Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2022 15:19 ´Mikil þétting byggðar hefur átt sér stað í Reykjavík á undanförnum árum. Nú er til að mynda verið að byggja íbúðarhúsnæði þar sem BYKO var áður við Hringbraut. Reykjavíkurborg Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. Árlegur fundur Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Fundurinn hófst á því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór yfir stöðuna í dag og áform um uppbyggingu víðs vegar um borgina, allt frá þéttingarreitum til nýrra hverfa. Klippa: Uppbygging íbúða í Reykjavík - Erindi Dags B. Eggertssonar „Síðustu fimm ár hafa verið metár en stóru fréttirnar eru þær að næstu tíu verða ennþá stærri. Þannig að Reykjavík er í rauninni að leggja fram plön um gríðarmikla uppbyggingu um alla borg. Sem er líka í takti við góðar samgöngur og á réttum stöðum þannig að þetta gangi allt upp hvað með öðru,“ segir Dagur. Langatímameðaltal í uppbyggingu íbúða í Reykjavík hafi verið sex hundruð nýjar íbúðir á ári. Nú væri stefnt á að meðaltalið verði sextán hundruð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast að verið sé að vinna að kulnun á íbúðamarkaðnum þannig að enn ein sveiflan endurtaki sig.Vísir/Vilhelm „En næstu fimm viljum við sjá tvö þúsund íbúðir rísa. Erum í raun að sýna fram á að í skipulagi og lóðaúthlutunum gætu þær orðið allt að þrjú þúsund,“ segir borgarstjóri. Dagur hefur hins vegar áhyggjur af nýlegum vaxtahækkunum og stöðu húsnæðismarkaðarins almennt gagnvart viðskiptabönkunum. „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Skipulag Tengdar fréttir Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Íbúðaframboð í örum vexti Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir. 3. nóvember 2022 09:01 Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. 8. júlí 2022 08:01 Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Árlegur fundur Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Fundurinn hófst á því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór yfir stöðuna í dag og áform um uppbyggingu víðs vegar um borgina, allt frá þéttingarreitum til nýrra hverfa. Klippa: Uppbygging íbúða í Reykjavík - Erindi Dags B. Eggertssonar „Síðustu fimm ár hafa verið metár en stóru fréttirnar eru þær að næstu tíu verða ennþá stærri. Þannig að Reykjavík er í rauninni að leggja fram plön um gríðarmikla uppbyggingu um alla borg. Sem er líka í takti við góðar samgöngur og á réttum stöðum þannig að þetta gangi allt upp hvað með öðru,“ segir Dagur. Langatímameðaltal í uppbyggingu íbúða í Reykjavík hafi verið sex hundruð nýjar íbúðir á ári. Nú væri stefnt á að meðaltalið verði sextán hundruð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast að verið sé að vinna að kulnun á íbúðamarkaðnum þannig að enn ein sveiflan endurtaki sig.Vísir/Vilhelm „En næstu fimm viljum við sjá tvö þúsund íbúðir rísa. Erum í raun að sýna fram á að í skipulagi og lóðaúthlutunum gætu þær orðið allt að þrjú þúsund,“ segir borgarstjóri. Dagur hefur hins vegar áhyggjur af nýlegum vaxtahækkunum og stöðu húsnæðismarkaðarins almennt gagnvart viðskiptabönkunum. „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson.
Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Skipulag Tengdar fréttir Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Íbúðaframboð í örum vexti Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir. 3. nóvember 2022 09:01 Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. 8. júlí 2022 08:01 Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30
Íbúðaframboð í örum vexti Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir. 3. nóvember 2022 09:01
Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41
Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. 8. júlí 2022 08:01
Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21