lengi í loftinu, hvort hann væri að koma eða hvort hann væri ekki að koma. Það verður svo eitthvað úr þessu en svo er hann bara aftur farinn.“ „Ekki að ég sé eitthvað að lasta Jóni Axel eða neitt slíkt, vonandi gengur honum bara ofboðslega vel í því sem hann er að gera. Þetta var samt svolítið högg í andlitið, við spiluðum við Ármann í bikar á mánudaginn og það var bara eins og menn voru í ástarsorg. Ég hefði getað staðið hér fyrir leik og talið upp fullt af afsökunum og verið eitthvað að væla en við vorum bara klárir í að koma hingað og setja upp alvöru frammistöðu og við gerðum það.“ Bragi Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, steig heldur betur upp í fjarveru Jóns Axels en Bragi gerði 19 stig í leiknum. Framundan er landsleikjahlé sem Jóhann og Grindvíkingar ætla að nýta til að reyna að finna nýja og rétta leikmenn í liðið. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða okkar mál en ég ætla samt ekki að taka hvað sem er. Bragi var geggjaður í kvöld og sýndi að hann á heima á þessu sviði. Nökkvi og Hilmir áttu líka flottar mínútur. Við þurfum núna bara að sjá hvað gæti passað í liðið og hvað ekki,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með hann, bara mjög ánægður. Þetta er bara það sem við viljum standa fyrir. Frá tímabilinu 2016/17 þegar Lalli [Þorleifur Ólafsson] bróðir hættir þá hefur liðið verið samansafn af lokuðum pappakössum sem eru litir í sér og þora ekki að berja frá sér. Það hefur bara verið einkenni liðsins undanfarin ár og við ætlum okkur að breyta því,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leik. Markmið Grindavíkur fyrir leikinn var að sýna kraft og hugrekki sem þeir yrðu sáttir með í leikslok, alveg sama hver úrslit leiksins hefðu verið. „Við erum hættir að vera litlir í okkur. Við lofuðum sjálfum okkur frammistöðu og ætluðum að vera sáttir með okkur í klefa eftir leik sama hvernig færi. Þetta var geggjuð frammistaða og rúsínan í pylsuendanum eru tvo stig,“ sagði Jóhann áður en hann bætti við. „Mér fannst við gera mjög vel varnarlega á hálfum velli og það var það sem við lögðum upp með.“ Í viðtali fyrir leikinn í kvöld sagði Jóhann að undanfarin vika hafi verið erfið í Grindavík en Jón Axel Guðmundsson yfirgaf félagið rúmum tveimur vikum eftir að hann samdi við liðið. Eftir leik talaði Jóhann m.a. um ástarsorg í Grindavík en bætti við að núna væri kominn tími til að horfa fram á veginn. „Það gekk svo sem ekkert á. Þetta var búið að vera lengi í loftinu, hvort hann væri að koma eða hvort hann væri ekki að koma. Það verður svo eitthvað úr þessu en svo er hann bara aftur farinn.“ „Ekki að ég sé eitthvað að lasta Jóni Axel eða neitt slíkt, vonandi gengur honum bara ofboðslega vel í því sem hann er að gera. Þetta var samt svolítið högg í andlitið, við spiluðum við Ármann í bikar á mánudaginn og það var bara eins og menn voru í ástarsorg. Ég hefði getað staðið hér fyrir leik og talið upp fullt af afsökunum og verið eitthvað að væla en við vorum bara klárir í að koma hingað og setja upp alvöru frammistöðu og við gerðum það.“ Bragi Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, steig heldur betur upp í fjarveru Jóns Axels en Bragi gerði 19 stig í leiknum. Framundan er landsleikjahlé sem Jóhann og Grindvíkingar ætla að nýta til að reyna að finna nýja og rétta leikmenn í liðið. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða okkar mál en ég ætla samt ekki að taka hvað sem er. Bragi var geggjaður í kvöld og sýndi að hann á heima á þessu sviði. Nökkvi og Hilmir áttu líka flottar mínútur. Við þurfum núna bara að sjá hvað gæti passað í liðið og hvað ekki,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti