Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 23:01 Þjálfari Liverpool fór um víðan völl á blaðamannafundi kvöldsins. Nick Potts/Getty Images „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. Var Klopp þarna að svara spurningu varðandi ummæli um að sigurmark Leeds United í leik liðanna á dögunum væri að halda fyrir honum vöku. Klopp var í kjölfarið spurður út í hvað hann vildi sjá frá liði sínu gegn Napoli annað kvöld. „Eftir allt sem ég hef sagt hér á undan þá spyrðu mig að þessu núna. Berjast, heldur þú að ég vilji sjá okkur rúlla boltanum á milli manna, taka hælspyrnur og bakfallsspyrnur? Auðvitað ekki. Við verðum að leggja hart að okkur og við munum gera það. Við verðum að sjá til þess að strákarnir sem munu spila leikinn sé tilbúnir og við munum gera það. Svo sjáum við til hvað við fáum út úr því.“ "You're all right and I'm wrong..." Liverpool boss Jurgen Klopp laughs off claims that his side have lacked "fight" this season pic.twitter.com/DIgHa3vlxm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 31, 2022 „Vandamálið er að Napoli mun berjast líka, en það er fínt. Þetta er Meistaradeild Evrópu, hæsta mögulega getustig. Lið sem er í toppformi. Við höfum verið í sömu aðstöðu svo ég er ekki afbrýðisamur. Við þurfum að vera andstæðingur sem þeir vilja ekki spila við,“ bætti Þjóðverjinn við. Blaðamaður sagði þá að það væri ljóst að Liverpool hefði ekki sýnt þann baráttuanda sem Klopp talar um í öllum leikjum tímabilsins. Hvernig ætlar hann að tryggja að hann sé til staðar á morgun? „Í hvaða leikjum sýndum við ekki baráttuanda?“ spurði Klopp um hæl og dró djúpt andann. „[Nottingham] Forest mögulega,“ sagði blaðamaður áður en Klopp fékk orðið á nýjan leik. „Svona er – aftur – líf okkar. Þið hafið öll rétt fyrir ykkur og ég hef rangt fyrir mér, svoleiðis er það. Að segja að við höfum ekki barist gegn Forest er … ekki rétt. Þú tapar leiknum og þá segir fólk að hafir ekki lagt nægilega mikið á þig. “ „Gegn Forest hlupum við á vegg og fengum á okkur algjörlega óþarft mark. Við hefðum getað spilað betur, við hefðum getað gert margt betur en strákarnir börðust. Þetta var ekki leikur þar sem þú gast hlaupið meira en andstæðingurinn því við vorum með boltann allan tímann en hlupum á vegg.“ „Baráttan er til staðar. Við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram. Baráttuandi er ekki okkar vandamál á þessari stundu. Þessi hópur hefur ekki breyst og að sama skapi hef ég ekki breyst en allt í einu halda allir að við séum ekki að leggja okkur fram.“ „Ég ætlast ekki til að þið hugsið meira um aðstæðurnar okkar en ég geri, ekki að það væri hægt hvort eð er. Líf mitt í kringum [liðið] er í raun og veru vinnan. Ég var vanur að segja að blaðamannafundir væru eins og frí, ég get ekki sagt það lengur því að svara spurningum ykkar þegar maður tapar er mjög erfitt. Það er kvöl og pína að þurfa að hugsa um tapleik á nýjan leik þegar maður svarar spurningum. Það er hluti af starfinu en ég kíkti á launamiðann minn og það er það sem ég fæ borgað fyrir að gera, frekar vel meira að segja,“ sagði Klopp að endingu á blaðamannafundi kvöldsins. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Var Klopp þarna að svara spurningu varðandi ummæli um að sigurmark Leeds United í leik liðanna á dögunum væri að halda fyrir honum vöku. Klopp var í kjölfarið spurður út í hvað hann vildi sjá frá liði sínu gegn Napoli annað kvöld. „Eftir allt sem ég hef sagt hér á undan þá spyrðu mig að þessu núna. Berjast, heldur þú að ég vilji sjá okkur rúlla boltanum á milli manna, taka hælspyrnur og bakfallsspyrnur? Auðvitað ekki. Við verðum að leggja hart að okkur og við munum gera það. Við verðum að sjá til þess að strákarnir sem munu spila leikinn sé tilbúnir og við munum gera það. Svo sjáum við til hvað við fáum út úr því.“ "You're all right and I'm wrong..." Liverpool boss Jurgen Klopp laughs off claims that his side have lacked "fight" this season pic.twitter.com/DIgHa3vlxm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 31, 2022 „Vandamálið er að Napoli mun berjast líka, en það er fínt. Þetta er Meistaradeild Evrópu, hæsta mögulega getustig. Lið sem er í toppformi. Við höfum verið í sömu aðstöðu svo ég er ekki afbrýðisamur. Við þurfum að vera andstæðingur sem þeir vilja ekki spila við,“ bætti Þjóðverjinn við. Blaðamaður sagði þá að það væri ljóst að Liverpool hefði ekki sýnt þann baráttuanda sem Klopp talar um í öllum leikjum tímabilsins. Hvernig ætlar hann að tryggja að hann sé til staðar á morgun? „Í hvaða leikjum sýndum við ekki baráttuanda?“ spurði Klopp um hæl og dró djúpt andann. „[Nottingham] Forest mögulega,“ sagði blaðamaður áður en Klopp fékk orðið á nýjan leik. „Svona er – aftur – líf okkar. Þið hafið öll rétt fyrir ykkur og ég hef rangt fyrir mér, svoleiðis er það. Að segja að við höfum ekki barist gegn Forest er … ekki rétt. Þú tapar leiknum og þá segir fólk að hafir ekki lagt nægilega mikið á þig. “ „Gegn Forest hlupum við á vegg og fengum á okkur algjörlega óþarft mark. Við hefðum getað spilað betur, við hefðum getað gert margt betur en strákarnir börðust. Þetta var ekki leikur þar sem þú gast hlaupið meira en andstæðingurinn því við vorum með boltann allan tímann en hlupum á vegg.“ „Baráttan er til staðar. Við leggjum okkur alltaf 100 prósent fram. Baráttuandi er ekki okkar vandamál á þessari stundu. Þessi hópur hefur ekki breyst og að sama skapi hef ég ekki breyst en allt í einu halda allir að við séum ekki að leggja okkur fram.“ „Ég ætlast ekki til að þið hugsið meira um aðstæðurnar okkar en ég geri, ekki að það væri hægt hvort eð er. Líf mitt í kringum [liðið] er í raun og veru vinnan. Ég var vanur að segja að blaðamannafundir væru eins og frí, ég get ekki sagt það lengur því að svara spurningum ykkar þegar maður tapar er mjög erfitt. Það er kvöl og pína að þurfa að hugsa um tapleik á nýjan leik þegar maður svarar spurningum. Það er hluti af starfinu en ég kíkti á launamiðann minn og það er það sem ég fæ borgað fyrir að gera, frekar vel meira að segja,“ sagði Klopp að endingu á blaðamannafundi kvöldsins.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira