Lífið

Tónleikar í heimahúsum Skagamanna

Elísabet Hanna skrifar
Gestir koma saman í heimahúsum.
Gestir koma saman í heimahúsum. Aðsend

Tónlistarhátíðin HEIMA-SKAGI á Akranesi er einstök hátíð sem fer fram á heimilum Skagamanna. Hún er haldin er í tengslum við Vökudaga, menningarhátíð Akurnesinga. Á henni spila tíu listamenn í tíu heimahúsum tvisvar sinnum yfir laugardaginn 5. nóvember. 

Tónleikastaðirnir eru því heimilisföng skagamanna, líkt og sjá má hér að neðan:

  • Vesturgata 71b (Einar Skúla)
  • Vitateig 2 (Martha og Björn),
  • Skólabraut 20 (Guðni og Lilja)
  • Grundartún 8 (Elfa og Pálmi)
  • Báran brugghús (Bárugötu X)
  • Bíóhöllin (Vesturgötu 27)
  • Akraneskirkja (Skólabraut 13)
  • Gamli Iðnskólinn (Skólabraut X)
  • Blikksmiðja Guðmundar (Akursbraut 11b)
  • Rakarastofa Hinna (sem er líkast til í minnsta húsi Akraness og þó víðar væri leitað)
Mikil stemning hefur myndast á svæðinu.Aðsend

Þar sem um heimahús er að ræða er nándin við listafólkið mikil. Þeir sem koma fram eru Lay Low, Hörður Torfa, Vintage Caravan, Una Torfa, Guðrún Gunnars, Tíbrá, Júníus Meyvant, Herbert, DJÄSS og Guðrún Árný.

Listafólkið kemur ekki fram á sama tíma svo þeir sem eru duglegastir að rölta á milli heimila sjá flest atriði. Þeir fyrstu stíga á stokk kl. 20.00 og þeir síðustu enda um kl. 23.00. Þá tekur við hálfgert eftirpartý þar sem Guðrún Árný heldur utan um samsöng. 

Guðrún Árný verður með samsöng.Aðsend

Tengdar fréttir

Hátíðarhöld um allt land

Í dag fagna Íslendingar þjóðhátíðardegi sínum og fjölbreytt dagskrá verður um allt land. Dagskráin litast að nokkru leiti af þeim samkomutakmörkunum sem enn eru í gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×