Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar Siggeir Ævarsson skrifar 3. nóvember 2022 22:51 Hjalti Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var. „Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við fara full mikið á hælana og leyfðum þeim svolítið að koma aftur inn í leikinn. Þetta var komið niður í einhver 9 stig, en við vorum frábærir þarna fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við bara sigla þessu vel heim í seinni hálfleik og gerðum mjög vel.“ Sóknin rúllaði vel hjá heimamönnum í kvöld og skotin sem þeir fengu mörg hver galopin, bæði fyrir utan og inni í teig. Hjalti sagði að þegar hans menn tóku af skarið og keyrðu á körfuna hefði það opnað vörnina þó svo að hann hefði viljað betra flæði á köflum. „Já við vorum svolítið vel opnir líka og þegar menn réðust vel á hringinn þá voru þeir að komast djúpt. Mér fannst kannski aðeins vanta að menn væru að láta boltann fljóta þegar við vorum að fá 2-3 í okkur en að öðru leyti vorum við bara fanta flottir sóknarlega þegar við vorum þolinmóðir.“ Haukar áttu sína spretti þegar leið á leikinn, en Keflvíkingar áttu alltaf svör. „Já sem betur fer. Mér fannst við, eins og ég sagði áðan, full værukærir oft og fara svolítið á hælana og ekki framkvæma varnaratriði sem við vorum búnir að tala mikið um. En svo rífum við aftur í gang og fórum aftur á tærnar. Og menn réðust á hringinn, eins og ég nefndi áðan.“ Þrátt fyrir værukærð á köflum, má þá samt ekki gefa liðinu kredit fyrir að hafa ekki hleypt þeim nær en 9 stig. Má jafnvel skrifa þennan sigur á að Keflavík hafi verið sterkari andlega þegar á reyndi? „Já algjörlega, sýndum svaka karakter. Við þekkjum hvern annan þokkalega vel og búnir að spila saman lengi margir hverjir, og þeir sem eru að koma inn í þetta fitta helvíti vel inn þannig að við erum bara í ágætis gír.“ Hjalti og hans menn hljóta þá að fara bara nokkuð sáttir inn í landsleikjahléið? „Já já. Skitan var í Smáranum en að öðru leyti erum við búnir að spila ágætlega.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
„Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við fara full mikið á hælana og leyfðum þeim svolítið að koma aftur inn í leikinn. Þetta var komið niður í einhver 9 stig, en við vorum frábærir þarna fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við bara sigla þessu vel heim í seinni hálfleik og gerðum mjög vel.“ Sóknin rúllaði vel hjá heimamönnum í kvöld og skotin sem þeir fengu mörg hver galopin, bæði fyrir utan og inni í teig. Hjalti sagði að þegar hans menn tóku af skarið og keyrðu á körfuna hefði það opnað vörnina þó svo að hann hefði viljað betra flæði á köflum. „Já við vorum svolítið vel opnir líka og þegar menn réðust vel á hringinn þá voru þeir að komast djúpt. Mér fannst kannski aðeins vanta að menn væru að láta boltann fljóta þegar við vorum að fá 2-3 í okkur en að öðru leyti vorum við bara fanta flottir sóknarlega þegar við vorum þolinmóðir.“ Haukar áttu sína spretti þegar leið á leikinn, en Keflvíkingar áttu alltaf svör. „Já sem betur fer. Mér fannst við, eins og ég sagði áðan, full værukærir oft og fara svolítið á hælana og ekki framkvæma varnaratriði sem við vorum búnir að tala mikið um. En svo rífum við aftur í gang og fórum aftur á tærnar. Og menn réðust á hringinn, eins og ég nefndi áðan.“ Þrátt fyrir værukærð á köflum, má þá samt ekki gefa liðinu kredit fyrir að hafa ekki hleypt þeim nær en 9 stig. Má jafnvel skrifa þennan sigur á að Keflavík hafi verið sterkari andlega þegar á reyndi? „Já algjörlega, sýndum svaka karakter. Við þekkjum hvern annan þokkalega vel og búnir að spila saman lengi margir hverjir, og þeir sem eru að koma inn í þetta fitta helvíti vel inn þannig að við erum bara í ágætis gír.“ Hjalti og hans menn hljóta þá að fara bara nokkuð sáttir inn í landsleikjahléið? „Já já. Skitan var í Smáranum en að öðru leyti erum við búnir að spila ágætlega.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30