Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2022 08:30 Hópurinn fékk endurgreiddan kostnað frá Play vegna sætavals í Airbus-vélinni, en fær hins vegar engar skaðabætur fyrir að hafa flogið til Alicante í leiguflugvél. Vísir/Vilhelm Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. Hlutafjáraukningin fer fram á genginu 14,6 að því segir í tilkynningu sem send var til kauphallarinnar skömmu fyrir miðnætti í gær. Gengi hlutabréfa félagsins á markaði stóð í 15,2 í gær. Hlutafjáraukningin gerir það að verkum að hlutafé félagsins hækkar úr kr. 703.333.331 í kr. 860.867.578. Félagið kynnti í gær afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins, sem og fyrstu níu mánuðum ársins. Þar kom fram að rekstrarhagnaður Plau af starfsemi á þriðja ársfjórðungi ársins nam 1,3 milljónum bandaríkjadala, um tvö hundruð milljónum króna, og sætanýtingin var um 85%. Birgir Jónsson, forstjóri Play, kynnir ársfjórðungsuppgjör félagsins klukkan 8.30. Horfa má á kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Þar kom einnig fram að ekki væri fyrirséð að áður útgefin spá um jákvæða rekstrarniðurstöðu af síðari hluta ársins standist vegna krefjandi ytri aðstæðna á mörkuðum, sem höfðu mikil áhrif á fjárhagslega frammistöðu í rekstrinum, eins og það var orðað í tilkynningunni. „Almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands var minni síðsumars en búast mátti við, þar sem mörg hótel voru uppbókuð og bílaleigubílar sömuleiðis. Afleiðing þessa var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. Hliðartekjur voru einnig minni en vænta mátti en þar skipti mestu aukin eftirspurn eftir handfarangri í stað innritaðs farangurs. Ástæða þeirra breytinga var ótti farþega við erfiðleika á flugvöllum víða um heim. Á sama tíma hélst olíuverð hátt. Allt hafði þetta óhjákvæmileg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins.“ Forsvarsmenn félagsins virðast þó bjartsýnir á framtíðina. „Play sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár. Ferðamálastofa spáir um 40% fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022, sem mun tvímælalaust skila sér í jákvæðum áhrifum á rekstur Play,“ sagði í tilkynningunni. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir „Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 3. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Hlutafjáraukningin fer fram á genginu 14,6 að því segir í tilkynningu sem send var til kauphallarinnar skömmu fyrir miðnætti í gær. Gengi hlutabréfa félagsins á markaði stóð í 15,2 í gær. Hlutafjáraukningin gerir það að verkum að hlutafé félagsins hækkar úr kr. 703.333.331 í kr. 860.867.578. Félagið kynnti í gær afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins, sem og fyrstu níu mánuðum ársins. Þar kom fram að rekstrarhagnaður Plau af starfsemi á þriðja ársfjórðungi ársins nam 1,3 milljónum bandaríkjadala, um tvö hundruð milljónum króna, og sætanýtingin var um 85%. Birgir Jónsson, forstjóri Play, kynnir ársfjórðungsuppgjör félagsins klukkan 8.30. Horfa má á kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Þar kom einnig fram að ekki væri fyrirséð að áður útgefin spá um jákvæða rekstrarniðurstöðu af síðari hluta ársins standist vegna krefjandi ytri aðstæðna á mörkuðum, sem höfðu mikil áhrif á fjárhagslega frammistöðu í rekstrinum, eins og það var orðað í tilkynningunni. „Almenn eftirspurn frá farþegum til Íslands var minni síðsumars en búast mátti við, þar sem mörg hótel voru uppbókuð og bílaleigubílar sömuleiðis. Afleiðing þessa var aukinn fjöldi tengifarþega í stað farþega til Íslands, sem skila minni tekjum. Hliðartekjur voru einnig minni en vænta mátti en þar skipti mestu aukin eftirspurn eftir handfarangri í stað innritaðs farangurs. Ástæða þeirra breytinga var ótti farþega við erfiðleika á flugvöllum víða um heim. Á sama tíma hélst olíuverð hátt. Allt hafði þetta óhjákvæmileg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins.“ Forsvarsmenn félagsins virðast þó bjartsýnir á framtíðina. „Play sér ört vaxandi bókunarflæði til landsins inn í veturinn og næsta ár. Ferðamálastofa spáir um 40% fleiri farþegum til landsins árið 2023 miðað við 2022, sem mun tvímælalaust skila sér í jákvæðum áhrifum á rekstur Play,“ sagði í tilkynningunni.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir „Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 3. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 3. nóvember 2022 19:31
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun