Halland drukknar í vinsældum Haalands Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2022 16:30 Erling Haaland hefur verið óstöðvandi í fremstu víglínu hjá Manchester City en er reyndar núna frá keppni vegna smávægilegra meiðsla. Getty Erling Haaland er orðinn að svo mikilli stjörnu að það hefur skapað viss vandræði fyrir ferðamálayfirvöld í sænska héraðinu Halland. Þó að glöggir lesendur taki væntanlega eftir því að Haaland og Halland er ekki ritað með sama hætti þá er ekki hægt að segja það sama um alla netverja. Þess vegna birtast eintómar myndir og færslur um knattspyrnumanninn Haaland þegar nafn sænska héraðsins Halland er skrifað í leit á samfélagsmiðlum. Jimmy Sandberg, stjórnandi hjá Visit Halland, fann sig því knúinn til að birta opið bréf á LinkedIn þar sem hann biðlaði til aðdáenda norsku knattspyrnustjörnunnar um að gefa sænska héraðinu Halland aftur myllumerkið sitt. Sandberg benti á að ekki væri hægt að finna myndir á Instagram eða Google af fallegum stöðum í Halland því að þar birtust bara myndir af Haaland. Fólk verði einfaldlega að átta sig á því hvernig nafn knattspyrnumannsins sé ritað. „Eftir frammistöðu hans hjá City þá birtist hann úti um allt. Í öllum myndaleitum og undir myllumerkinu. „Hvað í fjandanum, hann heitir jú ekki Halland?“ En maður sér strax að það eru margir sem skrifa þetta vitlaust,“ sagði Sandberg við Fotbollskanalen. „Þá sáum við að við gætum gert eitthvað flott úr þessu. Þetta er ekkert alvöru vandamál en þetta gæti orðið það ef að hann skorar enn fleiri mörk. Þetta er gaman fyrir hann en við erum að drukkna svolítið í þessum uppgangi hans,“ sagði Sandberg og benti á að best hefði verið ef að Haaland hefði verið keyptur til Halland en bætti við að það væri líklega ekki raunhæf ósk. Fótbolti Svíþjóð Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Þó að glöggir lesendur taki væntanlega eftir því að Haaland og Halland er ekki ritað með sama hætti þá er ekki hægt að segja það sama um alla netverja. Þess vegna birtast eintómar myndir og færslur um knattspyrnumanninn Haaland þegar nafn sænska héraðsins Halland er skrifað í leit á samfélagsmiðlum. Jimmy Sandberg, stjórnandi hjá Visit Halland, fann sig því knúinn til að birta opið bréf á LinkedIn þar sem hann biðlaði til aðdáenda norsku knattspyrnustjörnunnar um að gefa sænska héraðinu Halland aftur myllumerkið sitt. Sandberg benti á að ekki væri hægt að finna myndir á Instagram eða Google af fallegum stöðum í Halland því að þar birtust bara myndir af Haaland. Fólk verði einfaldlega að átta sig á því hvernig nafn knattspyrnumannsins sé ritað. „Eftir frammistöðu hans hjá City þá birtist hann úti um allt. Í öllum myndaleitum og undir myllumerkinu. „Hvað í fjandanum, hann heitir jú ekki Halland?“ En maður sér strax að það eru margir sem skrifa þetta vitlaust,“ sagði Sandberg við Fotbollskanalen. „Þá sáum við að við gætum gert eitthvað flott úr þessu. Þetta er ekkert alvöru vandamál en þetta gæti orðið það ef að hann skorar enn fleiri mörk. Þetta er gaman fyrir hann en við erum að drukkna svolítið í þessum uppgangi hans,“ sagði Sandberg og benti á að best hefði verið ef að Haaland hefði verið keyptur til Halland en bætti við að það væri líklega ekki raunhæf ósk.
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira